Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 20
Framhaldssaga eftir K.R. Butler Áttundi hluti Leigh var dauöur og jafnvel þótt Jonathan væri vopnaður, gat hann ekki framkvæmt áætlun sína. Fyrr eða síðar hlaut hann að sofna og þá fengum við tækifærið. En Jonathan var sniðugri en við héldum ... Mér til mikils léttis, skeði ekkert af því sem ég hafði ótt- azt. Jacky komst heilu og höldnu til skýlisins. Hann lét okkur líka komast óáreitta, einn af öðrum. Hann gat ekki á sér setið að miklast yfir eymd okk- ar og við gerðum sem mest úr vesaldómnum, til að láta hann fá meira öryggi. Dreng- urinn skreið strax upp á einn bekkinn, sneri andlitinu að veggnum og lá svo grafkyrr og náfölur. Querol haltraði að bekknum, sem var beint á móti dyrunum, stundi og beit á vör- ina, þegar hann lagði sig. Ég gat ekki greint hvort hann var í raun og veru svona sárþjáð- ur, eða hvort hann var að leika. Við Möoney settumst við borðið og Mooney tautaði í sí- fellu: — Ég er að deyja úr sulti! Ég dey ef ég fæ ekki mat! Ég bað til þess í hljóði að hann gerði ekki of mikið úr þessu, hann var eins og óþolinmótt barn. Jonathan skeytti ekkert um okkur, en sneri sér að Querol. — Hve mikið vitið þið? Ég á við hve mikið þið vitið um áform mín? Querol yppti kæruleysislega öxlum. — Mér er alveg sama um áform þín, það eina sem ég hef áhuga á, er að fá eitthvað að borða. Getum við fengið ein- hvern mat? Jacky var farin að taka fram kex og ost. Jonathan stöðvaði hana með byssuhlaupinu, þeg- ar hún ætlaði að ganga fram- hjá honum. — Bíddu svolítið, elskan. Hvers vegna straukstu frá mér? Ég leit ósjálfrátt á vegginn. 20 VIKAN 10. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.