Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 46
Trevstu
Volvo
fyrir öryggi þínu
og þeirra sem
eiga þig að
Með aukinni umferð og hraðari akstri, skiptir öryggis-
búnaður bifreiðarinnar mestu máli, þegar valin er ný
fjölsky ldubif reið.
IJTSÝNIÐ
Slæmt útsýni býður hættunni heim. Volvo hefur inn-
byggða hitaþræði í bakrúðunni til varnar ísingu og
móðu. Volvo 145 hefur þar að auki rúðusprautu og
„vinnukonu" við bakrúðuna.
HEMLAR
Tvöfalt hemlakerfi. Fari annað kerfið úr lagi, er samt
sem áður 80% hemlastyrksins virkur á þrem hjólum.
Gífurlegt öryggi í neyðartilvikum.
Þetta eru aðeins fáein dæmi um fjölbreyttan öryggis-
búnað Volvo bifreiðanna.
Sölumenn Veltis h/f gefa yður með ánægju allar nán-
ari upplýsingar.
ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TlZKU AÐ FÁ
MIKIÐ FYRIR PENINGANA
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Sirlnnefni: Volver • Simi 35200
þegar þú bjóst hjá bróður þín-
um, sagði hún.
— Ég veit það. Ég vaknaði,
þegar þú fórst. Anna leit undan,
en Kristín hafði á réttu að
standa. Þær gætu aldrei talað
saman aftur, nema þær ræddu
þetta mál fyrst.
—■ Pétur henti mér út, sagði
Kristín og yggldi sig. — Þá
fannst mér hann harður sem
steinninn — og guð veit, nema
mér finnist það enn. Ég ætlaði
nefnilega aðeins að reyna að
útskýra þetta allt.
— Já ...
— Þú veizt, hvernig mér leið
með Georg, hvíslaði Kristín
loks lágt. — Þið Kristján voruð
svo yndisleg við mig, en það
tekur sinn tíma að átta sig eftir
annað eins. Ég var farin að
halda, að Georg hefði kannski
haft rétt að mæla og ég væri
geggjuð og ætti heima á geð-
veikrahæli eins og mamma —
já, allt það.
Þá fann Anna til alls þess
forna, meðaumkunarinnar,
móðgunarinnar yfir óréttlæt-
inu, vináttuna. — Þú veizt, að
það er lygi, sagði hún.
— Já, núna. Mér gengur bet-
ur, en ég hafði þorað að vona.
En þá var allt í voða — þú veizt
sjálf, hvers vegna, því að við
töluðum um það. Kristján tók
það ekki alvarlega. Það skipti
hann engu máli. Og hann var
mér svo góður og ég... ég
þarfnaðist hans víst... ég vissi
að það yrði aldrei neitt úr því,
en...
— Það varð samt skilnaður,
sagði Anna og rödd hennar
skalf.
— En heldurðu nú ekki...
Kristín þagnaði, því að þjónn-
inn kom til að taka diskana. —
Heldurðu ekki, að þið hefðuð
skilið samt?
— Það veit maður aldrei.
Annna leit á borðið. Ó hún
skildi Kristínu, það var ekki
það. Henni hafði liðið illa og
hún teygði sig eftir fyrstu
hjálpandi hendi, sem bauðst. En
samt! Hún hafði elskað Kristján
þá — og hann hafði verið eigin-
maður hennar!
— Ég veit ekki, hvort þið
áttuð svo vel saman, sagði
Kristín. — Ég held, að þér líði
betur núna.
Anna beit á jaxlinn. Hana
langaði til að tala við Kristínu
aftur, já, og hún hafði sjálf
hringt. Það gat verið, að rétt
væri, að þau Kristján hefðu
ekki til lengdar ... En hún vildi
ekki hugsa um það, vildi ekki
viðurkenna það. Og hjónband
þeirra Yngva kom ekki öðrum
við!
— Við skulum tala um ann-
að, sagði hún hörkulega. —
Hvar vinnurðu annars núna?
Hún gat ekki að því gert, en
fingur hennar fóru að leika sér
að þunga gullarmbandinu um
vinstra handlegg. Hún sneri því,
svo að glampaði á. Hún sá, að
Kristín sá það og henni leið
betur. Það var samt hún, sem
hafði náð í þann bezta. Það
gerði ekkert til, þótt Kristín
fengi að vita það.
En það var einmanalegt og
skrýtið að vera ein í bænum.
Hún fór til Kaupmannahafnar.
Hún gerði allt, sem hana hafði
langað til að gera. En Kristín
mátti ekki vera að því að koma
með henni og kannski var það
jafngott. Það yrði víst ekki auð-
veldara að koma aftur til Stein-
brú heldur. Hún beit í sig óbeit-
ina, þegar Yngvi hringdi og
spurði hvenær hún kæmi heim.
Svo sagði hún sjálfri sér, að
hún mætti ekki láta eins og eftir
lætisbarn og reyndi að gleyma
því, hvað'oft hún hafði sagt það
við sjálfa sig áður. Hún bað um
farseðil, keypti gjafir og fór
leið til lestarinnar.
Hún hafði engum sagt, hve-
nær hún kæmi og Yngvi beið
hennar ekki við lestina. Það var
farið að rökkva og hún gekk
upp stíginn að hvíta húsinu
þeirra. Skrýtið, að það var ekk-
ert ljós í setustofunni! Þau sátu
þar alltaf — var Yngvi ekki
heima? En dyrnar voru ekki
læstar, hún opnaði og fór inn.
Hún heyrði eitthvað úr eldhús-
inu. Það var ljós þar og Yngvi
var að tala við einhvern. Var
fda Holmber þar núna? Hvað
gekk eiginlega á?
Yngvi opnaði dyrnar, áður en
hún gat gert það.
— Anna! Elskan mín, ertu
komin heim?
Hann brosti út að eyrum og
ætlaði að faðma hana að sér. en
það var annar fyrri til. Eitt-
hvað gullbrúnt, lítið, silkimjúkt
með risastór, rök augu og laf-
andi eyru. Sexvikna hvolpur
kom til Önnu og sleikti hana í
framan með votri tungunni.
— Hún heitir Golden Girl,
sacði Yngvi og lyfti hvolpinum
nnn. það stendur i ættartölúnni,
en bú getur skírt hana, hvað
þú vilt. Ég hélt kannski. að
þú hefðir gaman af að leika þér
a* henni og hafa hana híá þér.
A ð þú yrðir kát . . .
Framhald í nœsta blaði.