Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 47
KLIPPIÐ HÉR Röntunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með ( ávísun/póstávísun/frímerkium (strikið yfir það sem ekki á við). Nafn Heimili Nr. 55 (9535) Stærðin á að vera nr. | Vikan - Simplieity i --------------,---------------KUPPIÐ HÉR 1962, þegar fyrsta kvikmynd- in um James Bond, DR. NO, var í undirbúningi, og áhuginn á bókum Ians Flemming var svo mikill, að allur heimurinn — þar á meðal John F. Kenne- dy, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna - beið í ofvæni eftir kvikmyndunum. Og engum datt í hug að Sean Connery (— hver er það? spurðu menn) yrði val- inn í hlutverkið. Þannig fór það nú samt, og ekki er beinlínis hægt að segja að ástæðurnar hafi verið rómantískar: Hann var ódýrastur, kóstaði ekki nema 6000 pund (tíundi hluti af því sem hinir vildu fá) og skrifaði að auki undir samn- ing um að leika í fleiri Bond- myndum. í öðru Iagi var hann algjörlega óþekktur í Banda- ríkjunum og það þýddi að fram- leiðendurnir (UA) gátu hafið mikla herferð með það fyrir augum að fá almenning til að trúa að £?ean Connery væri hinn raunverulegi James Bond, gæddur holdi og blóði — og auðvitað óþrjótandi kynorku. Þetta voru þeir gullnu dagar upp úr 1960, þegar 007 var á nær hverju sem var: nærföt- um, rakspíra, sælgæti, leik- föngum, skartgripum og fleiru og fleiru og aðrir kvikmynda- framleiðendur reyndu að græða með því að skíra sínar hetjur 008'/í>. Connery gerði sér fljót- lega grein fyrir því að 007 var á góðri leið með að gera hon- um meira illt en gott. „Fólk trúði því ekki að ég hefði verið. til áður en James Bond-myndirnar voru gerðar,“ segir hann, „né að ég myndi geta leikið nokkuð annað. Stundum læt ég mér detta í hug að ég hefði átt að fá mér blaðafulltrúa til að sjá til þess að fólk myndi eftir því að Sean Connery VAR EKKI James Bond. Fyrstu myndirnar voru svo vinsælar, að allt annað sem ég gerði var einskis metið (fyr- ir utan THE HILL). Svo var ég Iíka orðinn óskaplega þreyttur á því að sífellt var starað á mig; kínverska sagan um kóng- inn sem var starað á þar til hann gaf upp öndina, hvarf ekki úr huga mér.“ Ástríða kvikmyndahúsgesta fyrir þessu ofbeldissnobbi sem var svo ríkt í Bond-myndunum dugði allt fram undir 1970. Þeg- ar búið var að sýna allar Bond- myndirnar (Dr. No, From Russ- ia With Love, Goldfinger, Thunderball og You Only Live Twice) tvisvar um allan heim, höfðust hvorki meira né minna en 80 milljón sterlingspund (í kringum 18 milljarða íslenzkra króna) inn árlega. Sjálfur var Connery farinn að fá í kring- um 150.000 pund (tæplega 29 millj. kr.) fyrir hverja mynd, en samt ákvað hann einn góð- an veðurdag að hætta. „Frægð gerir leikara að verzl- unarvöru. Ég vildi eignast svo- Htið einkalíf, vildi verða öðru- vísi leikari en James Bond.“ En útkoman varð ekki ein- göngu kampavín og rósir, hvorki fyrir Connery né fram- leiðendur Bond-myndanna. Framleiðendurnir höfðu haldið því fram, að hvaða leikari sem væri eða svo gott sem — gæti leikið Bond og til að sanna það, réðu þeir svo til óþekktan sjónvarpsleikara, George Laz- enby, til að leika Bond í „On Iler Majesty's Secret Service“. Á meðan misheppnaðist Conn- ery hvert verkefnið á fætur öðru, bæði hvað snerti gæði og fjárliag, og eru SIIAKALO og THE MOLLY MCGUIRES (sem sýnd var í Háskólabíói) beztu dæmin um það. Samt sem áður er því haldið fram, að Connery hafi glott þegar myndin með Lazenby varð al- drei vinsæl og á henni grædd- ist ekki nema tæplega helming- ur þess fjár sem var meðaltal af Bond-myndum Connerys. Því var það, að stjórnandi upp- töku „Diamonds Are Forever“, 1 Cubby Broccoli, stakk upp á þvi að Connery yrði fenginn aftur. „Starfskraftar hans eru margra milljóna virði,“ viður- kenndi Broccoli. Og sú stað- reynd að Lazenby gat ekki dregið almenning að James Bond, þýddi vitaskuld að Sean Connery gat ráðið samningum sínum að mestu leyti sjálfur. En stóra spurningin hlýtur þó að vera þessi: Var almenn- ingur í rauninni svo óánægður með Lazenby sem James Bond, eða var það Bond sjálfur? Sam- fara áhugaleysinu á kvikmynd- unum minnkuðu sölur í bók- unum um Bond til mikilla muna; nýjar hetjur komu fram á sjónvarpsskerminum, nýr stíll, sem var mjög andsnúinn snobb- inu, ofbeldinu og glysinu í Bond-myndunum, ruddi sér mjög til rúms og í sem stytztu máli sagt, þá virtist frekar sem fólk hefði einfaldlega misst áhugann á James Bond, hvort sem hann var leikinn af Sean Connery eða George Lazenby. Hugarfar Bonds gagnvart hinu kyninu er ekki beinlínis í anda rauðsokkanna og James Bond var ekki lengur raunhæf per- sónumynd. Nákvæmt svar fæst að sjálf- sögðu ekki fyrr en peningarnir fyrir „Diamonds Are Forever“ fara að streyma inn — ef þeir þá gera það. En í milíitiðinni taka framleiðendurnir engar óþarfa áhættur. Connery er sýnilega eldri en hann var í síðustu mynd, en því hefur tek- izt að breyta og upp hafa verið fundin ýmis tæknibrögð, til dæmis vatnsrúm með 3000 fisk- um í og tunglvagn til að höfða til nýja stílsins. „Diamonds Are Forever“ var frumsýnd í Las Vegas um síð- ustu jól og hingað til liefur ekki orðið vart við mikla hrifningu. Lítið hefur verið ritað og rætt um myndina í erlendum blöð- um, þannig að sennilega verð- ur Connery sá eini sem græðir (fyrir utan skozku skólakrakk- ana), en myndin kostaði í fram- leiðslu rúml. 3 milljónir punda, sem í íslenzkum krónum urðu um 675 milljónir. Þykir það dá- góð upphæð til að leggja undir í öðru eins fjárhættuspili — og ekki sízt þegar kvikmyndahand- ritið var ekki gert eftir sögu Flemmings nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Connery hefur sjálfur aðeins lesið tvær bók- anna, THUNDERBALL og LIVE AND LET DIE; sagði hann þær báðar heldur leiðinlegar. í heild virðist hann líta á þetta sem ábatasaman sirkus. Hvort sem nýjasta myndin ber sig eða ekki, þá þarf Sean Connery ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Hann er auðug- ur maður, fyrir utan leik sinn er hann bankastjóri í London og rekur bílasölu í sömu borg, í East End — bankinn er í the City. En hann reiknar ekki með að hætta að leika. „Alls ekki. Mér finnst það skemmtilegt, og mér leiðist, ef ég er ekki einhvers staðar að leika.“ ★ FJÖRUTlU STORMA- SÖM ÁR MEÐ LIZ Framhald af bls. 25. sem skipulagði líf hennar svo vandlega, hafði annað í huga en þá hamingju sem keypt er dýru verði í kvikmyndaverun- um. Elizabeth var nánast þræll í þeim listilegu salarkynnum, sem líf hennar krafðist. Einu sinni bað hún um að fá að fara í heimavistarskóla, en það 'kom ekki til mála. Það leit ekki út fyrir að nokkur leið væri út úr fangelsinu. Það var aðeins eitt ráð til- tækt og það var að giftast. Þegar Elizabeth var sextán ára hafði hún leikið ástarhlut- verk á móti Robert Taylor í kvikmyndinni „Conspirator“ og 10. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.