Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 41
heimurinn segirjá viðhinum logagyíltu BENSONand HEDGES ið gott að „starta“ Cream aftur og ég sagði að það gæti vel verið — ef það yrði gert á rétt- an hátt. Ekkert átti að vera sagt um þetta opinberlega þar til búið væri að ná samkomu- lagi, en um leið og ég hafði kinkað kolli yfir hugmyndinni, var því slegið upp að allt væri ákveðið. Upplausn „Air Force“ voru mér mikil vonbrigði. Þetta hefði getað orðið svo stórkostlegt, en við fengum aldrei nægan stuðn- ing. Við komumst til dæmis ekki til Bandaríkjanna, en ég veit að það er mikið af fólki þar sem vildi heyra mig spila. Eftir það og Cream-ævintýr- ið verð ég aldrei sami maður- inn. Ég gaf þessum tveimur verkefnum allt sem ég átti og því er ekki hægt að búast við að ég geti haft mikinn áhuga á neinu héðan af. Ég er að hugsa um að ná sam- an minni eigin hljómsveit núna og gera eina LP-plötu. Það verður mín lokaplata; þegar hún er búin, skal ég gefa „bransanum“ á kjaftinn og hætta. Ég er orðinn of gamall til að láta fara svona með mig. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum of oft. Nei, ekki frá almenn- ingi — hann hefur alltaf verið mér mjög góður.“ Og þar með er það öruggt mál, að CREAM verður ekki til á ný, nema kraftaverk komi til. Þeir vinna nú allir að sínum verkefnum: Eric er að vinna í nýrri Dominos-plötu; Jack er nýlega búinn að senda frá sér plötu og gerði auk þess „Songs for a tailor" rétt eftir að Cream hættu og Ginger sendi fyrr í sumar frá sér tveggja laga plötu, sem bar nafnið „Atunde“ (Við erum hér). Andagiftina í þá plötu fékk hann í Nígeríu þar sem hann var um tíma og ber platan þess greinileg merki (nafnið til dæmis). Meðal ann- ars er með honum á plötunni mikill afríkanskur trumbukór og er þessi plata tvímælalaust með því bezta sem Ginger hef- ur sent frá sér. kr.52 hafið þið sagt Já ? ... LIFUN Fram.ha.ld ai bls. 15. nema hægt sé að segja að Gunn- sé staðnaður trommari. í þessu sama sambandi langar mig að benda á kafla í „Am I really living?"; þar er svipað stuð og Ólafur Garðarsson gerði „Undir áhrifum“ í „Feel me“, riema hvað Ólafur gerði það svo miklu betur. Hvað um það, samsetning „School Complex“ við „Tang- erine Girl er frábær (húrra fyr- ir Karli Sighvatssyni), enda er síðarnefnda lagið annað mjög gott lag af þessari plötu. „Bæði kynferðislega og músíklega“, ef ég má vitna í MK. í „Am I really living?“ kemur aftur þetta hálfleiðinlega söngsánd og ég er ekki frá að „munka- kórinn“ hefði mátt verða sterk- ari í lokin. Annars þykir mér endirinn á því lagi heldur ó- spennandi. „Forleikur 11“ er gríðarlega fallegur og vel gerður og ef rottuveiðarinn frá Harlem hef- ur verið betri flautuleikari en Gunnar Þórðarson skal ég éta skötu í alla mata þar til yfir lýkur. En þarna er ákaflega gaman að fylgjast með samleik flautu, píanós og orgels, sem svara hvert öðru án alls hiks í skemmtilegu hrynjandi. í næsta lagi, „What we be- lieve in“, eru örlitlir feilar, (t.d. byrjar einhver að syngja of snemma) sem hefði auðveldlega mátt laga, svo þeir hljóta að hafa sent þetta svona frá sér af ásettu ráði. Eins má segja svip- að um másið í flautuleikaran- um í Forleik II“, en fyrir mína parta er ég fyllilega sáttur við það: þetta færir mann aðeins nær því sem verið er að skapa. Það er varla hægt að segja að „ ... lifun“ sé bjartsýnis- verk og kemur það vel í ljós í „Is there a hope for tomorrow?" En þeir benda á alternatív: „Love wants you open with heart full of feeling and real- ity“, og síðar segja þeir: „You live in your dream and I live in mine, We should live in one.“ Magnús syngur þetta lag mjög vel og það er ekki sízt söngurinn sem hefur tekið stakkaskiptum hjá hljómsveit- inni. Mér finnst líka gítarinn góður í þessu lagi, þýður og raulandi, rétt eins og í „Little one“, fyrsta lagi verksins. Ég er ekki nægilega hrifinn af „Just another face“, hvorki ljóðinu né laginu. Vissulega er ljóðið fullt af góðum og sönn- um meiningum, en miðað við hin ljóðin (sem eru nógu góð til að standa ein og sér í ljóða- bók) er það ekki jafn lýrískt. „Old man“ vinnur það svo upp, bæði með ótrúlegu raunsæi (held ég) og seiðandi og vel viðeigandi spileríi. „Death & Finale“ er nær ó- hugnanlega raunverulegt og endar á sama hátt og byrjun verksins, i mikilli ólgu og til- þrifamiklu cresendo, sem síðan 29. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.