Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 44
HJONABANDIÐ ER HAPPDRÆTTI Framhald af bls. 13. settifet upp, en skildi ekki neitt í neinu. Svo fann ég að ein- hver snerti hausinn á mér. Röddin spurði með myndug- leik: — Hver er þar? Ég gætti mín vel að svara ekki. En svo rifu tvær óðar hendur í mig. Og ég fyrir mitt leyti þreif líka í eitthvað, og nú hófust geigvænlegar rysk- ingar. Við kútveltumst, hús- gögnin ultu líka og við rákum okkur í þilið. En nú hrópaði kvenröddin í angist: — Hjálp. Hjálp. Þjónar komu hlaupandi og hræddar dömur og gestir úr næstu herbergjum. Gluggahler- arnir voru opnaðir og tjöldin dregin frá. Og nú sá ég, að það var Du- molin ofursti, sem ég var að fljúgast á við. Ég hafði sofnað við rúmið hennar dóttur hans. Þegar búið var að skilja okk- ur, flýði ég inn í herbergið mitt, alveg agndofa. É'g aflæsti hurð- inni og settist og lagði fæturna upp á stól, því að skórnir höfðu orðið eftir inni'hjá ungu stúlk- unni. Ég heyrði, að allt heimilið var í uppnámi, dyr opnaðar og hurðum skellt. og svo hvísling- ar og hratt fótatak. Eftir hálftíma var barið að dyrum hjá mér. — Hver er þar, kallaði ég. Það var frændi brúðgumans. Ég lauk upp. Hann var náfölur af bræði og talaði í ströngum róm: — Þú hefur hagað þér eins og skepna hér í mínum húsum, skilurðu það? Svo bætti hann við í eilítið mannúðlegri tón: — Hvernig í ósköpunum dett- ur þér í hug að láta koma að þér í svona kringumstæðum klukkan tíu að morgni. bjálf- inn þinn. Þú leggst fyrir og ferð að sofa í staðinn fyrir að hypja þig strax . . . strax á eftir . . . Ég yppti öxlum: — Heyrðu, vertu nú ekki að þvaðra neina vitleysu. Eg rétti upp þrjá fingur: ■— Ég sver og gef æruorð mitt . . . — Jæja, jæja, svaraði frænd- inn,— það er vitanlega skylda þín að segja eitthvað svoleiðis. Nú taldi ég mig hafa fulla ástæðu til að reiðast, og svo sagði ég honum alla mína óhappasögu. Hann starði á mig og gapti og vissi ekki hverju hann átti að trúa. Svo fór hann til ofurstans að ræða málið við hann. Ég frétti svo næst, að skipað hefði verið mæðraráð, sem átti að taka málið til athugunar í mismunandi stigum þess. Hann kom aftur eftir klukku- tíma, settist fyrir framan mig með dómarasvip og byrjaði: — Hvernig svo sem þessu er nú varið, þá sé ég ekki nema eitt úrræði fyrir þig og það er að þú kvænist ungfrú Dumou- lin. Ég tókst á loft. — Nei, fyrr má nú rota en dauðrota. Þú spurði hann alvarlegur: — En hvað hefurðu hugsað þér að gera? Ég svaraði blátt áfram: — Góði frændi . . . vitanlega að hypja mig héðan undir eins og ég hef fengið skóna mína. Frændi svaraði: - Þú skalt ekki hafa þetta í fíflskaparmálum. Ofurstinn er staðráðinn í að skjóta þig eins og hund undir eins og hann sér þig. Og þú skalt reiða þig á, að hann lætur ekki sitja við orð- in tóm. Þegar ég var að tala um einvígi, svaraði hann ekki öðru en þessu: „Nei, ég skýt hann bara, segi ég yður.“ Við skulum nú líta á málið frá annarri hlið. Annað hvort hefur þú flekað stelpuna, því miður fyrir þig, því að maður kynnir sig ekki ungum stúlk- um á þann hátt. Eða segjum, að þú hafir verið drukkinn og farið dyravillt, eins og þú held- ur fram. Þá finnst mér málið horfa enn þunglegar fyrir þig. Maður má ekki flækjast í svo- leiðis hneykslismál. En hvort sem heldur er þá er mannorð stúlkuvesalignsins farið í hund- ana, því að enginn trúir þessari fylliríissögu. Það er stúlkan sem verður verst úti. Nú getur þú hugsað málið. Og um leið og hann fór út kallaði ég ó eftir honum: — Þú getur sagt hvað sem þú vilt. En ég kvænist henni aldrei. Svo var ég einn aftur í klukkutíma. Næst kom frænka mín. Hún grét og lagði út af þessu eins og bezti prestur. Enginn mundi trúa, að ég hefði villzt þarna inn. Og fólk gæti ekki fyrir- gefið ungu stúlkunni, að hún skyldi gleyma að aflæsa hjá sér, af því að í húsinu var fullt af gestum. Ofurstinn hafði lamið hana. Hún hafði verið hágrátandi síðan í morgun. Þetta var óttalegt hneyksli, al- veg óbætanlegt. Og frænka mín góða bætti við: — Þú getur að minnsta kosti beðið hennar. Hver veit nema við finnum eitthvert ráð seinna, þegar farið verður að ræða nánar um friðarskilmálana. Mér létti ofurlítið við þetta. Og ég féllst á að skrifa beiðn- ina. Klukkutíma síðar fór ég til Parísar. Daginn eftir var mér til- kynnt, að ofurstinn hefði sam- þykkt ráðahaginn. Og þremur vikum síðar, áð- ur en ég hafði getað látið mér detta í hug nokkurt kænsku- bragð eða fyrirslátt, var lýst með okkur í kirkjunni, trúlof- unin var opinberuð, og einn góðan veðurdag var ég stadd- ur fyrir .framan altari með mörgum kertaljósum og við hliðina á mér stóð ung stúlka grátandi, en áður hafði ég ját- að, að ég féllist á að taka hana fyrir konu og lifa með henni í meðlæti og mótlæti . . . þar til dauðinn skildi okkur að. Ég hafði ekki séð hana síð- an þarna forðum, og nú skoð- aði ég hana frá hlið með eins konar hatursfullri forvitni. Hún var nú reyndar alls ekki ljót, fjarri fór því. Ég hugsaði með mér: — Þetta verður kannski ekki sem verst. Hún leit ekki á mig allt kvöldið og sagði ekki orð. Undir miðnætti fór ég inn í brúðkaupsskemmuna til þess að tilkynna henni áform mín. Ég var nú orðinn maðurinn hennar. Ég kom að henni alklæddri og sitjandi á stól. Hún var föi og rauðeygð. Hún stóð upp þegar í stað, kom á móti mér og sagði grafalvarleg: - - Monsieur. Ég er reiðubú- in til að verða við hverju sem þér óskið. Ég skal fúslega drepa mig, ef þér óskið þess. Hún var beinlínis töfrandi og þetta hetjuhlutverk hæfði of- ustadótturinni svo vel. Ég kyssti hana, ég hafði fullan rétt til þess. Og ég komst bráðlega að raun um, að ég hafði ekki ver- ið svikinn á henni. Nú hef ég verið kvæntur henni í fimm ár, og enn er ég ekki farinn að iðrast nokkra vitund. Pierre Létol hafði lokið sög- unni. Félagar hans hlógu. Og einn þeirra sagði: ■— Hjónabandið er happ- drætti. En maður á aldrei að velja sér sjálfur númer, held- ur taka það, sem að manni er rétt. Tilviljunin velur bezt. Og annar skaut þessu inn í: — Já, en við megum ekki gleyma því, að það var Bakkus sem valdi númerið handa hon- um Pierre . . . ☆ LANDIÐ ÞAR SEM ÁSTARSORG ..■ Framhald af bls. 19. um þrjú þúsund og fjögur hundruð krónur. Tengdafaðirinn keypti sér svo tólf sauðkindur fyrir brúð- arverðið. Eftir fjórtán daga var Sar- ata svo bundin upp á hest fyr- ir aftan mann nokkurn úr þorp- inu hennar. Hún var bundin við mann þennan. Hún var þá í hvítum fötum, og þegar þau riðu gegnum þorpið, hljóðaði hún svo hátt að faðir hennar mátti vel heyra til kofa síns. Þetta átti að tákna tregðu henn- ar á að yfirgefa þorpið sitt, og eiga brúðirnar að láta svo regl- um samkvæmt, hvort sem þeim er harmur í hug eður ei. í sjö daga og sjö nætur voru þau Belem og Sarata látin dvelja saman í kofa, án þess að þau fengju að koma út. Þar með voru þau orðin hjón. Síð- an eru þrjú ár, og þau eiga þeg- ar tvö börn og það þriðja er á leiðinni. „Sennilega eignumst við tuttugu börn,“ segir Belem Horonna. „En því ræður Alla einn.“ Belem Horonna er sem sé Múhameðstrúarmaður. Tæpur fjórðungur allra Fílabeina hlýð- ir þeirri kreddu. Tólf af hundr- aði landsmanna kallast kristn- ir, flestir þeirra kaþólikkar. en sextíu og fimm af hundraði eru ennþá hundheiðnir. 1965 var að vísu leitt í lög í landinu að bannað væri að 44 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.