Vikan


Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 14
Ómar Valdimarsson heyra Sr* má PRICE OF FAME Tveir „gamlingjar" brezka poppheimsins hafa tekizt í hendur og hafið samstarf. Það eru þeir Alan Price og Georgie Fame, en þrátt fyrir fyrirsögn- ina á þessu greinarkorni kalla þeir sig ekki „Price of Fame“, heldur „Fame and Price, Price and Fame Together“, eða svo eru þeir titlaðir á fyrstu plöt- unni sem þeir sendu frá sér, tveggja laga „Rosetta“ — gam- alt og gott lag. Báðir eru vel þekktir og hafa verið í mörg ár. Alan Price var með Animals í dentíð og það var hann sem gerði útsetningu þeirra á „House of the rising sun“ og síðar var hann með sitt eigið kombó, The Alan Price Set“, og sendu þeir frá sér m.a. „I put a spell on you“ og „Simon Smith and the Amazing Danc- ing Bear“, sem var alveg stór- skemmtilegt lag . Georgie Fame var með hljómsveit sem hét „Georgie Fame & the Blue Flames“, og þeir sendu frá sér lag sem varð ákaflega vinsælt um allan heim í eina tíð, „Yeh Yeh“ og svo má ekki gleyma því að það var Georgie sem söng um þau skötuhjú Bonnie & Clyde. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa alltaf verið í músík þar sem hún er einföldust og skemmtilegust, enda sögðu þeir um „Rosetta", að þeir gerðu sér vonir um að allir myndu hafa gaman af því, bæði foreldrar og krakkar og samkvæmt vin- sældalistum frá landi fátæku drottningarinnar hefur þeim orðið nokkuð ágengt í þeim ásetningi sínum. Þegar menn heyrðu fyrst um þetta samstarf þeirra félaga datt flestum í hug einhver ó- hugnaður: tveir píanóleikarar að spila saman eldgamalt efni sem báðir höfðu gert vinsælt áður. En raunin er allt önnur. Þeir nota ekkert af sínu gamla efni og eru ekki með mikið af nýju og frumsömdu efni. Þegar hefur verið hljóðrituð LP-plata með þeim og á henni eru aðeins 3 frumsamin lög, allt hitt eru lög annarra listamanna. Alan verður ergilegur þegar minnst er á frumsamið efni vð þiá. „Það kemur málinu ekkert við,“ segir hann. „Það er allt of mik- ið lagt upp úr því þessa dagana að allir séu með eigið efni. Allt frá því að þessir fjandans Bítl- ar komu fram með sitt eigið efni eru allir að rembast við að vera eins og þeir. Við erum með tónlist annarra eins og hún var samin og hvað er að því?“ „í þessu samstarfi okkar er ekekrt mikilmennskubrjálæði,“ segir Georgie. „Við erum búnir Framhald á hls. 40 POSIHOLF 5 03 Saga úr smábæ Kæri þáttur! Ég þakka allt gott sem í VIK- UNA hefur verið skrifað og þó sérstaklega fyrir „Heyra má“. Ég skrifa aðallega út af smá vandamáli sem ég og félagar mínir eigum við að stríða. Svo er mál með vexti að við félagarnir stofnuðum hljóm- sveit, sem út af fyrir sig er eðlilegt, en við áttum í miklum vandræðum með æfingapláss. Um síðir fengum við þó inni í húsnæði í eigu SR, en það hafði áður verið notað sem beit- ingapláss og einnig höfðu trillu- karlar sett þar upp net. Þetta hsúnæði þrifum við, því. ekki veitti af, og máluðum eins og okkur sýnist, enda höfðum við fengið leyfi til þess. Við mál- uðum einnig nokkur „listaverk" á veggi og boðorðin níu fóru á einn vegginn. Boðorðin 9 hljóða svona: 1. Við skulum reykja. 2. Við skulum drekka. 3. Við skulum drýgja hór. 4. Við skulum ekki vinna. 5. Við skulum ekki nota háls- tau. 6. Við skulum ssifna hári. 7. Við skulum fyrirlíta auð- valdið. 8. Við skulum vera á móti mengun. 9. Við skulum elska friðinn. í raun og veru voru þessi „boðorð“ samin í gríni og auð- vitað tóku flestir þessu þannig. En ekki er allir jafn frjálslynd- ir. Þarna í æfingaplássinu var — og er — einnig mynd af Jesú Kristi á krossinum, en hún er þó sérstök að þ.ví leyti til að svo virðist sem málarinn hafi staðið fyrir aftan krossinn þeg- ar myndin var máluð, svo að ekkert sést af píslarvættinum nema hárið og lítill partur af hvorri rasskinn. Þegar við höfðum málað stað- inn og æft í á að gizka hálfan mánuð, fóru vandræðin að segja til sín. Menn sem vinna hjá SR fóru að hóta vildarmanni okk- ar (þeim er útvegaði okkur plássið) hinu og þessu, en þetta er hörkukarl og lengi vel lét hann hótanir þeirra sem vind um eyru þjóta. Þegar andstæðingar okkar gerðu sér ljóst, að velvildar- maður okkar ætlaði sér ekki að taka mark á hótunum þeirra, sendu þeir ljósmyndara inn í æfingaplássið, án þess að við vissum af því, og tók hann myndir af öllum „listaverkrn- um“. Framhald á bls. 40. 14 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.