Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 44
— Herra dómari, leiknum er
nœrri lokið og Halli minn
hejur ekki einu sinni fengið
tœkifœri til að gera mark.
inni óskaði hún þess, að hann
hefði ekki gert það, heldur leyft
henni að fara einni í húsið
ganga um herbergin og finna,
hvað húsið hugsaði.
Það voru margir á stöðinni og
sumir litu brosandi til þeirra.
Yngvi heilsaði. Anna brosti, en
hann kynnti hana ekki.
— Við höfum tíma til þess
seinna, sagði hann. — Komdu,
nú ökum við heim. Ég er búinn
að sækja farangurinn þinn og
setja hana inn í farangursrým-
ið.
— En ég er með kvittunina.
— Vinkona, við búum uppi í
sveit. Ég leitaði að töskum, sem
voru merktar þér.
— N-uú, sagði Anna óviss.
Hún fór inn í bílinn, hvítan
Amazon og settist há Yngva.
Hún sagði ekkert annað. Hvert
áttu þau að aka? Hvernig yrði
þetta allt? Nýtt líf...
Húsið var stórt og hvítt og
stóð á fallegu hæðardragi. Það
voru franskir gluggar og þakið
var svart tígulsteinsþak.
Gluggakarmar og dyr voru
dökkbrúnir. Húsið allt svo há-
tíðlegt og virðulegt. Ef maður
ræktaði nú vafningsrósir við
tröppurnar ... Anna hugsaði
upphátt.
— Kósir, sagði hún. — Eða
vafningsviður. Vafningsviður er
svo fallegur á litinn.
— Já, sagði Yngvi þurrlega.
— Og á haustin kemst. mosinn
upp eftir vafningsviðnum og
inn um alla glugga, sem opnir
eru.
Hann ók eftir langri stein-
stéttinni og inn að bílskúrnum.
Anna þagði. Hann tók um axlir
hennar, þegar þau gengu upp
stigann og meðan hann opnaði.
Svo tók hann hana í fangið og
bar hana yifr þröskuldinn hlæj-
andi.
— Velkomin, elskan, sagði
hann. — Velkomin heim.
Anna tók um hálsinn á hon-
um. Hann var góður. Hann vildi
henni vel. Það var farangurinn
og flutningarnir, sem höfðu
þreytt hana svona — ekkert
annað. Hún átti að haga sér eins
og fullorðin manneskja, en ekki
eins og krakki.
— Slepptu mér, sagði hún
hlæjandi. — Slepptu mér, svo
að ég fái að skoða húsið.
Hann vildi ekkert frekar. Og
Anna gekk þétt við hlið hans
frá herbergi til herbergis og
fann, hvernig skelfingin óx.
Þung húsgögn, póleruð, út-
skorin. Pluss og blómstrað efni,
tvöföld gluggatjöld með stórís-
um, hérna, þar sem enginn gat
séð inn, þótt hann reyndi það.
Kristalljósakrónur. Kristalvas-
ar, tómir, engin blóm. Skraut-
munir. Skrautdiskar á veggj-
unum. Borðstofustólar með háu
baki standandi umhverfis risa-
borð. Vinnustofa, sem í voru
herbergishúsgögn úr ljósu
birki, meira blómumskreytt
efni, blúndugluggatjöld.
Hún minntist skyndilega léttu
húsgagnanna sinna, sem voru
svo stílhrein, svo skynsamleg.
Fannst Yngva þetta fallegt og
leið honum vel hérna? Hvers
konar maður var hann þá? Hún
þekkti hann svo lítið, hvað
hafði hún þá gert — ó, hvað
hafði hún gert?
Anna þerraði glamrandi eld-
húsborðið aftur og þvoði sér svo
i hinum vaskinum.
Þá það, hugsaði hún og bar
krem á hendurnar. — Það var
nú það. Og hvað geri ég svo?
Það lá í augum uppi, að hún
hafði nóg að gera. Breyta ein-
hverju í þessu stóra húsi —
hver hafði annars sagt það, að
hver, sem vildi gæti látið sér
nægja eldhús og herbergi? Þá
ætti það að vera auðvelt að hafa
átta herbergi. Níu með jóm-
frúrbúrinu. Laga til. Líta inn í
skápa og skúffur, verzla, ákveða
matinn, fara út að ganga, hlusta
á útvarpið.
Þegar hana langaði aðeins til
að hafa einhvern til að tála við!
Svo var hún líka hrædd við
þetta stóra hús. Það hélt henni
frá sér. Það var svo ólíkt öllum
þeim stöðum, sem hún hafði
búið á. Það var of mikið, of
stórt og veglegt. Hana langaði
mest til að haga sér eins og
Herkúles í hesthúsinu, leiða á
um húsið þvert og endilangt og
þvo öll herbergin. Og byrja á
byrjuninni. En það kom ekki
til mála.
Dálítið hafði hún getað. Hlið-
argluggatjöldin og stórísarnir
voru horfnir og hún hafði feng-
ið Yngva til að samþykkja
þunnar hörgardínur. Nokkuð af
húsgögnunum var flutt upp á
loft, svo að nú var auðveldara
að hreyfa sig og anda þar inni.
— Frú Ekander var svo hrif-
in af gluggatjöldunum sínum,
sagði frú Holmberg móðguð.
Anna hafði komizt að því, að
frú Holmberg átti að vera í hús-
inu. Hún hafði verið þar meðan
móðir Yngva lifði og hana losn-
aði enginn við. Það var ekki
eins og hún væri aðeins ráðs-
kona eða vinnukona, því að hr.
Holmberg var enn á lífi og ída
Holmberg hugsaði um heimilið
sitt. En hún hafði hjálpað til á
heimilinu. Anna skildi það og
viðurkenndi. Og frú Holmberg
hafði nú einu sinni tekið það að
sér að hjálpa frú Ekander og
því ætlaði hún að halda áfram.
Líka þessari nýju úr borginni.
—• Þær voru líka rándýrar.
Fínt, þungt silki.
— Finnst frú Holmberg þess-
ar ekki fallegar? spurði Anna.
— Sólskinið verður svo milt og
hlýtt hérna inni.
— Sólin á ekki að skína á
húsgögn og teppi. Og hör í
gluggatjöld — þetta minnir mig
mest á lök. Svona slit'in lök.
Anna reyndi að hlæja og taka
þessu með gamni. En hún vissi
að flestar kynsystur fdu Holm-
berg í Steinbrú voru á sama
máli. Þær voru alls ekki óvin-
gjarnlegar eða þreytandi. Þær
höfðu bara ekki sömu skoðanir
og hún. Og þær höfðu líka leyfi
til þess. En hana langaði svo til
að hitta einhvern, sem hugsaði
eins og hún. Einhvern, sem
hægt var að tala við og skildi
mann. Einhverja líka Kristínu.
Fyrst fór hún hjá sér, þegar
henni kom þetta til hugar. Að
hún skildi sakna Kristínar.
Kristín, sem hafði komið svo
illa fram og svikið hana. En
Kristín var eina einkavinkon-
an, sem hún hafði nokkru sinni
eignast og hún gat ekkert að
því gert, að hún skildi eftir sig
mikið tóm innra með henni. Ef
hún gæti nú aðeins hringt til
hennar og talað við hana um
stund, rabbað. Hlýtt á skoðanir
hennar á fdu, sagt henni sögur
úr samfélaginu, frá póstinum og
símanum. Þar könnuðust allir
við hana og virtu hana vongóð-
ir fyrir sér, með samankipruð
augu og fyrirlitsdrætti um
munninn.
— Þú átt að heilsa, sagði
Yngvi, þegar hún sagði þetta
við matborðið.
— En ég þekki þau ekki! Ég
veit, að ég get ekki heilsað öll-
um. Og ef þau þekkja mig —
og ég held, að þau geri það —
hvers vegna heilsa þau mér þá
ekki?
— Þau vilja, að þú heilsir
fyrst. Til að sýna, að þú þykist
ekki vera of fín.
— Of fín? Guð minn góður,
eins og við lifum á átjándu öld-
inni!
— Að vissu marki, sagði
Yngvi og skellti upp úr. Þannig
finnst fólki hér í Steinbrú. Og
við höfum búið hér svo lengi.
Hann sagði ekki: Það er tekið
mikið tillit til Ekander-fjöl-
skyldunnar hérna. Það skiptir
engu með verkstæðið og verka-
mennina, sem koma og fara.
Það er bara vegna þess, að við
höfum búið hér svo lengi.
Anna lét fallast þunglama-
lega niður í stól og leit á hend-
ur sínar.
— Þetta gengur allt eins og í
sögu hjá þér, sagði hún þreytu-
lega. — Þú veizt allt. Þú veizt,
hvernig þú átt að koma fram,
en ég...
Hún þagnaði og Yngvi spratt
á fætur.
— Hjartað mitt, sagði hann
blíðlega og milt. — Leiðist þér?
Þér, Anna mín?
— Ég hitti aldrei nokkurn
hérna, sagði Anna með grátstaf-
inn í kverkunum, en bar höfuð-
ið hátt. — Ég hef engan að tala
við. Þú hefur strákana í vinn-
unni, þú þekkir alla. En þegar
ég reyni að tala við einhvern
er fólkið bara — bara kurteist!
Og ég er ekkert sérstaklega
mikið fyrir heimilisstörf og þess
háttar, ég veit það, það er ekki
heldur í mínum verkahring. Ef
ég gæti unnið á skrifstofu gæti
ída séð um allt hérna. Bara
nokkra tíma á dag? Bara svo,
að ég hefði eitthvað annað að
gera.
Hún sagði ekki: bara svo að
ég sleppi héðan, þó að hana
langaði mest til að segja það.
— Mér lízt ekkert á það,
sagði Yngvi stuttur í spuna.
— Ég veit það! Þú gerðir
grín að mér, þegar ég spurði,
hvers vegna þú réðir ekki
stúlkur. En það er ekki aðeins
fólkið hérna, sem hagar sér eins
og það lifði á átjándu öldinni.
Það ert líka þú, því að þú ert
svo íhaldssamur, að mann hryll-
ir við!
Hún varð að þagna til að
snýta sér og nú skammaðist
hún sín. Það var ekki fallegt.að
segja þetta um Yngva og það
var alls ekki satt heldur. Hann
þúaði starfsmennina, þeir
kunna vel við hann og virtu
hann. Það var bara vegna þess
44 VIKAN 29. TBL.