Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 47
MIG DRBYMOI
Fjlölleikaflokkurinn
heimsfrægi
Kæri draumráðandi-
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi í nótt. Draumurinn er
svona:
Ég var á gangi með stelpunni
sem ég sit hjá í skólanum. Við
vorum að tala um fjölleikahús.
Við hoppuðum upp í ioftið til
að sýna hvað við gætum. Ég
sagði við hana að mig langaði
til að geta gert þetta þótt ég
gæti það aldrei.
Ég stökk fjóra eða fimm metra
upp í loftið og fór korníshring.
Þegar ég kom niður hélt ég að
ég myndi lenda á svampdínu
en það fór svo að ég lenti á
götunni. Ég sagði við vinkonu
mína: „Ég hélt að ég væri f
bandi (með hringjum)." Og svo
ákváðum við að stofna fjöl-
leikaflokk. Við sýndum fyrst
hér heima og var svo vel tekið
að við ákváðum að fara til
Reykjavíkur. Eftir það urðum
við heimsfrægar.
Hvað táknar þessi draumur? Ég
tek það fram að ég er stór og
feit en vinkona mín er lítil og
mjó. Ég stekk ekki nema 95 cm
í hástökki en er frekar liðug og
hef gaman af fjölleikum og
íþróttum. Viltu gjöra svo vel að
rita drauminn í Vikuna, en helzt
myndi ég vilja að þú sendir
mér ráðninguna heim til mín.
Ég vona að þú ráðir þennan
draum fyrir mig. Reyndu ekki
að lesa úr skriftinni því ég
vanda mig bara á prófum.
Vertu sæll.
Feit og þung
á Hellissandi.
Strax viljum við taka fram a3
vilji fólk fá ráðningar sendar í
pósti, verður að fylgja (fyrir ut-
an fullt nafn og heimilisfang)
frímerkt bréf með nafni viðtak-
anda. Þó viljum við láta þess
getið að við erum ekki ákaf-
lega hrifnir af slíku þó sjálf-
sagt sé að gera það í einstaka
tilfellum. Og enn finnum við
okkur knúða til að minna les-
endur á að nafnlaus bréf eru
ekki einu sinni lesin — hvað þá
birt.
En draumurinn þinn, feitaboll-
an mín, var þér fyrir velgengni
í prófum og bendir til að ýms-
ir draumar þínir rætist, þó ekki
þurfi endilega að eiga við fjöl-
leikana.
P.S. Hvað er „korníshringur"?
í vegavinnu
Háttvirti draumráðandi!
Ég ætla að biðja þig að ráða
fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir skömmu. Hann er
svona:
Mér fannst ég vera komin í
vegavinnu, stutt frá þar sem ég
á heima (úti á landi), ásamt
systur minni. Mér fannst við
koma inn í stórt hús með mörg-
um herbergjum og þóttist ég
vita að hér ætti vinnuflokkur-
inn að sofa. Við gengum á
milli herbergja til að vita á
hvert þeirra okkur litist bezt en
öll voru upptekin nema eitt.
Það var stórt, gulmálað, með
þremur gömlum svefnbekkjum,
sem var raðað þannig að end-
arnir voru saman. Þóttist ég
vita að einhver yrði settur í
herbergið með okkur.
Svo fannst mér við fara að
hátta (ég og systir mín) og tók-
um sitthvort rúmið og skildum
rúmið í miðjunni eftir handa
væntanlegum herbergisnaut
okkar. Fljótlega kemur hann,
strákur sem ég kannast aðeins
við, háttar í auða rúmið og a 11-
ir sofna. Ég vil taka það fram
að ég hef engan áhuga á þess-
um strák, en hann er ( miklum
metum hjá móður minni.
Um morguninn þegar ég vakna
finnst mér að ég eigi að fara
í vinnuna með stráknum, og
ætluðum við að fara í bíl sem
hann á. Ég fór að snyrta mig
í framan til að líta svolítið
huggulega .út. og þá varð mér
litið á rúmið hennar systur
minnar, þar sem hún svaf vært.
Éq gerði mér grein fyrir að ég
átti að vekja hana en ég hrein-
lega tímdi því ekki, því hún
svaf svo sætt.
Svo fór ég í vinnuna með
stráknum og vorum við bæði
fámál á leiðinni og allan dag-
inn. Þegar við komum aftur
heim í húsið um kvöldið fannst
mér móðir mín standa við her-
bergisdyrnar okkar, glöð og
ánægð. Hún sneri sér strax að
stráknum og fór að tala við
hann og brosti elskulega til
mín.
Þá varð mér litið inn í næsta
herbergi og sá að þar sat lækn-
ir á hvítum slopp. Hjá honum
sat maður sem læknirinn var
eitthvað að dúlla við. Þá sagði
ég: „Nú, það er bara hafður
læknir á staðnum ef einhver
skyldi meiða sig"!
Svo fannst mér ég labba með
stráknum inn í eitt herbergið
þarna og þar var margt fólk
liggjandi í kojum — allt alklætt.
Allt í einu rís ein konan upp
og segir við strákinn: „Alltaf
ert þú jafn þrár og þver."
(Mér fannst þetta vera móðir
hans og líta út fyrir að vera um
þrítugt, en hún er í rauninni
um sextugt). Þá teygði ég mig
voðalega hátt og sagði: „Ekki
er ég betri með alla mína
þrjózku."
Og svo vaknaði ég. Vona að
þú getir komizt fram úr þessu
krassi. Ein sem dreymir oft
hræðilega.
Við erum nær vissir um að
ástæðan fyrir því að þér er
ekki svo mikið um þennan
strák, er sú að móður þinni
líkar svona vel við hann. Og
við erum líka nokkuð vissir um
að þessi draumur er þér fyrir
nánara sambandi við hann hér
eftir en hingað til. En gættu
heilsunnar . . .
Verst er að þú sendir okkur
engin nöfn, þau geta oft hjálp-
að til.
Hjólastóll og stígvéli
Kæri draumráðandi!
Viltu vera svo vænn að ráða fyr-
ir mig tvo drauma, sem ég held
að tákni eitthvað, því það hefur
oft komið fram það sem mig
hefur dreymt.
Þann fyrri dreymdi mig í nótt:
Mér fannst ég á einhvern hátt
bundin manni í hjólastól, þ.e.
gift eða eitthvað mjög náið, og
var mjög ástfangin af honum.
Mér fannst hann vera mjög
þunglyndur og svartsýnn. Eitt-
hvað var af fólki í kringum okk-
ur sem ég man nú ekki eftir,
en einhvern var ég að tala við
þegar mér fannst allt í einu
hjólastóllinn renna niður stiga.
Ekkert sakaði þó manninn, og
stóllinn brunaði bara á hjólun-
um. Mér fannst maðurinn hafa
gert þetta af ásettu ráði. Ég varð
svo glöð að ekkert varð að og
faðmaði hann að mér með svo
heitum tilfinningum, að ég hef
ekki áður fundið svo dásamlega
líðan, hvorki í svefni né vöku.
— Ég þekki engan, sem er í
hjólastól, og er ekki gift. —
Hinn drauminn dreymdi mig í
vetur og var hann mjög stuttur:
Mér fannst systir mín og mágur
vera að koma fljúgandi að ut-
an, og var ég stödd ásamt þeim
í einhverju pakkhúsi, sem var
allt hlaðið kössum og í þeim
voru rauð vaðstígvél í öllum
stærðum, frá barnastærðum og
upp í fullorðinsstærðir, en þau
voru ÖLL RAUÐ, og fannst mér
systir mín og mágur hafa komið
með þetta allt.
Með kæru þakklæti,
Vera.
Fyrri draumurinn er þér áminn-
ing um að breyta um líferni,
viljir þú ekki eiga yfir þér ógn
um skaða. Síðari draumurinn er
í rauninni ekkert nema árétting
á þeim fyrri.
Margir hafa furðað sig á því að
undanförnu hvers vegna þáttur-
inn „Mig dreymdi" hefur ekki
birzt reglulega eins og hefur
verið. Enn verðum við að kenna
um tæknilegum erfiðleikum. Er
blaðið var minnkað í broti um
áramótin, hafði það í för með
sér að lesefni minnkaði töluvert
og því hefur þátturinn verið lát-
inn sitja á hakanum, ef þess hef-
ur þurft. Fyrirhugað er að fjölga
síðum upp í 60 í haust, og þá
kemst ástandið væntanlega aftur
í samt horf og birtist reglulega.
Því viljum við biðja fólk að hafa
biðlund; við reynum að svara
öllum bréfum en gífurlegur
fjöldi ósvaraðri bréfa bíður nú
hér hjá draumráðningamanni
blaðsins.
29. TBL. VIKAN 47