Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 13
af einhvers konar smyrsli og minnti á rakarastofu eða púðurkvast eða þúsund og eina nótt. „Má bjóða ykkur eitthvað á undan matnum?" sagði hann. Jú-takk, Stella vildi einn Martini, litið Vermouth og mikið Vodka og hann pantaði það sama fyrir sig. Á meðan þau biðu eftir kokteilnum skoðuðu þau mat- seðilinn. „Mér finnst nautakjötið anzi girnilegt,“ sagði hún og Pétur leit á verðið, en hugsaði svo með sér, að í kvöld yrði hann að vera dálitið stór í sniðum og þau lyftu glösum og það var kertaljós á borðinu og hann var þess fullviss, að eftir matinn, þegar hún væri orðin södd og kennd af víni, þá myndi hún verða móttækilegri fyrir bónorðinu. „Þetta er huggulegur staður,“ sagði hún og þjónninn kom og tók við pöntuninni og Pétur horfði á fólkið í kringum sig. Salurinn var þétt skipaður, ýmisl tvennt eða fleira saman við borð. Þarna var ungt fólk með gömul andlit. Konur með græn, blá eða svört augnalok og eyrnalokka á stærð við tvíbökur eða jafnvel kruður. Þarna voru líka mikilsmetnir menn i bæjarlífinu, sem virtust hvorki kunna á hníf né gaffal og þeir slumsuðu matnum í sig eins og þeir væru aldir upp með svínum eða einhverju öðru húsdýri jafnfélegu. Við eitt borðið sat bankastjóri ásamt konu sinni og Pétur kinkaði kolli i áttina til þeirra. Innleg, hugsaði hann og bankastjórinn var graf alvarlegur en frúin brosti og Pétur gætli þess að brosa ekki um of á móti. „Það er fallegt útsýni hérna,“ sagði Stella og leit út um gluggann og Pétur fylgdi augum hennar eftir. Titr- andi ljóshafið minnti á amerískt jólatré og myrkrið luktist eins og stór, svartur skermur um borgina. „Finnst þér ekki?“ sagði hún. „Jú,“ sagði hann og turninn á Hallgrímskirkju teygði sig upp í myrkrið likt og ljósfælið skrimsli. Á gamla íþróttavellinum hafði verið búið til svell og krakkarnir léku sér þar á skautum, svartir skuggar iðuðu i hvítri birtunni. Þjónninn kom nú með matinn og eina rauðvínsflösku og hann skammtaði á diska handa þeim. Þau tóku til matar síns og Pétur sá hvernig ánægjan breiddi sig um andlit Stellu, en þegar hún tuggði nautakjötið hreyfðist hakan, sú hin upprunalega óvenju mikið, en sú fyrír neðan, fylgdi á eftir, áluntarlega eins og krakki sem er i þann veginn að verða of stór til þess að leiða mömmu sína. Hún fékk sér aftur á diskinn og Pétri sýndist hún vera ögn sveitt í hálsmálinu og hann hugsaði með sér, að bezt væri að koma henni yfir í sakkarín við fyrstu hentugleika. Hún var engan veginn afmynduð af spiki, en í þéttings góðum holdum og sakkarín myndi hafa heppileg áhrif á hana. Framhald á bls. 34. 29.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.