Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 25
Hér að ofan eru þrjár myndir af Liz, sem barni, unglingi oq þroskaðri konu Þegar þetta blaö kemur út verður L.iz Taylor orðin fertug: hún er fædcl 27. febrúar. Þetta er þó nokkur áfangi, fvrir kvik- myndastjörnur eins og aðrar dauðlegar konui. Við munum forðast að spá um framtíð hennar, láta það nægja að segja að fram að þessu hefur lif hinnar glæsilegu konu verið nokkuð stormasamt, sam- bland at metnaði. sjúkdómum. frægð, hjónaböndum og hjóna- skilnuðum, glæsilegum lifnaðar- háttum og vonbrigðum. Hún býr nú í fimmta hjónabandi sinu og hefur hugsað sér að gera það framvegis, þrátt fyrir æsifréttir slúðurdálkanna. Hún hefur sjáll' fætt þrjú börn og ættleitt það fjórða. Á síðustu áium hefur hún orðið bæði tengdamóðir og amma og hún þrífst vel í báðum þeim hlut- verkum. Marlene Dietrich, sem um langt skeið hefur verið kölluð „fegursta amma í heimi”, sendi henni kveðju og sagðist með gleði arfleiða hana að þeim titli. Það er nokkurn veginn öruggt að Liz á eítir að gera mikið úr ömmuhlutverki sínu. Það getur líka verið að eftii þ.essi fjörutíu stormasömu. ár. Iiafi hún loksins ráð á því að vera sjálfri sér samkvæm. Vegurinn að hásætinu hefur ekki alltaf verið rósum stráður. FÆDD KVIKMYNDA- STJARNA Það voru ekki liðnir margir klukkutímar frá fæðingu litlu. fallegu stúlkunnar. sem fyrst sá dagsins ljós í London, þegar móðir hennar, sem var Broad way-leikkona, ákvað að hún skyldi verða kvikmyndastjarna. Þótt undirbúningurinn byrjaði ekki meðan hún var í vöggu. var hún rétt farin að ganga þegar hún var send til ballett- kennara og það var ekki neinn venjulegur ballettskóli, heidur var það Madame Vaccani sem kenndi henni, en til þess kenn- ara sendu furstar og annað fiægt fólk börn sin til náms i þessari fögru list. Þegar hún var aðeins þriggja ára. varð hún svo fræg að dansa íyrir hina þáverandi Elisbeth drottn- ingu. sem nú er drottningar- nióðir. Litla stúlkan stóð sig vel og vildi lielzt ekki faia út af sviðinu. Á fyrstu striðsárunum ákváðu hinir amerísku foreldrar henn- ar að flytja frá London og set.j- ast að í Bandaríkjunum. Móð- ir hennar var nú hætt leikstarf- semi sinni, sem aldrei hafði verið neitt árangursrík, og hún gat nú helgað sig algerlega uppeldi dóttur sinnar og þvi hliutverki að 'gera 'hana að frægri kvikmyndastjörnu. Leið- in lá þvi til Hollywood. Jafnvel verðandi stjörnur eru nauðbeygðar til að fara i skóla og Elizabeth var send i skóla, þar se'm hún* gat umgengizt „réttu" börnin, þ. e. a. s. börn sem áttu fræga foreldra. For- eldrar liennar gerðu allt til að ýta henni fram i sviðsljósið og létu ekkert tækifæri sér úr greipum ganga. Faðir hennar kynntist kvikmvndaframleið- anda og svo heppilega vildi til að einmitt þessi maður var að leita að lítilli stúlku i hlutverk og hún átti helzt að hafa brezk- an málhreim. HÚN VARD AÐ TOGNA, TIL AÐ PASSA í HLUTVF.RKID Næsta tækifæri fékk Eliza'- beth þegar kvikmyndin ,.Nati- onal Velvet” var tekin. Þá þurfti líka telpu með brezkan málhreim. En hún þurfti að vera stærri en Elizabeth var. Móðir hennar tók þá til sinna ráða, henni virtist ekkert ómögulegt. Telpan var sett á sérstakt fæði, varð að borða sex máltíðir á dag og hún var líka látin stunda likamsæfing- ar, seni miðuðu að þvi að teygja úr líkama hennar. Ár- angurinn varð líka góður. Elizabeth stækkaði og fitnaði. En hún varð að greiða þetta framtak móðurinnar dýru verði. Hún fékk vaxtartruflun í bak- ið og það hefur háð henni alla ævi. Hinar erfiðu og óeðlilegu líkamsæfingar reyndu of mik- ið á hrygginn og þrátt fyrir lækningatilraunir ótal lækna er hún alltaf bakveik. Stund- um verður hún að hvíla sig i allt að því fjóra klukkutíma á hörðum fjölum og stundum hef- ur hún þurft að hafa lífstykki til stuðnings bakinu, þegar húi. hefur verið við erfiðar upp- tökur. Þetta ..stjörnuuppeldi'' móð urinnar varð þvi ákafara sen dótturinni var veitt meiri eftir- tekt i kvikmyndaheiminun. Þegar Elizabeth var fjórtán ára. heyrði móðir hennar að Metro-Goldwyn-Mayer væru að leita eftir barnastjörnu og húr. lét ekki á sér standa, hcldur settist að á skrifstofu Louis B Mayers og sat þar þangað tiI hún hafði fengið vilja sinun framgengt. Eftir þetta var hvert skref telpunnar vaktað. allt varð að þjóna þessum eina tilgangi. Elizabeth hætti venjulegri skólagöngu og missti algjör- lega allt samband við venjuleg börn. Hún fékk einkakennslu i kvikmyndaverinu. Öll hennar tílvera fór eftir nákvæmri stundaskrá og þar var enginrs timi ætlaður til leikja. FANGI í KVIKMYNDA- VERUM Vissulegu aflaði hún mikilla tekna og fékk þá ánægju að sjá -nafn -sitt á auglýsingaspjöld- um. Þegar hún var sextán ára fékk hún tvö þúsund dollara á viku og hún hafði auðvitað komizt að því að peningar eru vald. En gleði og hamingju gat litla stúlkan ekki keypt fyrii peninga sína og hvorki móðir hennar eða auglýsingafólkið. Framhald ö bls. 47. IO TBI. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.