Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 28
BROT ÚR ÆVISQGU MARILYN MONROE
ÞRIÐJI OG SÍÐASTI HLUTI
LOKSINS H0LLYW00D!
Til hægri er Marilyn Monroe
með Clark Gable í myndinni
„Misfits“. Hér aff ofan er hún
með Arthur Miller og foreldr-
um hans og hér aff neffan er
hún í myndinni „Gentlemen
Prefer B!ondes“.
Fyrsti mikilvægi atburðurinn
gerðist árið 1943, áður en Mari-
lyn og Jim áttu sitt fyrsta brúð-
kaupsafmæli. Jim gekk í sjó-
herinn og fór í burt til að þjóna
föðurlandi sínu og um leið gjör-
breyttist Norma Jeane. Hún
varð aftur litla, áhyggjulausa
stúlkan, sem hún hafði verið á
meðan hún var hjá Önnu
frænku og síðustu vikurnar og
mánuðina, sem hún var hjá
Grace frænku, áður en hún gift-
ist.
Þegar Jim gekk í herinn, fór
Norma Jeane heim til hans og
bjó með foreldrum hans. Fljót-
lega stakk tengdamóðir hennar
upp á því, að hún fengi sér
vinnu í hergagnaverksmiðju.
Hugmyndin gladdi stúlkuna
mjög, svo að frú Dougherty
fékk vin sinn hjá Radio Plane
Company í Burbank til að út-
vega tengdadóttur sinni vinnu
þar.
Norma Jeane var yfir sig
hrifin af því að vera farin að
vinna, því að það þýddi, að hún
myndi eiga sína eigin peninga,
vinna fyrir eigin kaupi, í fyrsta
skipti á ævinni.
Fyrsta starf hennar í verk-
smiðjunni var í fallhlífadeild-
inni, þar sem hún, eftir því sem
hún segir sjálf, var við „eftirlit
á fallhlífum fyrir árásarflug-
vélar“. Nokkrum mánuðum síð-
ar var hún flutt yfir í máln-
ingardeildina, þar sem hún
vann við málningarsprautun.
En það var ekki takmark
Normu Jeane að verða yfir-
sprautari í hergagnaverksmiðju,
jafnvel þótt það væri fyrir góð-
an málstað á stríðstímum.
Norma Jeane var sífellt að gera
sér betur grein fyrir þeirri
staðreynd (sem allir aðrir voru
löngu búnir að sjá), að hún var
orðin kona, sem allir flautuðu
á eftir.
Norma Jeane fór að hugsa
málið. Ef hún var eins áhrifa-
mikil í útliti og fólk sagði, hvers
vegna gat hún þá ekki lagt til
atlögu við Hollywood núna á
meðan maðurinn hennar var að
heiman?
Hún sat einn daginn í hádeg-
inu, borðaði, horfði út um
gluggann og hugsaði um þetta.
Skyndilega var hún trufluð af
karlmannsrödd:
„Afsakið, ungfrú! Má ég taka
nokkrar myndir af yður?“
Þetta var myndarlegur, ung-
ur hermaður. Einstrípan á ermi
hans gaf til kynna, að hann
væri óbreyttur. Hann kynnti sig
sem Pfc. (private first class —
óbreyttur) David Conover og
útskýrði hlutverk sitt.
„Ég er frá almannatengsla-
miðstöð hersins í Los Angeles,
og mér hefur verið falið að út-
vega efni um varnarstarfið
heima fyrir — handa drengjun-
um handan hafsins. Þetta fer í
timaritin „Stars & Stripes" og
„Yank“. Þetta verða að vera
myndir af stúlkunum heima
fyrir, svo að það auki kjark og
siðferði hermannanna á víg-
stöðvunum."
Hann tók nokkrar myndir.
Iioks spurði hann, minnugur
siðferðisins, sem þurfti að auka,
í hverju Norma Jeane væri
undir sloppnum.
„Það sem ég meina,“ stamaði
hann út úr sér, þegar hún starði
á hann, steinilostin, „er hvort
þú sért í peysu?“
„Já,“ brosti hún.
„Þá vil ég fá nokkrar myndir
svoleiðis,“ sagði Conover, sem
var búinn að fá kjarkinn sjálf-
ur á nýjan leik.
Norma Jeane fór úr sloppn-
um og beið eftir smellinum í
myndavélinni. En hann kom
ekki. Conover hafði litið á
stúlkuna í peysunni og stökk á
tækjatösku sína eins og hungr-
aður hlébarði.
„Stattu grafkyrr!" hrópaði
hann. „Þetta er of gott fyrir
28 VIKAN 29. TBL.