Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 25
þessum vísindum nú og miklu
fé varið til að rannsaka miðla
og fóik með miðilshæfileika.
Þessir vísindamenn láta sig allt
varða; fjarsýnir, fjarskynjun,
woodoo og allt sem getur talizt
til dulrænnar reynslu frá ó-
munatíð. Ég er ánægð yfir því
að nú skuli vera farið að vinsa
úr, skilja sorann frá og leita
sannleiks og staðreynda.
Eftir að ég hafði verið í Eng-
landi, þar sem miðilshæfileikar
mínir voru prófaðir og viður-
kenndir, var mér boðið til Bras-
ilíu í marz og apríl, og þar upp-
lifði ég einhverja furðulegustu
rtburði á sviði parasálfræði.
Þarna var saman kominn
mjög alþjóðlegur hcpur vis-
iniamanna og ég hafði nánast
samband við þrjá ameríska
lækna. Einn þeirra, skurðlækn-
ir, hafði lengst af séð dauðann
frá sjcnarhóli lækna, sem yppa
öxlum þegar talað var um „lífið
eftir dauðann“. Svo lézt móðir
hans, sem hann hafði verið mjög
nátengdur. Dag nokkurn sá
hann hana ljóslifandi og talaði
við hana, án þess að nokkur
fyrirboði væri. Þá fór hann að
hugsað sig um. Ég hafði, án
þess að vita nokkuð um það,
verið milliliður milli Jians og
móður hans. Nú er hann einn
af þeim alþjóðlega hóp, sem
hefiír sptt sér það takmark að
kasta ljóái yfir dula'rfull fyrir-
bæri, sem snerta aðra tilveru,
eftir að líkami okkar er upp-
gefinn og hjartað hætt að slá.
Þessi skurðlæknir var einn af
þeim sem prófuðu hæfileika
mina í Englandi og hann bauð
mér til Rio de Janeiro. Ég átti
lengsta leið, hinir miðlarnir
bjuggu í Suður-Ameríku, og
þar sen ég vissi að ég myndi
aldrei hafa möguleika til að
fara svo langa og dýra ferð, tók
ég boðinu með þökkum og er
mjög ánægð yfir að hafa fengið
tækifæri til að sjá svo mikið af
heiminum.
RAUNHÆFAR RANNSÓKNIR
Sjálf hef ég aldrei efast um
m.iðilshæfileika mína. En ég
ræð ekki yfir þeim. Ég get
skapað forsendur með ró og
hugleiðslu, en það sem svo kem-
ur fram gegnum mig frá öðrum
heimi, verð ég að taka eins og
það ber að.
Þegar ég kom til Rio vissi ég
ekkert um þau atvik, sem höfðu
orðið til að þessi læknir frá
San Francisco skipti svona al-
gerlega um skoðun. Ég hafði
komið honum í samband við
móður hans, án þess að hann
hefði sagt mér frá því sem hafði
borið fyrir hann. í Rio kom
móðir hans og talaði við hann
gegnum mig. Hinir miðlararnir
þrir, sem þarna voru viðstadd-
ir, sáu það allir og höfðu ná-
kvæmlega sama boðskap að
færa, þann boðskap sem ég
flutti í dásvefni.
Það er einn liður í rannsókn-
unum að láta fleiri en einn mið-
il vera viðstaddann og segja frá
því sem þeir sjá og heyra, hver
á sínu máli, og svo er það borið
saman og athugað. Þegar ég
lýsti móður skurðlæknisins,
kom það heim við það sem hinir
miðlarnir sáu. Ég sé sérkenni
fólksins vel, framkomu þeirra
og klæðnað. Það er mjög at-
hyglisvert að sjá skýrslurnar,
sem skrifaðar eru og þótt mað-
ur geti ekki skýrt hvernig þetta
verðu-. þá er heldur ekki hægt
?ð ganga framhjá því að fjórir
miðlar, ég þar á meðal, gáfu
sömu lýsingarnar á því sem
fram fór í herberginu og sem
var ósýnilegt öllum nema miðl-
unum. Það var fyrst þarna, sem
ég fékk að vita hvað hafði skeð,
þegar skurðlæknirinn varð fyr-
ir þeirra reynslu sem breytti
s^oðunum hans og komu hon-
um til að helga sig rannsóknum
á dulrænum efnum.
Auðvitað eru líka gerðar
raunhæfar rannsóknir á sviði
parásálfræði, með þar til gerð-
Franihald á bls. 43.
í
I
29. TBL. VIKAN 25