Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 38
hljómsveit sinni syngur ekki aukalög. Klappið dó út, meðlimir hljómsveitarinnar sneru aftur tii hljóðfæra sinna og George gekk að hljóðnemanum: „Það er svo sannarlega ekki auðvelt að fylgja Bob.“ Síðan kynnti hann alla meðleikara sína; ná- kvæmlega á þeim tíma sem það var bezt, áheyrendur voru ekki enn búnir að jafna sig eftir að' hlusta á litla manninn með kassagítarinn. Og svo sló George fyrstu tón- ana í ,,Something“ og enn náðu hljómleikarnir hámarki sem ögruðu sögunni. Hljómleikuh- um var lokið. Sviðið var tómt en fólkið stóð grafkyrrt og klappaði eins og það væri að reyna að gleypia að hljómleik- arnir væru búnir. I íimm mín- útur var klappað og loks kom hljómsveitin inn á aftur. George valdi lag sitt, sem þá var spánnýtt, „Bangla Desh'' ..My friend came to me with sadness in his eyes, Told me that he wanted help Before his country dies; Although I couldn't feel the pain, 1 knew I had to try. Now I’m asking all of you To help us save some lives . . Hugmyndin að þessum hljóm- leikum kom frá manni sem sjálfur er Indverji, en af for- eldrum sem fæddust í Austui Pakistan, Ravi Shankar. „Þetta snerti mig mjóg,“ sagði Shankar í viðtaii daginn eftn hljómleikana. „Flóttamennirn! skiptu milljónum og yfir þa a’undu alls konar hörmungar. kólera, hungur og hver veit nvað það var ekki. Guru-inn minn, Ustad Alauddin Khan. faðir Ali Akbars, missti allar eigur sínar af völdum skemmd- arverka hermanna stjórnarinn- ar í Vestur-Pakistan. Alls stað- ar var ég beðinn að revna að safna peningum til að hjálpa eitthvað til heima fyrir. Ég vildi gjarnan gera það, en ef ég hefði gert bað fyrir þessi litlu félög og kiúbba sem báðu mig um það, þá hefðum við í mesta lagi getað fengið inn þrjú eða fjög- ur þúsund dollara og það hefði dugað allt of skammt. Með því að fara þannig að því, hefði ég þurft að koma fram ótal sinn- um til að verða að einhverju gagni . . . Mér varð Ijóst að ég varð að fá eitthvað stórt nafn og halda mikla skemmtun, svo ég fór og talaði við George. Dag einn í Los Angeles var ég mjög hrygg- ur eftir að hafa lesið grein um ástandið, svo ég sagði: „George, svona er þetta. Ég veit að þetta snertir þig ekki beint, ég veit að þú finnur ekki til með fólk- inu mínu ..." En á meðan ég var að tala við hann fann ég að þetta snerti hann mjög og að hann vildi gera eitthvað. Svo sagði hann: — Já, ég hugsa að hægt sé að gera eitthvað. Þá reiknaði ég með að í mesta lagi gætum við fengið 50.000 doll- ara.“ Þetta var sex vikum áður en hljómleikarnir voru haldnir. George varð einskonar fram- kvæmdastjóri hljómleikanna. safnaði saman hljóðfæraleikur- um. hringdi um allan heím. gerði samninga og skipú acð: hljómleikana. llann hafði strux samband við umboðsmann sinn, Allen Klein, og í sameiningu festu þeir Madison Square Garden Síðan hringdi hann i Bob Dylan, sem sagðist hafa ..áhuga". Badfinger komu fljúgandi frá l ondon á mánudeginum fyrir hljómleikana og síðar þann sama dag blásararnir frá Kali- forníu. George skrifaði út mús- íkina fyrir þá og hóf æfingar í stúdíói einu í New York City. Ringo kom á fimmtudeginum; hann hafði lofað að spila um leið og George útskýrði málið f>rir honum. Eric Clapton var veikur og ekki viss um hvort hann gæti spilað, en Jesse Dav- is kom, svo öruggt væri að Ge- orge yrði ekki eini gítarleikar- inn. Leon Russell kom á föstu- dagskvöldinu, hafandi talað við Dylan án þess að fá ákveðið svar, en á laugardagsmorgun kom Dylan á hótel Georges, spilaði nokkur lög og sagðist vera til. Fyrsta raunverulega æfingin i Madison Square Garden var á laugardag. kvöldið fyrir hljóm- leikana. Hljóðfæraleikai'arnir • j .ic gerðu ekki neitt a með- ai ljósaútbúnaði og öðru var komið fyrir. en. sagði Tom Ev- ans í Badfinger: ..Þá kom Dyl- an og lyfti öllu saman. And- rúmsloftið varð rétt og eftir það gekk allt eins og i sögu." Svo virtist sem Leon stingi upp^á lögum fyrir Dylan og svo sungu þeir þau saman. „Þeir gengu aðeins aftur fyrir hljóð- nemana." sagði Tom. ..og svo komu þeir aftur og þá var allt tilbúið. raddir og hvaðeina. Svo stigu þeir aftur 2 skref aftur á bak, töluðu saman i eina eða tvær mínútur og þá var allt. klárt aftur. Það er sennilega það stórkostlegasta sem ég hef nokkru sinni vitað.“ George hafði hringt i Paul og beðið hann að spila, en feng- ið neitun. Sagði Paul síðar að hann hefði ekki viljað spila vegna þess að Bítlarnir væru ckki lengu en þetta gæti verið staðfesting á því að beir væru það eftir allt saman. John Lennon var i New York nokkr- um dögum fyrir hljómleikana, en fór heim til Englands til að t'ylgjast með réttarhöldunum í ínáli sem Yoko á í út af um- réðaréttinum yfir dóttur henn- ar, Kyoko. Mick Jagger, sem var staddur við upptöku í suð- urhluta Frakklands, reyndi að koma, en fékk ekki vegabréfs- áritun. Hljómleikarnir voru, eins og olöturnar bera svo greinilega með sér, beztu rokk-hljómleik- ar sem haldnir hafa verið. Ge- orge hafði alltaf haldið því fram að þeir ættu að verða raunveru- Itgir hljómleikar, bar sem áheyrendur fengju eitthvað fyr- ir peningana sina og enginn . hefur kvartað. „Þetta á ekki að verða „jam-session"," sagði George fyrir hljómleikana. ..Þetta á að ganga fljótt og vel fyrir sig, góð og skipulögð mús- ík er allt og sumt sem á að l'Iytja þarna." Áheyrendur svöruðu með ótrúlegri hlýju og irðingu. Fólk hlustaði á meðan i'tlast var til slíks og klappaði -vo innilega þegar tilefni var :efið. ,,Við fundum gleði þeirra. :o.000 gleðihjörtu voru í mínu," agði Ravi Shankar. „Þetta hef- ii' ekki skeð svo lengi. Eftir Woodstock hef ég verið á ein- n'm fimm eða sex rokk-hljóm- 'leikum og ég hef séð þeim hraka smátt og smátt. Sá síð- asti var fyrir um það bil þrem- ui mánuðum og þá sór ég að -pila aldrei aftur á rokk-hljóni- U ikum, því kærleikur blóma- li£ rnanna er horfinn og eftir er aðeins eiturlyfjaneyzla og of- beldi." En Banga Desh-hljómleik- arnir í Madison Square Garden fengu líka sinn skammt af of- beldi, litinn samtf Óprúttnir borparar seldu miða sína, sem í upphafi voru seldir á 7>/2 doll- ar (660 kr.), á 50 dollar (4400 kr.) og er allir miðar voru seld- ir heyrðust nokkrir fyrir utan húsið bjóða 600 dollara (52.800) 38 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.