Vikan - 22.07.1971, Blaðsíða 15
HLJÓMPLÖTUGAGNRÝNI
HVERS VEGNA CREAHI
BYRJA EKKI AFTUR
Sú spurning hefur komið upp
hvað eftir annað, hvort CREAM
komi aldrei til með að byrja
aftur flestum aðdáendum þeirra
til ólýsanlegrar hamingju.
Byrja þeir aftur? „Nei,“ segir
maðurinn sem stofnaði hljóm-
sveitina fyrir 5 árum síðan,
Ginger Baker. Allt síðan hljóm-
sveitin kom síðast fram árið
1968, hefur orðrómurinn verið
nokkuð stöðugur og í fyrrasum-
ar var búist við — um tíma —
að þeir þremenningar myndu
koma fram á Isle of Wight-há-
tíðinni. En ... nei. Og það er
alls ekki svo langt síðan að þessi
þráláti orðrómur náði hámarki
á ný. Ástæðan var sú að Eric
Clapton hefur ekki sýnt mikil
afköst undanfarið, Jack Bruce
hefur hlaupið úr einu í annað
og svo fór „Air Force“ Bakers
á hausinn. En þá var hann (Ba-
ker) búinn að fá nóg og kallaði
blaðamenn á sinn fund. Þar af-
neitaði hann algjörlega öllum
hugmyndum um frekara sam-
starf þeirra félaga. — Hvorki
plötur né sviðsframkoma kem-
ur til mála, sagði hann. Og í
rauninni var hann mjög niður-
dreginn og óánægður með allan
„bransann" þegar hann talaði
við blaðamenn. Þar sagðist hann
vilja taka til máls um gamalt
óréttlæti og var sérstaklega
Cream sáluga: Ginger Baker,
Eric Clapton og Jack Bruce.
æstur og sár yfir þeim sögum
sem gengið hafa um hlut hans í
velgengni hljómsveitarinnar.
„Ég hef þagað síðastliðin
fimm ár um það sem skeði í
sambandi við CREAM,“ sagði
hann. „Ég var ekki vanur að
vera mikið að þenja mig við
ykkur nema um trommuleik.
En ekkert hefur komið fram
um upphaf CREAM. Ég var að
vinna með Graham Bond og Er-
ic hafði „jammað“ með okkur
nokkrum sinnum, en þá var
hann að spila með John Mayall.
Einhverntíma fór ég á konsert
hjá þeim og þegar ég hitti Eric
á eftir spurði ég hann hvort
hann væri til í að ganga í
hljómsveit sem ég væri að
stofna. Hann var til í það og
stakk upp á því að við fengjum
Jack með okkur. Ég hafði allar
ástæður til að neita því, þar sem
ég hafði rekið hann úr Graham
Bond Organization sex mánuð-
um áður. En ég samþykkti það
samt.
Eric var í einhverju sambandi
við Rik Gunnell (þekktur um-
boðsmaður í Bretlandi) í gegn-
um Mayall og Rik gerði allt sem
hann gat til að reyna að sann-
færa mig um að hann yrði bezti
umboðsmaðurinn. Mér tókst
aftur á móti að sannfæra Eric
og Jack um að Robert Stigwood
Organization (stærsta umboðs-
fyrirtæki í Bretlandi — og jafn-
Framháld á bls. 40.
Mikill munur
á skömmum tíma
Munurinn á nýútkominni stereo „ ... lifun“ Trúbrots og síð-
ustu LP-plötu hljómsveitarinnar, er álíka mikill og munurinn
á milli fyrstu LP-plötu Hljóma og fyrstu plötu Trúbrots. Þetta
eru stór orð en engu að síður sönn og því skal reynt að gerh
örlitla úttekt á músíkölsku og ljóðrænu innlialdi „ ... lifunar“.
Það er ekki langt síðan Magnús Kjartansson gerði grein fyr-
ir verkinu — eins og það er skoðað af listamönnunum sjálfum
— og því hirði ég ekki um að lýsa öllum meiningum þeirra í
ljóðunum, heldur skal aðeins farið út í slíkt, ef það gerir betri
grein fyrir hugrenningum mínum um þessa hljómplötu. Það
er sem sé fyrst og fremst frammistaða þeirra á plötunni sem
ég hef í huga. É'g á við að maður þarf tíma til að melta svo
mikið af góðri músík og Ijóðum.
Þeir félagar hljóta að hafa talað mjög mikið saman þegar
þeir unnu að þessu verki og finnst mér felast í því mikil sjálfs-
þekking og heiðarleg sjálfsgagnrýni. Til að segja eins og er,
þá fannst mér platan það áhrifamikil þegar ég hafði hlustað á
hana nokkrum sinnum, að ég fór að bera hana saman við
„Jesus Christ ■— Superstar".
Brezki leikarinn sem Ies upphafsljóð verksins er hreinlega
ekki nógu góður. Eins og ljóðið er gott, þá trúi ég ekki orði af
því sem hann segir, en það hlýtur að vera krafa okkar allra
að svona hlutir séu gerðir sannfærandi. En það með er líka
svo gott sem upptalið hið neikvæða við þessa plötu.
Tónsmíðar þeirra félaga hafa tekið miklum framförum, og
má í því sambandi benda á „Hush-a-bye“ eftir Gunnar Þórðar-
son. Þar hefur hann fullunnið hugmynd sem hann fékk og
fyrir bragðið er þetta bezta Iag plötunar. Þetta er skemmtileg
. andstæða við ólgandi „Forleik I“, en þar má heyra einstaklega
gott samspil píanós og orgels.
í lagi Magnúsar Kjartanssonar, „To be grateful“, finnst mér
eini raunverulegi gallinn vera í bassaleiknum, en þar sem
hann kemur inn í er hann of stirður og hefði auðveldlega mátt
laga það. Aftur á móti kemur orgelið þar læðandi til móts við
píanólcik Magnúsar, sem stendur sig raunar mjög vel. Lagið
sjálft er líka einstaklega skemmtilegt og Ijóðið raunverulegt
og ekta — þrátt fyrir smávægilega hnökra, eins og til dæmis
þetta: „thinking ‘bout the boys and GIRLS LIKE ME...“
Fjandinn hafi það, Magnús, þú ert þó karlmaður, eða hvað?
„School Complex“ er gott rokklag, og þar kemur framlag
Trúbrots til umræðna um skólamál: „I don‘t want to spend
the rest of my life in this jail of confusion“. Það er að vísu
slæmt að þarna er versta söngsándið á plötunni og út úr þess-
um blikkkassa skilst ekki allt sem þeir segja.
Og hér er komið að því sem mér leiðist að nefna: Trommu-
leikur Gunnars Jökuls á þessari plötu er eiginlega alvcg eins
og hann var á EP-plötu Flowers 1968. Það kemur sérstaklega,
að mínum dómi, vel í ljós í „School CompIex“, en ég veit ekki
Framhald á bls. 41.
29. TBL. VIKAN 15