Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 21
Hún leit á Yngva. Hann var alvarlegur og fölur, en hann hélt tryggt og milt þó um hönd hennar. Hann hét því að elska hana í blíðu og stríðu og rödd hans titraði eilítið og þá elsk- aði hún hann óumræðilega heitt. Hún stóð bein og teinrétt, þegar hún átti að heita því sama. Þau föðmuðust innilega og kysstust og svo var það búið og þau voru orðin hjón. Hana minnti óljóst, að fóget- inn hefði óskað þeim til ham- ingju og Pétur faðmað hana að sér. Svo sátu þau allt í einu öll úti í horni á veitingahúsi. Pétur hafði séð um borð handa þeim. — Ekki núna, sagði hann, þegar Yngvi vildi fá að borga. — Anna er litla systir mín. Þú færð að sjá fyrir henni seinna. Eins og ég hafi alltaf hvílt í faðmi fjölskyldunnar eða hvað, langaði Önnu mest til að segja, en mótmælin dóu á vörum hennar. Það skipti engu máli. Það var gott og indælt að sitja hérna hjá þeim báðum, sem þótti vænt um hana og vildu henni vel. Sem vildu gera allt fyrir hana og vernda hana, ef hún þarfnaðist þess. Bróðir hennar og maðurinn hennar. Pétur kvaddi þau við ferjuna til Kaupmannahafnar og Önnu leið enn vel og hún var örugg og trygg. Henni fannst, að hún gæti barist við allan heiminn, ef þess gerði þörf. Það var ekki fyrr en seinna, sem þessi gamal- kunni ótti gagntók hana. Ef ég get það nú ekki? Ef ég vil það ekki innst inni...? Yngvi var góður og hann elskaði hana. Hún mátti aldrei gleyma því. Hún mátti ekki hengja sig í það, sem þau Krist- ján höfðu átt saman fyrir löngu. Nei, nú átti hún að hugsa um það, sem þau Yngvi áttu sam- eiginlegt. Hann lyfti henni upp og bar hana yfir þröskuldinn í brúð- hjónaíbúðinni. Hann var rjóður í kinnum og augum rök. Hún leit undan. Hún vildi ekki horfa á hann, en seinna hreifst hún af snertingu handa hans og það gekk betur, ef hún lét sem ekkert væri — það varð að ganga vel, einhvern veginn varð hún að svara honum. Ef hann væri bara ekki að flýta sér svona, ef hann væri nægilega reyndur til að bíða eftir henni. En Yngvi var það ekki. Anna var eiginkona hans, hann elsk- aði hana og vildi fá hana. Hon- um lá of mikið á ... og hann fékk fullnægingu, en ekki hún. Hún lá vakandi við hlið hans, löngu eftir að hann var sofnað- ur. — Þetta fer allt vel, hvíslaði hún með sjálfri sér út í myrkr- ið. — Ég skal hjálpa honum. Hann getur ekkert að því gert, að hann veit ekki, hvernig það á að vera, því að hann skilur það ekki. Það er víst oft svona í fyrsta skiptið, það segja allir. Kristján — en nú ætla ég aldrei aftur að hugsa um Kristján. Þessu er lokið í kvöld og það verður betra á morgun. Ég ætla að sofa, en ekki hugsa. Sofa og hvíla mig ... Hún sofnaði og Yngvi svaf við hlið hennar. Hann dró and- ann þungt. Hún svaf hljóðlaust eins og lítið barn. Varir hennar minntu á barnsvarir, blíðlegar og hálfopnar. Þær titruðu. — Ég vil ekki, að þú sért kyrr hérna, sagði Yngvi eins og eiginmanna er siður daginn eft- ir. — Mér finnst það svo heimskulegt núna, þegar við er- um nýgift. — En ég verð að gera það. Ég get ekki flutt fyrr en á morgun. Það tekur nú ekki nema tvo daga að ganga frá öllu. — Mér finnst það fáránlegt. Hvað heldurðu, að fólk segi? — Það má segja hvað sem það vill, unz því svelgist á Eru eintómar kjaftakerlingar í Steinbrú? — Nei, nei. En samt... Hún gat ekki svarað þessu. Hún hló bara og yppti öxlum. g svo fór hún að hugsa um það, hvort hann tæki tillit til þess, hvað fólk segði og hugsaði. Þá .. En hún mátti ekki vera að því að hugsa málið lengi. Það var óteljandi, sem hún þurfti að gera og svo þurfti að losa íbúð- ina. Það var enginn vandi að eiga við húsgögnin. Sum voru góð, en sumum þurfti að henda. Það var erfiðara að eiga við annað eins og bréf og bækur og þess háttar. Ekkert sem verð- mætt var, en skipti hana samt miklu máli. Hana sárkenndi til áður en hún gat fengið það af sér að henda því í ruslið. En þegar einhverju er lokið er því lokið. Það er ekki til neins að draga á eftir sér gamla drauga. Heimskulegt af henni að standa í stofunni og horfa á auða veggina. Hlægilegt að nema staðar á þröskuldinum við svefnherbergið eins og kvöldið þegar hún kom heim og horfði á Kristján og Kristínu í svefn- herberginu. En hún gerði það nú samt. Og hún hvíidi ennið við svalt tréverkið og fann, að hún var að hverfa frá þessu lífi til að hefja annað og að hún vissi ekkert um allt það nýja, sem beið hennar. Þau Kristján voru skilin og Kristín var ekki lengur vinkona hennar. En hún átti Yngva og þurfti ekki að Framháld á bls. 43. 29. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.