Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 49
þú ættir ekki að vorkenna hon- um. Hvað heldurðu að við get- um nú gert? — Það skal ég segja þér, sagði Jonathan. — Við komum vitanum í lag aftur. Querol starði undrandi ,á hann. — Vitanum? En lamp-. inn . . . ? — Ég kom ekki varahluta- laus, sagði Jonathan. —• Ég hafði þrjá varalampa með. Hann benti með höfðinu. — Náðu í einn þeirra, Ross. Svo ferð þú upp á pallinn og gerir nákvæmlega það sama sem Leigh gerði. Karlinn þarna get- ur farið með þér og haldið regnkápu yfir lgmpanum, svo hann springi ekki. Ég vil ráð- leggja ykkur að láta hann ekki springa. Af ráðnum hug, á ég við. Þá vitið þið hvað skeður með Jacky. Og reynið ekki að telja sekúndurnar rangt. Ég hef gætur á ykkur! Ég reis á fætur, ég var nauð- beygður til að hlýða honum. Kassarnir með lömpunum stóðu upp við vegginn. Þegar ég gekk framhjá Jacky, leit ég snöggt á hana. Jonathan hafði hrint henni til jarðar og vafið hári hennar um hönd sér. Ég sá að hörundið var hvítt við hárs- ræturnar, svo fast hélt hann í hárið. En hún mætti augnaráði mínu, án þess að depla augun- um. — Gerðu þetta ekki. sagði hún. — Hann þorir ekki að skjóta mig. — Jæja, svo þú heldur það? Þú skalt reyna að óhlýðnast mér, sagði Jonathan. Svo sagði hann við Jacky. — Þú hefur mjúkt hár, elskan, það er nota- legt að halda í það. Og hann kippti fastar í hár hennar. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. — Hvað get ég gert? sagði ég við Querol. — Þarftu að spyrja? Hlýddu honum! Hann var náfölur af ótta. Það var hræðilega kalt uppi á pallinum. Regnið steyptist niður. Mooney stóð við hlið mér og hélt regnkápunni yfir lampanum. Hann tók hana í burtu í hvert sinn, sem ég skaut skerminum fyrir ljósið. Skermurinn var venjulegt pappaspjald, með álímdu svörtu plasti. Þetta var mjög einfalt, en gerði sitt gagn. í hvert sinn sem ég tók skerminn frá, blindaðist ég af sterku ljósinu. Það var reynd- ar ekki ljósið sjálft sem blind- aði, heldur sex speglar, sem voru bak við ljósaperuna og endurköstuðu ljósinu. Jonathan hlýtur að hafa hugsað þetta ná- kvæmlega. Smám saman vandist ég þessu, leit undan í hvert sinn sem Ijósið skein og á þann hátt blindaðist ég ekki. Jonathan vék ekki af verðin- um. Ég sá ekki Jacky, en ég gat ímyndað mér hvernig henni leið þar sem hún lá við fætur hans. Mínúturnar snigluðust áfram og Jonathan varð óþol- inmóður. Hann kallaði stöðugt til mín: — Er Convenant ekki að koma? Ef ég kæmi auga á rauða og græna ljósdepla úti í sortanum, þá var það Conven- ant með David Farelly um borð, á leið í opinn dauðann. Auga fyrir auga og tönn fyr- ir tönn, var ábyggilega það sem var að brjótast um í huga Jona- thans. Líf Davids gegn lífi hans. En ég varð að meta líf Davids móti lífi Jacky. Ég reyndi að telja mér trú um að það væri ekki alveg víst að David þyrfti að týna lífinu, þegar bátur hans brotnaði í spón við klettana, en það var öruggt að líf Jacky hékk á bláþræði, ef ég hlýddi honum ekki í einu og öllu. En ég gat ekki losnað við þá til- finningu að ég væri að vinna markvisst að því að granda lif- andi manni. Ég bað þess í hug- anum að einhver í San Sebast- ian hefði tekið eftir truflunum á ljóskastaranum. Það hafði liðið þó nokkur stund, áður en hægt var að senda út ljósmerk- in aftur. Það gat verið að strandgæzlan væri nú þegar komin á stúfana. Jonathan kallaði nú, enn einu sinni: - Sjást engin ljós enn- þá? . — Nei, sagði ég, — allt er óbreytt. — Ertu að ljúga? — Nei, ég er ekki að ljúga. Komdu upp sjálfur, svo þú get- ir fullvissað þig um það! Ég þurfti að blinda Ijósið. Mér varð hugsað til David Farellys, sem var einn á báti og hafði ekki hugmynd um þau örlög sem ég var um það bil að búa honum. Hann hlaut að vera kominn mjög nálægt Kan- anga nú. Ég lokaði augunum og lét ljósið skína. Þegar ég opnaði augun aft- ur, sá ég þá. Örsmáa hvíta punkta í sortanum. Ég kreppti hnefana í örvæntingu minni. Nú var það of seint að gera nokkuð, Convenant var á hraðri leið til glötunar. Framhald í næsta blaði. ÁST HENNAR VAR AFBROT Framhald af bls. 9. — Það ert þú sjálfur, sem þvingaðir mig til að ljúga! sagði Gérard. — Hvað hefðir þú tekið til bragðs, ef ég hefði sagt þér að ég ætlaði að fara með henni? Bóksalinn fórnaði höndum. Hann var svo reiður að hann kom ekki upp nokkru orði. — Jæja? öskraði Gérard og réði nú ekki lengur við sig. — Viltu að ég búi hér hjá þér, eins og fábjáni, eða að ég segi meiningu mína og lifi lífi mínu eins og áður? í reiði sinni skildi herra Le- guen aðeins orðin „eins og áð- ur“. Hann var alltof hneyksl- aður til að skilja nokkuð ann- að. í rauninni skildi hann ekki eitt orð af því sem sonur hans sagði. Gérard talaði um ein- hvern nýjan raunveruleika, en faðir hans heyrði aðeins „eins og áður“, og það róaði hann. — Eins og áður, já, ég vil að þú verðir eins og áður. Ég; vil að hún hætti að elta þig! — En ef það er nú ég sem elti hana? — Asni! sagði hann. — Vesa- lings fábjáninn þinn! Skilurðu ekki að hún er búin að nota þig í marga mánuði, þessi — þessi dækja! Gérard varð náfölur. — Ef þú kallar hana dækju einu sinni ennþá, þá er ég far- inn héðan fyrir fullt og allt, sagði hann lágt. — Ef þú ferð, sagði Leguen reiðilega, — þá skal hún fá að finna fyrir mér. Það geturðu sagt henni. Það eru þó til lög í Frakklandi. Hann öskraði þessi síðustu orð méð sigurhreim í röddinni. Óljósar hugsanir flugu gegnum hugskot hans. Foreldravald. Unglingar tældir. Höfuð fjöl- skyldunnar. Gérard flautaði háðslega. — Nei, nú dámar mér! - Hvað? sagði herra Legu- en, sem var að springa af hinu ímyndaða valdi sínu. — Það er ágætt fyrir þig að lögin eru ennþá við líði. Það var lán fyrir þig að uppreisn- armennirnir í maíbyltingunni létu lögin þin í friði. Það er lán fyrir þig að Frakkland skuli ennþá vera fullt af þínum lík- um! Annars værir þú fjandi illa staddur nú. Bóksalinn skildi loksins hvað sonur hans átti við. Hann varð sótrauður í framan. Hann hafði tekið þátt í maíbyltingunni. Hann hafði farið í kröfugöng- ur. Og nú fékk hann það fram- an í sig að hann væri allt að því fasisti! Hann sem alltaf hafði kosið vinstri flokkana! — Byltingin hefur ekkert með verknað ykkar að gera! sagði hann. — Frelsi er ekki það sama og sjálfsvald. '— Frelsið á sér engin tak- mörk, sagði Gérard. Herra Leguen hló hátt. Þetta keyrði um þverbak! — Það er svefnherbergisbylting, sem þið eruð að sækjast eftir! sagði hann. Gérard fór út, án þess að líta um öxl. Honum var ekki ljóst hvort hann ætlaði að fara heim aftur. Það eina sem vakti fyrir honum var að losna við að hlusta á raust föður síns, losna við að líta framan í hann, losna við að hugsa um þenn- an föður, sem hann bar ekkki virðingu fyrir lengur. Hann flúði án reiði, án saknaðar, án nokkurrar hugsunar, þungur um hjartarætur. Hann flúði til Daniéle. í einu horni dagstofunnar á heimili Daniéle var plötuspil- ari í gangi, í öðru léku dreng- irnir sér hljóðlega. Gérard sat við matborðið og las. Hann notaði borðið sem skrifborð og hafði breitt upp- sláttarbækur og skrifblokkir um allt borðið. Útidyrnar opnuðust og Dani- éle kom inn. Þótt henni væri vel ljóst hve vonlaust þetta ástand var, þá lét hún ekki á því bera. Hún gekk að borðinu og lagði stóra plasttösku á það. Upp úr henni tók hún nær- fatnað, tannbursta og rakvél. — Drengirnir hafa vonandi ekki truflað þig? spurði hún. Gérard leit upp frá vinnu sinni, hallaði sér aftur á bak í stólnum og sagði brosandi: -— Nei, síður en svo. Hann horfði á varninginn, sem Daniéle tók upp úr tösk- unni. Hún hélt rauðri peysu upp að baki hans, til að sjá hvort hún væri mátuleg. — Er þetta líka handa mér? — Ég vona að hún sé ekki of lítil, sagði Daniéle. Gérard stóð upp og fór úr skyrtunni. Daniéle horfði bros- andi á hann. Hann tók peys- una og var um það bil að smeygja henni yfir höfuð sér, þegar hann hikaði og horfði á Daniéle. Þá rann upp fyrir honum að hann hafði aðeins verið þarna í nokkra klukku- tíma. Honum leið vel. Það var eins og hann hefði alltaf búið 10. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.