Vikan


Vikan - 29.07.1971, Síða 48

Vikan - 29.07.1971, Síða 48
Síðan §íða§t TÍZKUTEIKNARINN ER BLINDUR ÞEIR TEFLDU SKÁK Á HAFSBOTNI Kannski endar offjölgunar- vandamálið með því, að stór hluti jarðarbúa verður að búa neðansjávar. Eins og kunnugt er hylur vatn mestan hluta jarð- arinnar. Þangað verður því að leita að nýju rými, fyrir utan geiminn. Oft hefur verið rætt um að reyna að þurrka upp heilu höfin, eins og til dæmis Miðjarðarhafið. En úr því hefur ekkert orðið enn, hvað sem síð- ar verður. Hver veit nema við eigum eft- ir að lifa froskmannslífi á hafs- botni? Eða búa kannski í fljót- andi húsum? Ástralskt fyrirtæki, sem framleiðir froskmannsbún- inga, hefur sett sér það mark- mið að sanna, að unnt sé að gera allt hið sama neðansjávar sem ofanjarðar. Einn liður í þess- ari viðleitni er, að tveir af starfs- mönnum fyrirtækisins brugðu sér niður í sjóinn nýlega til að tefla þar skák í ró og næði. Þeir tefldu í hvorki meira né minna en þrjátíu klukkustundir. LÉT EFTIR SIG 90 MILLJÖNIR Fyrir tíu árum varð Carin Dandenell blind á báð- um augum. Samtímis missti hún starf sitt, en hún hafði verið tízkuritstjóri við stórt kvennablað í Sví- þjóð. Það leiddi af sjálfu sér, að hún gat ekki gegnt starfi sínu, eftir að hún hafði misst sjónina. En hún missti ekki kjarkinn. Og nú hefur hún stofnað sitt eigið tízkufyrirtæki með öllu, sem slíkri stofnun fylgir: saumastúlkum, tízkuteiknurum og sýningarstúlkum. Það sem er óvenjulegt við þetta fyrirtæki er, að nær allt starfsfólkið og allir við- skiptavinirnir eru blindir. Þetta er tízkuverzlun ein- göngu ætluð blindum og öll starfsemin miðuð við það. Sýningarstúlkurnar fara ekki upp á pall til að sýna nýju kjólana, heldur ganga um á meðal viðskiptavinanna, svo að þeir geti „séð" kjólana með þvi að þreifa á þeim. Þegar hinn ástsæli franski kvikmyndaleikari, Fernandel, lézt fyrir nokkrum mánuðum, var hann ákaft tregaður af þjóð sinni. En þegar hann lézt, kom svolítið í Ijós, sem enginn hafði vitað um: Fernandel var i hópi ríkustu manna í Frakklandi. Hann lét eftir sig 90 milljónir í fasteignum og reiðufé! Þetta kom sérstaklega á óvart, þar sem Fernandel barmaði sér oft peningalega, og flestir héldu, að hann berðist fremur í bökk- um en hitt. Ættingjar hans, eig- inkona og tvö uppkomin börn, eru einu erfingjar hans og því sannarlega ekki á flæðiskeri stödd í framtíðinni. Menn hafa nú rífjað upp, að Fernandel annaðist sjálfur öll innkaup fyrir heimili sitt. Og karlarnir á mörkuðunum, en þar var leikarinn tíður og kærkom- inn gestur, segja, að enginn hafi verið eins snjall að prútta um verð og Fernandel. 48 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.