Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 50

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 50
á þessu heimili. Hann mundi nú að hann hafði ekki þotið á móti henni og faðmað hana að sér og kysst. En þetta var allt svo eðlilegt, svona átti það að vera. Þau þurftu ekki lengur að sýna hvort öðru stöðug at- lot, það bjó allt með þeim nú. Kennslustundin var á enda. Daniéle varð að halda aftur af sér til að sýna Gérard ekki meiri athygli en hinum nem- endunum. Bjallan hringdi. Daniéle tók saman dótið sitt. Að venju komu nemendurnir upp að kennaraborðinu, til að leggja fyrir hana ýmsar spurningar. Af tilviljun leit hún út um glerrúðuna í dyrunum. Hún sá þar á vangann á manni sem hún kannaðist við. Það var Noblet. Það var svo sem ekk- ert skrítið að hann væri þarna á ganginum, hann var kennari, eins og hún. Daniéle sýndist hann veifa til sín og benda sér að koma. Hún afsakaði sig við nemepdur sína og tróð sér milli þeirra til að komast út. — Viljið þér tala við mig? spurði Daniéle. Hann ræskti sig. Daniéle beið. — Já, mín kæra madame Guénot, sagði hann, — þér vit- ið hve mikils við metum dugn- að yðar og hæfileika. Þér fáið örugglega þá stöðu við háskól- ann, sem þér hafið sótt um. — Eftir þyngdinni œttuð þér að vera 3 metrar á hæð! Daniéle lyfti brúnum og No- blet sneri sér undan og ræskti sig aftur. — Þess vegna, sagði hann, — væri það slæmt ef frami yð- ar yrði . . . Hann stóð með galopinn munn og það var eins og hann hefði misst þráðinn. -— Yrði stöðvaður? sagði Daniéle. Noblet hrökk við. — Það sagði ég ekki, sagði hann. — Það væri leiðinlegt ef einka- líf yrði framanum til hindrun- ar. Það er að segja, þér fáið eflaust stöðuna, ef, þér skilj- ið . . . Hann beygði höfuðið, eins og hann væri nú búinn að tala út og baðaði út höndunum. — Segið mér nú afdráttar- laust hvað þér eigið við, sagði Danéle. — Þér verðið, það er að segja . . . skila Gérard Leguen heim til föðurhúsanna. — Skila honum aftur? Daniéle bældi niður ósjálf- ráða hláturgusu. Hún rétti úr sér og leit kuldalega á Noblet. — Til þess að geta skilað honum aftur, eins og þér seg- ið, yrði ég að hafa tekið hann. Það hef ég ekki gert. Gérard fór að heiman, án minnar vit- undar, án þes$ að spyrja mig ráða. Þegar hann kom til mín, átti ég ekki von á honum. Noblet hörfaði aftur á bak. Hann vildi ekki láta koma til hávaða á skólaganginum. — Madame, madame, þér megið ekki reiðast. Þetta er ekkert þægilegt fyrri mig. Ég reyni aðeins að miðla málum — Það ætlar að heppast vel hjá yður, sagði Daniéle kulda- lega. — Og þar sem svo lítur út að þér haldið að ég haldi Gérard föngnum, þá lofa ég því að fá hann til að snúa aftur heim til foreldra sinna. Ég skal fylgja honum heim í kvöld. — Þess gerist ekki þörf, stundi Noblet, — þess gerist - vissulega ekki þörf . . . — Jú, sagði Daniéle æst. ■—• Ég fylgi honum heim með því skilyrði að herra Leguen vilji hlusta á það sem ég hef að segja. — Ég skal koma því á fram- færi, madame, sagði Noblet. — Ég skal koma því á framfæri. — Við förum þangað öil saman, ef þér hafið ekkert á móti því. Noblet leit vandræðalega upp. — Er það nauðsynlegt? Það er að segja . . . — Það er nauðsynlegt, sagði Daniéle. —* Komið til okkar klukkan átta í kvöld. Erum við þá sammála? — Já, já, andvarpaði Noblet, og flýtti sér burt. Við innkeyrsluna í götuna var ljósker og skilti: Gatan lokuð 50 metra — aðeins fyrir gangandi fólk. Daniéle hrökk við, henni fannst þetta slæmur fyrirboði. Hún hemlaði og ók bílnum upp að gangstéttinni. Bókaverzlunin var lokuð og allt í myrkri. En á fyrstu hæð var ljós. Noblet fór út úr aftursæt- inu og gekk heim að húsinu. Hann var því feginn að nú var hlutverki hans að verða lokið. Þau hin sátu hljóð í bílnum. Gérard sat við hlið Daniéle og starði fram fyrir sig. Hann var í rauðu peysunni, sem Daniéle hafði keypt handa honum. Daniéle dró niður bilrúðuna, henni fannst hún vera að kafna. Herra Leguen kom út. Hann nam staðar á gangstéttarbrún- inni og stóð þar svo, grafkyrr, ems og nærvera hans þarna ætti að vera nógu augljós. Hann starði út í loftið og beið. Þegar hvorugt þeirra sagði nokkurt orð, gekk hann að bílnum og leit á son sinn gegn- um bílrúðuna. — Jæja, sagði hann, — ertu að koma? Gérard brosti dauflega og sneri sér að Daniéle. Hún hafði hendurnar á stýrinu og leit ekki á hann. — Kemur þú með? sagði hann. Herra Leguen, sem fram að þessu hafði staðið grafkyrr, þaut nú alveg að bílnum. — Nei! öskraði hann. — Hún verður hér kyrr. — Ef hún gerir það, þá fer ég heldur ekki með þér. — Komið þá, urraði faðir hans. — Strax! Gérard hreyfði sig ekki. Hann leit ekki einu sinni á föður sinn. Herra Leguen reyndi að draga athygli Dani- éle að sér. — Ef hann kemur ekki með mér nú, verður það móður hans að bana! Ef Daniéle kemur ekki með mér, þá kem ég ekki held- ur, sagði Gérard. — Þú ert algerlega tilfinn- ingalaus, sagði faðir hans og þaut inn í húsið. — Jæja þá, sagði Gérard, — þá förum við. Daniéle sat með lokuð augu, en svo hrökk hún við og var um það bil að aka í burtu, þeg- ar Noblet kom æðandi út úr húsinu. — Gérard! kallaði hann. — Komdu með mér. — Ekki einn, sagði Gérard. — Móðir þín biður þig um það, sagði Noblet. Gérard svaraði ekki. Nú kom faðir hans út aftur. Hin ólymska ró, sem hann hafði reynt að sýna, var nú horfin með öllu. Honum var ekki sjálf- rátt lengur. — Þarna sjáið þér! öskraði hann til Daniéle. — Það er yð- ar vegna sem hann vill ekki koma heim aftur! Þér njótið þess vel að spilla honum! Eyði- leggja allt! Gérard reyndi að stilla sig. Einhver varð að haga sér eins og viti borin manneskja. — Vertu rólegur, sagði hann, einns og hann væri að tala við óþekkt barn. Við skulum tala saman. Leyfðu okkur báðum að koma upp. — Aldrei, sagði bóksalinn. — Aldrei! Gérard fannst nú að þetta væri orðinn viðbjóðslegur skrípaleikur, lítilmótlegur og jafnvel hlægilegur . . . Til að auka vandræðin og bæta gráu ofan á svart, kom nú frú Leguen út. Hún var grátbólgin. Oll framkoma hennar bar vott um að hún teldi sig saklaust fórnarlamb þessa vanþakkláta sonar síns, sem hafði látið ófyrirleitna konu fleka sig. Hún hallaði sér í áttina til Gérards og ætl- aði að fara að gráta, þegar hún kom auga á rauðu peysuna. Þá varð hún ofsalega reið. — Hún klæðir þig líka! öskraði hún. Eitthvað í Gérard brast. Þetta var vita tilgangslaust. — Nú er mér nóg boðið! sagði hann. — Nú förum við. Herra Leguen hljóp fram með krepptan hnefa, eins og hann ætlaði að berja bílinn. — Þarna sér maður að þér viljið ekki skila honum aftur heim! æpti hann. — Ef þú kem- ur ekki út úr bílnum, þá skal ég sjá um að þú verðir rekinn úr skóla! Gérard hló, sorgblöndnum hlátri, sem lýsti bæði með- aumkun og viðbjóði. f sama mund bættist Sylvia í þennan furðulega hóp. Hún óð að bíln- um og lamdi í þakið á honum. — Gérard! öskraði hún. — Gérard! — Flýttu þér af stað, sagði Gérard við Daniéle . . . Framhald í nœsta blaði. 50 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.