Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 4
M1Ð3PRENTUN Takiö upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 L__ ______________________^ PÓSTURINN Mér finnst það ekkert gaman Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að gefa mér ráð ef þú getur, því þú virðist geta hjálpað svo mörg- um. Ég hef nefnilega svo voðalega mikið af fílapenslum á höndum og fótum (ég nota clearsil á andlitið) og mér finnst það ekk- ert gaman. Ég er tólf ára. Vonandi getur þú hjálpað mér, Póstur minn. Hvað lestu úr skriftinni? Ein tólf ára. P.S. Hvernig fara Nautið og bogmaðurinn saman? Við höfum aldrei heyrt minnzt á fílapensla á höndum og fótum, svo okkur grunar að hér sé um annars konar útbrot að ræða. Þú ættir ekki að draga deginum lengur að fara til húðsjúkdóma- læknis. Skriftin er enn of viðvaningsleg til að nokkuð sé lesandi úr henni. Naut og bogmaður hafa sumpart skyld lifsviðhorf, svo að þeim kemur að jafnaði vel saman. Samband þeirra verður þó yfirleitt frekar yfirborðs- kennt. Hann er sá fyrsti Kæri Póstur! Þú ert sá eini í þessum heimi sem ég get leitað til. Ég hef skrifað þér áður um svipað vandamál. Ég fór að ráðum þín- um og sé ekki eftir því núna. Það er víst bezt að koma sér að efninu. Ég kynntist strák [ júlí í fyrrasumar frá Keflavík (en ég á heima í Reykjavík). Við vorum ekki saman á föstu, en vorum samt yfirleitt saman þegar hann kom suðureftir. Ég hef tvisvar séð hann með stelpu þess á milli, en hann talar samt við mig eins og við séum bara góðir vinir. I desember hringdi ég í hann og bauð honum í partý, hann tók Ijómandi vel í það og kom. Við sváfum saman þá nótt [ fyrsta skipti. Hann er sá fyrsti sem ég hef sofið hjá (ég er að verða seytján, og hann er orð- inn seytján). Gerði ég vitleysu? Þegar hann vissi að hann var sá fyrsti varð hann reiður og kallaði sjálfan sig ræfil. Ég hef oft talað við hann síðan í síma og líka hitt hann. Hann er alltaf svo almennilegur þegar við er- um ein en þegar aðrir eru ná- lægt finnst mér eins og hann sé alltaf að hæðast að mér. Ég hitti hann fyrir stuttu síðan og talaði við hann um okkur og gaf hon'- um í skyn að'ég vildi vera með honum á föstu, ég held hann vilji það líka, en við höfðum ekki tíma til að tala lengur sam- an. Hann ætlaði að heimsækja mig stuttu seinna, en gat það ekki. Ég hef fengið vissu mína fyrir þv[ að ég elska hann, og hann hefur sagt að honum þyki vænt um 'mig. En á föstudaginn var ég að passai Hann og vinur hans ætluðu á ball í bænum og ætl- uðu fyrst að koma til mín. Hann kom ekki. Vinkonur mínar voru fyrir utan skemmtistaðinn þegar ballið var búið, og sáu þær hann þá blindhaugafullan með ein- hverri stelpu. Hann sá þær ekki eða þóttist ekki sjá þær. Hvað á ég að gera, ég get ekki sætt mig við tilhugsunina að öllu sé lok- ið. Það liggur við að ég drekki sjálfri mér í tárum. Góði hjálp- aðu mér. Ég vil ekki sleppa hon- um. Blessaður í bili og flýttu þér að gefa mér ráð ef þú getur. Crazy. Hann hefur áreiðanlega mjög takmarkaðan áhuga á þér, eða það virðist skina út úr öllu hátt- erni hans. Ymislegt gæti bent til þess að hann sé ákveðinn í að binda sig ekki á neinn hátt á næstunni, og vilji því ekki vera á föstu, en líti á þig sem eina af þeim sem vilja hafa reglu á hlutunum. Ef þú heldur áfram að ganga á eftir honum, hefurðu því varla upp úr því annað en að fá hann með þér i rúmið einu sinni i viðbót eða oftar. Reyndu svo að herða þig upp i guðanna bænum, tíminn læknar sérhvert sár. Landspróf í Versló? Góði Póstur! Ég ætla að byrja á að þakka „Vikunni" fyrir stjörnuspárnar, sér í lagi fyrir „Stjörnuspá fyrir allt árið". En svo að ég snúi mér nú að öðru, þarf maður endilega að hafa landspróf til að komast inn 4 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.