Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 37
'ianóið, að megnið a£ fólkinu í 'alnum var byrjað að klappa i ður en nokkur annar spilaði svo mikið sem eina nótu. í miðju lagi fór hann út í ,,Youngblood“ og George tók ur.dir með honum „Yo’ th’ one...“ Þetta var eitt villtasta atriði kvöldsins og er því var lokið fóru hljómlistarmennirnir út af sviðinu, en eftir voru þeir Ge- orge og Pete Ham úr Badfing- er, sem spiluðu saman, á kassa- gítara, „Something", af Abbey Road Bítlanna. Þeir kunna svo sannarlega að spila, þeir dreng- ir. Þeir stóðu tveir saman í ljósgeisla og í lokin tók níu- radda kórinn undir, ósýnileg- ur: „Sun, sun, here we come ..“ come ...“ George söng enn bet- ur en á plötunni bg lagið fékk yfir sig ótrúlega fallegan og dapran blæ. Eitt andartak var myrkur. Lson Russell birtist skyndilega og setti bassa í samband, Ge- orge setti rafmagnsgítar um hálsinn á sér og setti stálhettu á fingurinn og Ringo birtist með tambúrínu í hendinni. Sviðið var enn dimmt. Lítill maður með úfið hár sást ógreinilega hægra megin á sviðinu þegar George gekk að hljóðnemanum og sagði: „Mig langar að kynna vin okkar allra, herra Bob Dylan.“ Þar stóð hann, í snjáðum vinnujakka, með Martin-gítar um hálsinn og gamla munn- hörpustatívið líka. Hann stóð hreyfingarlaus og brosti lítil- lega á meðan fólkið klappaði og klappaði, sleikti á sér var- irnar, byrjaði að spila, gekk að hljóðnemanum og byrjaði að syngja: „Oh, where have you been, my blue-eyed son?“, fyrstu línurnar úr laginu „A Hard Rain’s A-Gonna Fall.“ Aldrei hefur Dylan hljómað betur né haft betri stjórn á rödd sinni. Hann stóð dálítið hjólbeinóttur, hallaði sér fram á við meðan hann söng, en aft- ur á bak eftir hverja línu. Munnhörpuna spilaði hann ekki á fyrr en í miðju næsta lagi, „It Takes a Lot to Laugh, It Takes a Train to Cry“. Munn- hörpuleikur hans var gamal- þekktur, í þann veginn að springa af æsingi og dapurleika. George lék lótt undir' á „bottle- neck“ og allt í allt hefur þetta sennilega verið bezta útgáfa af góðu lagi sem nokkru sinn hef- ur verið flutt. Án þess að segja orð byrjaði Dylan á „Blowin’ in the Wind“. Aheyrendur gerðu sér grein fyrir stefnu hans þetta kvöld: Að flytja nokkur af sínum beztu lögum, frá þeim tíma er hann var „reiður ungur mað- ur“. En hvaða ár var þetta ann- ars? Skeggið var stutt og hárið sömuleiðis en samt sem áður úfið, leit hann út eins og að hann hefði stigið út úr mynd- inni framan á „The Freewheel- in’ Bob Dylan“. Röddin var full og jöfn og líktist meir þeim tíma er hann sendi frá sér „The Times They Ara A- Changin’” en „Nashville Sky- line“. í búningsklefunum fyrr um kvöldið hafði hann raulað nokkur ný lög fyrir George, en á hljómleikunum sjálfum var hann ekki með neitt nýrran en frá árinu 1966, svo fólk fékk enn eina Dylan-ráðgátuna til að glíma við. Fagnaðarlætin voru óskapleg og Dylan muldraði „Takk fyr- ir,“ einu orðin sem hann sagði á báðum hljómleikunum. Hann skipti um munnhörpu, talaði eitthvað við Leon og George og söng „Mr. Tambourine Man“. Á fyrri hljómleikunum hafði hann sungið ..Love Minus Zero — No Limit“, og var þetta eina breytingin sem hann gerði á prógramminu. Áheyrendur sátu grafkyrrið og biðu eftir hverju því sem Dylan hafði að bjóða, andrúmsloftið þrungið . spennu og eftirvæntingu, allir elskuðu Bob Dylan. Hann blés lítillega í munnhörpuna og fólk andvarp- aði í undrun og aðdáun. Eftir að fólk hætti að klappa var aftur rætt við Leon, stillt með George og svo færði Dylan vinstri hendina hátt upp á gít- aihálsinn, spilaði dulítið í mexi- könskum stíl, hlés í munnhörp- una, færði hendina niður og sló rythma inn í „Just Like a Wo- m.an“. Hljóðnemarnir sitthvoru megin við hann voru ekki í sam- be.ndi svo George og Leon höll- uðu sér yfir axlirnar á honum og sungu viðlagið. í fyrsta skipti virtist hann eiga í erfið- leikum með að muna textann — make, break, take, bake — er. hann glotti, virtist láta sér standa á sama og skemmta sér konunglega. Þegar -lagið endaði leit hann hikandi í kringum ság, ljós voru kveikt og hann hélt báðum höndum upp í loftið eins og kraftakarl og gekk af sviðinu. Fólkið klappaði í minnst tvær mínútur en Dylan kom ekki aft- ur. Sá sem lætur Ringo Starr spila á tambúrínu í skyndi- 10. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.