Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 43
Góðir bílar tryggja skemmtilegt ferðalag. Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) deyr út. Það leynir sér ekki að Karl hefur stúderað kirkjutón- list og er hann nú með eitt sér- stæðasta og bezta orgelsánd sem maður hejrrir, hérlendis sem erlendis. Það er ekki ein- asta hrátt og gróft á köflum, heldur og blítt og áhrifamikið, eins og kemur fram í „útgöngu- marsinum". Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. f heild finnst mér þessi plata einstaklega vel heppnuð og skemmtileg og Tónaútgáfan á þakkir skilið fyrir að gefa hana út — jafnvel þótt ekki sé mikil auravon. Þeir hafa allir tekið miklum framförum — að Jökli undanskildum eins og fyrr seg- ir — og þá sérstaklega Rúnar bassaleikari Júlíusson. Og Rún- ar er „heavy“ skáld. Upptakan er yfirleitt mjög vel heppnuð, þó söngur komist ekki nógu vel til skila á stöku stað eins og fyrr segir, og eins eru trommur dálítið fjarlægar hér og þar. Pressun hefur heppnast framar öllum vonum og Baldvin Hall- dórsson, útlitsteiknari, á stóra orðu skilið. En þrátt fyrir að ég sé ekki hrifinn af frammistöðu Jökuls á þessari plötu, ber því ekki að neita að stíll hans er ótvíræður í svo gott sem öllu verkinu og það er ekki sízt honum að þakka að Trúbrot er aftur komið niður á jörðina. Mæli með plötunni í hjartans einlægni og spái henni vinsæld- um. Á þessum hraða er Trúbrot fær í allan sjó. W00D00... Framhald af bls. 25. um áhöldum. Það eru notuð ná- kvæm tæki til að taka línurit á því sem skeður meðan miðill- inn er í dásvefni. Það verða miög miklar sveiflur þegar gáfumenn „að handan“ koma fram. Ég er alltaf til reiðu í þjónustu vísindanna, en mér er aðeins hægt að líkja við straum- breyti; hinar margslungnu tæknilegu aðgerðir skil ég ekki. WOODOO í FÁTÆKRAHVERFINU í Suður-Ameríku er mikið um launspeki. Næstum því í hverju. borgarhverfi, allt frá fá- tækrahverfinu Copacabana til auðmannhverfisins Ipanema, eru samtök um dulræn efni og þau hafa sína eigin miðla. Vegna sambanda minna var ég svo heppin að fá að vera við- stödd marga miðilsfundi, sem haldnir voru á einkaheimilum. Ég tek sérstaka afstöðu til woodoo, það eru algerlega nei- kvæðir helgisiðir, sem eru að- eins tilorðnir fyrir hatur og þar sem þátttakendur líta út fyrir að vilja drekkja sér í blóði fórnardýranna. Woodoo er líka bannað, en blómstrar enn- þá í skjóli áhangenda sinni. Þegar leiðsögumaður minn bauð mér að vera viðstödd woo- doo, vissi ég alls ekki hvað þetta gekk út á. Hann sagði reyndar að þetta væri bannað, en hann gæti samt fengið leyfi til að taka mig með, gegnum sérstök sambönd. Ég þáði þetta boð, en hefði ég haft nokkra hugmynd um hvað íyrir augu mín bæri, þá hefði ég alls ekki tekið boðinu. Þetta kvöld varð mér hræðileg reynsla! Seint um kvöld komum við að litlu húsi í fátækrahverfinu. Leiðsögumaður minn gekk í ábyrgð fyrir nærveru minni, og við vorum drifin inn í lítið her- bergi þar sem um það bil tutt- ugu manneskjur sátu á gólfinu eða trébekkjum. Herbergið var illa upplýst og fyrst í stað gat ég ekki greint andlitsdrætti fólksins og þögnin var þrúg- andi. Svo hófst trumbuslátturinn. Mismunandi hljóð frá trumb- unum töfraði fram magnþrung- ið hljóðfall. En það var engin gleði, enginn bros, engin mýkt. Andrúmsloftið var hrollvekj- andi og skyndilega birtist mið- illinn á miðju moldargólfinu. Hann snerist í ótal hringi, skók skrokkinn og magnaði sjálfan sig upp í æsing. Og trumbu- hljóðið eggjaði hann, einhljóma og æsandi. Maðurinn svitnaði, fylgdi eftir hljóðfallinum þang- að til hann hneig til jarðar í dásvefni. Trumbuhljóðið lækkaði svo- lítið og einn viðstaddra gekk til mannsins, sem sat á gólfinu með krosslagða fætur og vagg- aði sér. Fylgdarmaður minn túlkaði fyrir mér það sem fram fór: — Dóttir mín er dáin, ná- granninn myrti hana, ég vil fá hefnd og ég vil að guðirnir hegni granna mínum. Hann hvíslaði nafn nágrann- ans og rétti fram búr með litl- um kjúklingi, sem gargaði af hræðslu. Miðillinn tók við fugl- inum, sneri hann úr hálsliðnum, beit hann á háls og sprautaði blóðinu yfir brjóstið á honum. Hann smurði sig allan í blóði, slengdi frá sér kjúklingnum, sem brauzt ennþá um og svo öskraði hann og ákallaði hefnd guðanna yfir nágrannann. TUTTUGU OG FIMM BLÓÐFÓRNIR. Mér leið illa, en ég gat ekki farið. Svo kom næsti maður og hafði lifandi dúfu meðferðis. Ég hefi alltaf verið svo hrifin af dúfum, vegna þess hve augu þeirra eru mild. Sama athöfnin var endurtekin. Miðillinn sneri hana úr hálsliðnum, tætti upp brjóst hennar með tönnunum og smurði sig í blóði hennar og henti svo litla vesalingnum á gólfið. Hann ákallaði guðina og það var sannarlega óhugnanleg sjón að sjá hann sitja þarna í flöktandi skininu, blóðugur um brjóst og andlit og lyftandi blóðugum höndum. Mér bauð hræðilega við þessu og mér varð flökurt, en fylgdarmaður minn sagði að við gætum ekki farið, það myndi trufla „athöfn- ina“. En ég tók til þess ráðs að loka augunum, svo ég sá ekki það sem síðar fór fram. Þegar við fórum af „miðils- fundinum“ lágu um tuttugu og fimm fórnardýr, slitin úr háls- liðnum, kringum miðilinn. Blóðlyktin, svitalyktin og trumbuhljóðið fylgdi mér lengi á eftir. LEYNILEGIR HELGISIÐIR LÆKNA Indíánar hafa lengi þekkt til miðilshæfileika. Ég kynntist Indíána, sem hafði alizt upp í Indíánaþorpi og móðir hans hafði miðilshæfileika. Hann sagði mér að fólk hafi komið langt að til að leita hjálpar og lækninga hjá henni. Hann hugsaði ekkert út í þetta, þeg- ar hann var barn. Hann tók eftir því að margir komu til að heimsækja móður hans, en hann fékk aldrei að vita hvaða erindi þetta fólk átti við hana. En þegar hann sjálfur var fjórtán ára, fékk hann slæma ígerð í kinnina. Hann hafði há- an hita og óþolandi verki. Hann lýsti þessu fyrir mér og sagði að honum hafi fundizt sem höf- uðið væri að springa og að kinnin hefði verið blárauð með rauðum röndum. Hann var hræðilega mikið veikur og hann minnist þess að móðir hans fór með hann út fyrir þorpið, þar sem lággróðurinn var þéttur og að hún sagði við hann að hann mætti ekki segja leikfélögum sínum frá þessu. Hann var of veikur til að hugsa nokkuð út í þetta og lofaði öllu fögru. Svo braut móðir hans tvo kvisti, lagði þá í kross og tuldraði eitthvað á gömlu indí- ánamáli. Svo lagði hún kvist- ina að kinn hans og hann fann strax að kvalirnar hurfu. Hit- inn lækkaði, bólgan hjaðnaði og eftir stundarkorn var hann alheill. Hann stóð við loforð sitt og sagði engum frá þessu, en fólk- ið í þorpinu varð undrandi yfir því að hann hafði fengið bata. Hann skildi þá hversvegna svo margir komu til móður hans og hann fann fyrir einhverri hræðslukenndri lotningu gagn- vart henni. Hann hafði grein- lega verið með blóðeitrun á háu stigi en móðir hans hafði á einhvern hátt læknað hann. Auðvitað er hægt að heim- færa slíka atburði til hjátrúar. Ég geri það ekki, og ég mun segja frá því hversvegna ég trúi á þetta. Það er mjög ein- kennileg saga, sú ótrúlegasta sem ég hefi upplifað á miðils- ferli mínum, þar sem hæfileik- ar mínir eru bundnir Indíána, sem látinn er fyrir mörgum ár- um í Suður-Ameríku. Það er gleggsta sönnun sem ég hefi fengið fyrir lífi eftir þetta líf. I næstu viku segi ég frá þeirri reynslu minni. UGLA SAT A KVISTI Framhald af bls. 21. vera einmana framar. Hún ætl- aði aldrei að gleyma því. Það var búið að loka síman- um og hún varð að fara niður á Krúnutorgsgötu til að reyna að ná í leigubíl. Hún hafði sent allan farangur sinn á undan sér og hafði ekkert að bera. Anna Helena Ekander tók töskuna sína og læsti Önnu HelenuNor- man inni. Yngvi tók á móti henni í Steinbrú. Anna hafði vitað, að hann myndi gera það. En innst 29. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.