Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 20
UGL A SAT
V
A
KVISTI
Hún var eiginkona Yngva og loksins
skilin að skiptum viS Kristján.
Nú átti hún loksins mann, sem elskaði
hana og henni hlaut
að takast að læra að elska hann ...
FRAMHALDSSAGA EFTIR ELSIE RYDSJÖ
Níundi hluti
ÞETTA HEFUR GERZT:
ANNA reyndi aff líta fram-
hjáhald KRISTJÁNS sem smá-
muni þau tvö ár, sem þau voru
gift — því aff hann sagffi henni,
aff þetta skipti hann engu máli
— en hún afber þaff ekki leng-
ur, þegar hún sér vinkonu sína,
KRISTÍNU, hvíla í faffmi hans
eitt kvöldiff. Þá er ekki Iengur
til neins fyrir hann aff fullvissa
hana um, að hann elski hana
eina og „þaff vildi bara svona
til“.
Anna flytur heim til PÍET-
URS, bróffur síns, og Pétur fær
hana til aff sækja um skilnaff,
enda hefur honum aldrei líkaff
vel viff Kristján. En Önnu
finnst þetta allt ganga á færi-
bandi og hún er alls ekkert viss
um, aff hún hefffi nokkru sinni
valiff þessa leiff. Næstu mánuff-
imir eru henni erfiðir. Jafnvel
yfirmaffur hennar, LOTTA, fer
aff hafa áhyggjur af hlédrægni
hennar.
Anna reynir aff draga sig út
úr skelinni, en getur þaff ekki.
Ekki fyrr en hún hringir í
YNGVA EKLANDER, sem er
húsgagnasmiffur, sem hún
kynntist, meffan hún var kona
Kristjáns. Þá fyrst fær hún
eitthvað af sinni fornu sjálfs-
virffingu, því aff YNGVI hleyp-
ur úr vinnunni og kemur til
Málmeyjar.
Yngvi er svo einlæglega ást-
fanginn af henni, aff Anna hlýt-
ur aff endurgjalda tilfinningar
hans. Auk þess er hún ein af
þessum stúlkum, sem alltaf
hafa þurft að hafa eiginmann
sér viff hliff. Kvöld nokkurt sér
Anna Kristján og Kristínu í
leikhúsinu og vindur sér óaf-
vitandi aff Yngva og spyr:
„Viltu kvænast mér?“
— Það fer vonandi vel, sagði
hann. — Þú veizt, að ég er
glaður, ef þú ert það.
Hann sagði ekki meira, en
hann klappaði henni snöggt og
bróðurlega á kinnina, en Anna
vissi, að honum var alvara. Hún
þrýsti honum að sér. Pétur
hafði alltaf verið góður við
hana, hann hafði hjálpað henni
og staðið við hlið hennar. Það
var gott að eiga tvo slíka menn
að. Manninn hennar og bróður.
Tvo, sem þótti vænt um hana
og önnuðust hana.
— Mig langar til að hitta
hann, sagði Pétur seinna. —
Ekki vegna þess að ég efist neitt
um hann, flýtti hann sér að
bæta við, — heldur bara til að
sjá hann.
— Þú færð að sjá hann í
brúðkaupsveizlunni, sagði Anna
og hló við. — Hann sagðist vona
að þú kæmir. Hann... hann er
góður maður, Pétur. Ég vildi, að
ég gæti... Hún þagnaði. Hún
vildi ekki hætta á það, að Pét-
ur spyrði hana fleiri spurninga.
Hún vildi trúa því, að allt færi
vel.
Það var svo mikið nýjabrum
á öllu þessu umstangi. Hún
sagði upp og fréttin barst út um
fyrirtækið.
— Ertu alveg frá þér? spurði
Lotta eyðilögð. — Nú ertu loks-
ins laus við Kristján — sem
betur fer, því að það er ágætt
að hafa mann hjá sér, en það er
ónauðsynlegt að giftast. þeim.
— Hver og einn verður að
gera það, sem hann vill, svaraði
Anna dálítið örg. — Ef við vilj-
um það, þá . ..
— Já, þá er það ekkert sem
mér kemur við! Ó, já, rétt er nú
það. En ég má nú halda mitt.
Og þú veizt, hvað þú hefur, en
ekki hvað þú færð. Sjálfstæði,
góða stöðu og sjálfræði, eigið
húsnæði — og svo hendirðu
þessu öllu frá þér fyrir einhvern
karl og flytur upp í sveit. Hvað
ætlarðu að gera við íbúðina?
— Selja hana.
— Ertu alveg kolbrjáluð? Þú
hefðir átt að leigja hana og
hagnast á henni.
— Mér er alveg sama, sagði
Anna og reiddist við. — Ég geri
það sem ég tel að sé bezt. Hún
fór sína leið og skellti á eftir
sér og fannst indælt að geta það.
Það yrði gott að losna við Lottu
og þurfa ekki lengur að hlusta
á athugasemdir hennar um allt
og ekkert. Og það svona leiðin-
legar athugasemdir líka!
Pétur hringdi seinna.
— Finnst þér nú rétt að losa
þig við íbúðina, Anna? spurði
hann. — Þú ættir að eiga hana
og leigja öðrum. Ef ...
— Ekki þú líka, Pétur! hróp-
aði Anna. — Ég hef fullt í fangi
með Lottu. Hvers vegna trúir
enginn því, að ég viti, hvað ég
er að gera?
— Þú mátt ekki láta svona,
sagði Pétur. — En þú veizt,
hvað það er erfitt að fá íbúð
og...
— Það bíður mín sjö her-
bergja einbýlishús í Steinbrú,
svaraði Anna kuldalega. — Ég
hafði hugsað mér að setjast að
þar. Hjá manninum mínum.
— Við förum nú ekki að ríf-
ast, Anna mín. Þú gerir það,
sem þú vilt.
— Fyrirgefðu, hvað ég var
ónotaleg, sagði Anna og
skammaðist sín. — En ég hef
svo óstjórnlega mikið að gera,
að ég er alveg að leka niður.
Mér finnst einhvern veginn að
ég eigi að vinna ein allt efnið,
sem á að koma í blaðið næsta
árið, bara vegna þess að ég
sagði upp vinnunni. Ég hef
ekki einu sinni komist út til að
kaupa mér kjól.
Pétur hló. Honum létti við
þessi orð hennar.
— O, þú nærð þér í kjól,
sagði hann. — Er þá allt gott,
systa?
— Já.
En það var það alls ekki.
Skiptar skoðanir, sífelld vörn
gegn spurningum og undrun ...
já, hún fann sjálf, hvað það tók
á hana og gerði hana tauga-
óstyrka. Hún hlakkaði til brúð-
kaupsins. Þegar því væri lokið
og allt komið í lag myndi eng-
inn geta tekið hana til bæna
lengur. Og þá stæði Yngvi með
henni. Þá hyrfi þessi kuldalegi
ónotafirðringur innra með
henni og hjartatitringurinn. Þá
hyrfi það að eilífu og aftur
færi vel um hana og allt yrði
gott.
Og svo rann dagurinn upp.
Hún stóð við hlið Yngva í ráð-
húsinu og Pétur var vitni
þeirra. Það varð að sækja eina
skrifstofustúlkuna til að vera
hinn vígsluvotturinn. Tvo þarf
til að allt sé eins og það á að
vera.
Það var ekkert ski-aut þarna
inni, nema hvað hvítur dúkur
var á borðinu og falleg krús
með blómum í. Það var ekki haft
mikið við þetta brúðkaup. Hana
létti, því að hún fann, að hér
voru engar kröfur gerðar til
hennar.
20 VIKAN 29. TBL.