Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 18
Lifðu lifinu víkja frá meðan hún snyrti sig, með öðrum orðum og nú- tímaskilningi, þá átti ég sjálfur að undirbúa mig undir ástar- leikinn, meðan hún færi í steypibaðið. Ég virti fyrir mér skuggann af liðugum líkama hennar, sem teygði letilega úr sér í baðinu, fylgdizt með því gegnum glervegginn hvernig hún vatt upp á sig og mér fannst, þar sem ég sat á rúm- inu, eins og hún væri að ganga í gegnum helgiathöfn. þar til hún væri dauðhreinsuð af öllu sem gæti minnt á mannaþef. Öll þessi dauðhreinsun og und- irbúningur hafði hrollvekjandi áhrif á mig og þá varð mér hugsað til Catherine, konunnar minna. Catherine; Catherine, svo tær og hrein, hið blessaða akkeri lífs míns. Catherine var jafn raunveruleg fyrir mér og ég sjálfur. Ég þráði hana eins og barn þráir móður sína um háttatímann. Einfaldleikinn, já og sakleysið; það var það sem vantaði nú, sakleysi og traust, ekki eingöngu ást og ástríður. Ég var orðinn leiður á þessari togstreitu milli kynjanna, sem ég þóttist hagræða af svo mik- illi snilld. Ég greip símann og vonaði að vinkona mín hejrrði ekki til mín, að snyrtiathöfnin myndi fyrirbyggja að hún kæmist að heigulshætti mínum. Ég hringdi í dyravörðinn og bað hann að hringja til mín eft- ir fimm mínútur. Vinkona mín var nærri búin að gripa mig í þessu blekking- arbragði, því að hún birtist allt í einu og það var rétt svo að ég gat lagt frá mér símann. — Sagðir þú eitthvað, elskan? — Nei, nei, ástin mín. Ég til- bið þig ... Til allrar hamingju voru fimm mínúturnar liðnar, eða það hélt dyravörðurinn, því að hann hringdi einmitt á þessu augnabliki. Ég greip símann og hóf mitt eintal: — Halló, já, París? Ég sneri mér snarlega að votu stúlkunni við hlið mér, en hún hafði vafið um sig stóru baðhandklæði. — Sagðir þú nokkrum frá því hvert þú ætl- aðir að fara? — Nei, Róbert. Hún var sak- leysið uppmálað. Ég talaði aft- ur í símann og var nú ákveðinn og snöggur. — Já, já, víst er þetta Colomb. Halló Michael! Hvernig vissir þú hvar ég var? Rétt núna? Fjandinn hafi það, — já, ég sagði „fjandinn hafi það“, Orly? Já, jæja. Ég skil... ég skil. Já. Á flugvellinum. Já, ágætt... Þá fór dyravarðarfíflið að tauta eitthvað um að ég hlyti að vera að tala við sjálfan mig og japlaði á því að ég hefði pantað herbergið til tveggja sólar- hringa. Ég skellti á og greip vinkonu mína í faðminn til að hugga hana og tjá henni hve leiður ég væri yfir því að ég yrði að hverfa frá henni, en þannig væri það alltaf, stríðs- ástandið í heiminum orsakaði alltaf truflanir á sælustundum mínum. Meðan hún lét aftur niður í töskurnar í skyndi, reyndi ég að skýra málið. fyrir henni. Ég sagði henni að að- stoðarljósmyndarinn minn heimtaði að ég kæmi strax til Parísar. Eitthvað hafði skolazt til í síðustu heimildakvikmynd okkar, eitthvað sem krafðist at- hugunar strax. Ég viðurkenni fúslega að þetta bragð mitt hafði töluverð áhrif á mig. Hversvegna rann ég af hólmi? Var ég farinn að efast um karlmennsku mína? Var þetta kannski sá gífurlegi munur á konunni minni og þess- um þriðja aðila sem fyllti mig ógeði? Auðvitað, ég gat ekki á þessu stigi, eftir allar þær helg- arferðir, sem ég var búinn að fara burt með henni, sagt henni að heimska hennar hefði hrakið mig á flótta. Heimskan gat ver- ið notaleg, þegar um tilfallandi rúmfélaga var að ræða, ekkert siður en mótsetningin, snjöll og greind kona. Hverri annarri en Mireille hefði dottið í hug sú spurning, sem hún var nýlega búin að leggja fyrir mig. „Ro- bert, er Indo-Kína nálægt Viet- nam?“ Nei, fáfræði var engin hindrun fyrir velheppnuðum kynmökum. Þessutan voru líka fleiri ár siðan mér hafði dottið í hug alvarlegar samræður við konur ... já, Catherine var ekki undanskilin. Á alvarlegum æskuárum hafði mér fundizt að andleg og líkamleg samskipti yrðu að haldast í hendur, ann- að væri óhugsandi. Nú sló því niður í hugskot mitt eins og eldingu að tími væri til þess kominn að endurskoða hug minn og mat mitt á mannlegu gildi. Ég var hræðilega óþolin- móður, keðjureykti og gat varla beðið eftir því að losna við stúlkuna. Það var svolítið kátbroslegt að meðan ég beið varð ég ásjá- andi samskonar atriði og því sem ég var nýbúinn að ganga í gegnum. Köllun sinni trúr, full- vissaði dyravörðurinn parið sem var að koma, um það að hann hefði tekið frá bezta her- bergið handa þeim. Stúlkan sem var ung, með gleraugu og greni- lega Ameríkani, þakkaði hon- um glaðlega fyrir hugsunarsem- inaina. Mér var skemmt og ég sneri mér við til að fylgjast með. Jú, köllun sinni trúr stakk dyravörðurinn upp á kampa- víni við þau. Það var stúlkan sem hafnaði boði hans. Ég not- aði tækifærið og bað um reikn- inginn. Hann þóttist vera undr- andi. — Núna strax? spurði hann. Þegar hann sá að mér var al- vara, fór hann, og það mátti hann eiga að hann lét ekki bera á vonbrigðum sínum. Það hefðu fleiri mátt taka hann sér til fyrirmyndar. Þessi piltur átti eftir að komast langt í lífinu. Það er mikils virði að taka vonbrigðum án þess að láta sjá á sér vonbrigði. Rétt í þessu kom ameríska stúlkan að hlið mér, hallaði sér yfir handriðið á svölunum og kallaði til félaga sins að muna eftir sjónvarpstækinu, það væri í farangursgeymslunni á bíln- um. — Ó, hann gleymir því ekki, hrökk hæðnislega út úr mér. Þá þreif hún af sér gleraugun og leit rannsakandi á mig. Mér þótti það ekki verra, því að hún var ljómandi falleg. — Þekki ég yður? spurði hún nokkuð þóttafull. Hún ljómaði, eins og sólskin á ís. Hvít og blá. Það glampaði á ljóst hárið og hún brosti svo- lítið stríðnislega. Töfrandi, taut- aði ég. — Nei, en ef við hefðum tekið saman herbergi... og ég brosti til hennar á þann hátt sem hún bauð upp á. — Þér eruð fyndinn, svaraði hún. — Og þér eruð sniðug, enda Ameríkani. Svo var því lokið, dyravörð- urinn kom með reikninginn og vinkona mín var tilbúin. Nokkru síðar skildum við fyrir fullt og allt á þann hátt, sem ég áleit heppilegastan: — Bless, vina mín. Ég hringi til þín á morgun. Ég flýtti mér heim, beint frá flugvellinum, eins og ég væri rekinn áfram af einhverju taugaveiklunaræði, sem ég gat ekki skilgreint. Ameríska stúlk- an hafði hvarflað úr huga mér jafnskjótt og hún var úr aug- sýn. Einhver fyrirboði lagðist yfir mig eins og ískaldur gust- ur og' feykti burt öllu öðru en hugsuninni um Catherine... ef eitthvað hefði nú komið fyrir Catherine... Um leið og ég opnaði úti- dyrnar hrópaði ég. — Cather- ine, ástin mín, Catherine! Ég fór úr einu herbergi í annað, allsstaðar var dauðaþögn. Loks- ins fann ég Lucie, þjónustu- stúlkuna, hrjótandi eins og venjulega. Hún var ekki sérlega hj'álpleg, ennþá sljórri en veniulega eftir blundinn, vissi ekki hvar madame var og svo tönnlaðist hún í sífellu á því að ekki hefði verið von á mér fyrr en eftir tvo daga. — En ég er kominn! Ég er kominn! sagði ég óþolinmóð- lega, enda var ég orðinn áhyggjufullur. Hversvegna gat manneskjan ekki sagt mér hvar konan min var? Hafði Cather- ine yfirgefið mig? Já, ég átti það skilið ,en ég varð að vita sannleikann. Hvað hafði komið Catherine til að gera slíkt? Ég 18 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.