Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 11
Þegar frá byrjun
drógust karlmenn að
Mariu Stuart,
vegna fegurðar
hennar. Hún vargædd
töfrum, sem voru
hættulegir bæði
henni sjálfri og þeim,
sem umgengust
hana...
Hér til vinstri sjáum við Maríu
Stuart ásamt Darney lávarði.
Myndin er tekin af kopar-
stungu frá þvi árið 1590 eða
þar um bil.
Darnley lávarður taldist skozk-
ur að uppruna, hafði nægilega
konunglegt blóð í æðum til þess
hlutverks, sem honum var ætl-
að og var friður sýnum og vel
vaxinn, enda þótt hann væri
fremur kvenlegur ásýndum.
Hin einmana, unga drottning
töfraðist af honum, því að hann
kunni þá list að töfra konur.
Það fór því svo, að þau voru
gefin saman í Holyrood höll í
Edinborg. Á því lék enginn
vafi, að hvert það barn, er þau
eignuðust yrði erfingi að há-
sæti Englands ekki síður en
Skotlands. En Elísabet vissi —
og reiknaði með því — hve
veikgeðja hinn ungi Darnley
var.
Þegar fyrsta uppreistin gegn
skozku drottningunni brauzt út
meðal mótmælendalávarðanna,
klæddist María kaldri stál-
brynju innan undir flaueli og
loðskinni. Með skammbyssu við
hlið og stálhjálm á brúnum
lokkum sínum, reið hún í
broddi fylkinga sinna út á regn-
vota heiðina. En lávarðarnir,
sem fyrir uppreistinni stóðu,
flýðu í skyndi eða gáfust upp.
John Knox flýði til Ayrshire.
En Darnley lét sér ekki nægja
þær gjafir og nafnbætur, sem
María jós yfir hann, hann lét
leiðast til að taka þátt í sam-
særi, sem gaf honum von um að
ná völdunum úr höndum
drottningarinnar. Kvöld eitt er
Framhald á hls. 33.
Böðullinn var skjálfhentur
og varð að höggva þrisvar til að
losa hið fagra höfuð frá bolnum.
Þannig urðu endalok hinnar
síðustu Skotadrottningar....
Þannig leit María Stuart út, á
meðan hún var enn hin fagra
og vinsæla drottning Skotlands.
Myndin er tekin af málverki af
henni eftir Francois Clouet.
Málverkið er nú í Eremitage-
safninu í Leningrad.
29. TBl. VIKAN 11