Vikan


Vikan - 09.03.1972, Side 9

Vikan - 09.03.1972, Side 9
inu og þar upphófust aftur árn- aðaróskir, kossar og faðmlög þangað til vagninn lagði af stað með báða piltana og ók þeim út að borgarmörkunum. þar sem þeir stigu úr. — Þú verður að fyrirgefa að ég var svona furðulegur, sagði Gérard. — Ég vildi ekki að foreldrar mínir vissu að við þekkjumst svona lítið. — Já, en hvers vegna? sagði Roger. — Hvers vegna? — Þau hafa nánar gætur á félögum mínum, sagði Gérard. — ’Ég er ekki hættulegur í umgengni, sagði Roger, svolít- ið vandræðalegur. Án þess að svara, setti Gér- ard bakpokann frá sér á skurð- barm og tók sér stöðu við veg- brúnina. — Bíddu, sagði Roger, - ég er vanur að stöðva bíla. — Ég líka, sagði Gérard. — Sjáðu bara til. Roger settist á bakpokann sinn. Gérard stóð kyrr og stakk þumalfingrunum í belti sitt. Nokkrir bílar óku framhjá. Gérard lét þá aka áfram, án þess að rétta út höndina. Roger horfði á hann undrandi, með galopinn munninn. — Með þessu móti komumst við aldrei neitt áfram! — Hafðu engar áhyggjur! Eftir stundarkorn lifnaði yf- ir Gérard. Lítill, rauður Ren- ault kom í ljós, hægði á sér og Gérard þaut fram að veginum. — Þennan tökum við! kall- aði hann glaðlega. Bíllinn var stöðvaður. Roger þekkti ekki ungu konuna, sem sat við stýrið. Gérard leit á Roger með stríðnislegu brosi og ákvað að skemmta sér svo- lítið á hans kostnað. Hann heilsaði stúlkunni hæversklega. -— Við erum á leið til Suð- ur-Frakklands, sagði hann. Daniéle skildi strax hvað hann ætlaði sér. — Ég er líka á þeirri leið, sagði hún. — Þið getið fengið að sitja í hjá mér. Roger fór upp í aftursætið og kom bakpokanum fyrir við hlið sér. Gérard fleygði sínum poka aftur í og settist sjálfur í fram- sætið. Bíllinn ók af stað og stúlkan jók strax hraðann. Far- þegarnir sátu hljóðir. Daniéle virti Roger fyrir sér í speglinum. — Hvað gerið þér? spurði hún. Pilturinn í aftursætinu hrökk við og sagði feimnislega. — Það sama og hann. — Hvað er það? — Við erum í sama bekk. Daniéle varð undrandi. Var hann að gera gys að henni? — f sama bekk, sagði Gér- ard, — en ekki í sama skóla. Daniéle fór að hlæjg og Gér- ard tók undir. Roger skildi ekki neitt. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum, þegar hann heyrði hana segja: —- Kysstu mig . . . Þetta fyrsta og síðasta or- lofsferðalag þeirra varð þeim ógleymanlegt. Síðar, já, fljót- lega áttu þau ekkert annað til minningar en nokkrar skyndi- myndir. Gérard tók allar myndirnar. Það mátti sjá á þeim öllum að Daniéle var hamingjusöm . . . Rogpr. yfirgaf þau fljótlega. hann fann að honum var of- aukið. Það sem eftir var or- lofsins voru þau Daniéle og Gérard ein og nutu lífsins í fullum mæli. Þessar stolnu stundir voru alltof fljótar að líða, nokkrar vikur er ekki langur tími og einn dimmviðr- ismorgun var tími þeirra á enda. Það var kominn septem- ber. í glugga bókabúðarinnar stóð að nú væri skólaárið haf- ið. Herra Leguen hafði mikið að gera. Hann var að afgreiða konu með tvö börn, þegar Ren- aultinn var stöðvaður fyrir ut- an búðina. Hann leit út undan sér á par- ið í bílnum og meðan hann lauk við að afgreiða frúna og talaði rólega við hana, sauð reiðin í honum. Daniéle og Gérard stigu út úr bílnum. Þau voru ennþá í sumarfötum, eins og þau ósjálf- rátt gerðu það til að hneyksla. Gérard var kominn með sítt hár og skyrtan hans var opin niður í mitti, svo það skein í sólbrúna bringu hans. Daniéle var í þunnri, hvítri blússu og þrýstin, sólbrún brjóstin sáust greinilega. Gérard opnaði bílinn að aft- an og náði í bakpokann sinn — svo sneri hann sér að bóka- búðinni. Hann mætti ísköldum augum föðurins yfir öxlina á viðskiptavininum. Gérard gretti sig, svolítið þrjózkulega fram- an í föður sinn. — Ég þarf að segja þér sitt af hverju á morgun, sagði hann lágt. Hann leit á Daniéle og hún brosti við honum. — Já, það vona ég, sagði hún. Þegar litli bíllinn var horf- inn, gekk Gérard inn í búðina. Hann hikaði andartak, þegar hann gekk framhjá föður sín- um, en þegar hann sá að fað- irinn vildi ekkert við hann tala þessa stundina, gekk hann upp á loft. Herbergið hans var hreint og snyrtilegt. Honum fannst sem hann kæmi inn í svefnherbergi í heimavistarskóla. Hann slengdi stóra bakpokanum út í horn og lagðist upp í rúmið. Nokkrum mínútum síðar heyrði hann þungt fótatak föð- ur síns í stiganum. Bóksalinn tók tvö þrep í einu skrefi. Hann ruddist inn í herbergið eins og hefndarguðinn sjálfur væri á ferð og staðnæmdist svo fyrir framan Gérard með kross- lagða arma. — Þú gætir að minnsta kosti risið upp! Gérard settist fram á rúm- stokkinn. Hann gerði sér far um að reita ekki föður sinn til reiði, en það skipti ekki máli lengur, því að bóksalinn var að springa af vonzku. — Jæja, hvað getur þú sagt? — Ég hef ekkert að segja, sagði Gérard. — Þú gafst dauðann og djöf- uiinn í allt og svo hefur þú ekk- ert að segja! Gérard andvarpaði. — Hvað er það sem helzt orsakar reiði þína? Er það að ég fór í or- lofsferð með henni eða að hún skyldi voga að aka mér upp að húsinu? — Mér er fjandans sama um það sem hún gerir! öskraði herra Leguen. -— Það eina sem kemst að í huga mínum er það að þú hefur logið að mér! Hún hefur kennt þér að ljúga! Framhald á bls. 49. k- 10. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.