Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 10
María Stuart, drottning Skot-
lands og skozku eyjanna, gat
töfrað karlmenn, hvort sem
þeir sáu hana í fullum herklæð-
um eða fara úr sokk.
Hún fæddist árið 1542 í Lin-
lithgow, nálægt Edinborg,
skömmu fyrir dauða föður síns,
Jakobs V. Skotakonungs. Hinn
konunglegi uppruni hennar var
henni þegar ljós er hún sem
smátelpa var á sífelldum þeyt-
ingi úr einum skozka kastalan-
um í annan. Sólskinsblettirnir í
lífi hennar voru þá þegar litlir,
en skuggarnir langir. Umhverf-
is hana sveimaði í sífelldu ótt-
inn við, að hún yrði brottnum-
in sem hættulegt peð og tilvon-
andi drottning í hinu trúarlega
og pólitíska tafli um það, hver
hreppa skyldi hásætið.
Hinrik VIII var nú drottnari
Englands og vildi gjarnan fá
hana sem tengdadóttur og eins
konar varðgæzlufanga handa
veikgeðja syni sínum. Voldugu
skozku lávarðarnir, sem voru
mótmælendatrúar, vildu halda
henni í fullkominni fangavist,
þar sem hún var af kaþólskum
uppruna og því ekki hæf sem
þeirra yfirdrottnari. Allt frá
barnæsku var sí og æ verið að
flytja Maríu úr einum staðnum
í annan öruggari, með leynd og
að næturlagi. Af þessum sífellda
ótta og flótta skapaðist sú of-
dirfska hjá Maríu, sem mestu
réði um ævi hennar.
Með sínum stór.u, dökku aug-
um, mjúku og hvítu húð og
rauðgullna hár, sem dökknaði
með aldrinum, var María þeg-
ar á barnsaldri umvafin ævin-
týraljóma. Þegar hún var sex
ára, tók móðir hennar, María af
Guise (frá Lothringen), þá
kænlegu ákvörðun, að senda
hana frá hinu skuggalega og
lífshættulega Skotlandi til síns
eigin föðurlands, Frakklands.
Þar, við hina auðugu, glæsi-
legu og glaðværu frönsku hirð,
óx María upp, og dafnaði að
yndisþokka og fegurð. Meðal
leiksystkina hennar var daup-
hininn (ríkiserfinginn), og þeg-
ar María var 15 ára og ríkisarf-
inn ári yngri, voru þessi börn
gefin saman í hjónaband.
Skömmu síðar féll Frakkakon-
ungur (Hinrik II.) við burtreið-
ar (af slysi), og Franz II. og
María Stuart komu til ríkis.
En áður en þrjú ár voru liðin
frá giftingu þeirra, andaðist
Franz, sennilega af ígerð í innra
eyra, og María var ekkja 18 ára
gömul. Tengdamóðir hennar,
hin stórláta Katrín af Medici,
vildi losna við hana, og var þá
naumast um annað að ræða fyr-
ir Maríu, en að halda til heima-
lands. Hin unga ekkja hélt því
heimleiðis árið 1561, þar sem
hennar beið autt hásæti (móðir
hennar hafði dáið árið áður) og
heill her af óvinum. Hún hafði
með sér húsbúnað slíkan, sem
aldrei hafði áður sézt í Skot-
landi, undursamleg góbelin-
veggteppi í gullmynt og full
skrín af dýrmætum gimstein-
um. Lífvörður hennar af her-
mönnum og riddurum, var of
fámennur til þess að vernda
hana gegn fjandmönnum sínum,
en þó meira en nógu fjölmenn-
ir til þess að æsa upp fjandsam-
lega afbrýði Skotanna í sínu
eigin landi.
Þar sem Hinrik VII. Eng-
landskonungur var langafi
Maríu, átti hún einnig kröfu til
hásætis á Englandi. En í það
hásæti var nú nýlega setzt hin
slæga og glitrandi frænka
hennar, Elísabet I. Og Elísabet
mátti ekki heyra hina yndislegu
Maríu Stuart nefnda á nafn, þá
varð hún gripin ákafri afbrýði,
sem hún gat naumast leynt.
Milli þessara tveggja frænkna
ríkti stöðug samkeppni og af-
brýði meðan báðar lifðu. Hvor
um sig spurði ævinlega hvern
þann, sem nýlega hafði séð
hina, hvor þeirra væri fegurri,
og hvor þeirra væri sjálfrar sín
vegna elskuð af fleiri karl-
mönnum — og á þessu sviði
mundi María hafa haft vinning-
inn, ef diplomatarnir hefðu tal-
ið það í sínum verkahring að
segja sannleikann.
Þegar hún kom til Edinborg-
ar einn drungalegan morgun,
árið 1561, voru móttökur þær,
sem nokkrir lávarðanna veittu
henni í skyndi, ekki sérlega
hlýjar. Og fyrsta samræða henn-
ar við John Knox, hinn kaldr-
analega, siðskeggjaða mann,
sem var yfirmaður skozku
kirkjunnar, sýndi henni, að
vegna trúar hennar gat hún
enga samstöðu átt með þeim
hluta þjóðarinnar, sem var mót-
mælendatrúar. Það sagði hann
henni hispurslaust, nærri þvi
rustalega. Sennilega var hann
eini maðurinn, sem nokkru
sinni sýndi henni slíka hrein-
skilni. Og þetta var sannleikur,
sem olli henni beiskum tárum,
og færði henni jafnframt heim
sanninn um, að hún var útlend-
ingur í sínu föðurlandi. Hinn
valdamikli og heiftúðugi Knox
mundi ávallt verða andstæðing-
ur hennar.
Þegar frá byrjun drógust
karlmenn að Maríu, sökum feg-
urðar hennar — töfrar, sem
voru hættulegir bæði henni
sjálfri og þeim, sem umgengust
hana. Baeði vinir og fjandmenn
voru á einu máli um, að þessi
hættulega töfrandi drottning
ætti að giftast sem fyrst. Vegna
konungsættar Stúartanna hefði
hún verið fús til að ganga að
eiga ríkiserfingja Spánar, þar
sem það mundi tvöfalda yfirráð
hennar. En frænka hennar,
Elísabet drottning, óttaðist ekk-
ert fremur, en þann möguleika
að fá spánska einræðisherrann
á landamæri sín í norðri.
Elísabet greip því til þess
kænskubragðs, að senda til
Skotlands ungan mann, að nafni
Henry Stúart Darnley lávarður.
10 VIKAN 29. TBL.