Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 18
Fílabeinskar konur eyða furðumiklu fé í að fegra sig. Þær láta taka krullurnar úr hárinu, svo að það verði líkt þvi sem er á hvítum konum. Magate Oiawara, átján ára, ætlar að verða túlkur i ensku, frönsku og þýzku. Hún kann þessi þrjú mál þegar reiprennandi. Maria Viera, ein af fáum sýningarstúlkum landsins, i kápu frá Dior. Hinar stúlkurnar í bátnum sáu þá slíka flík i fyrsta sinn. Systurnar Ugura (tii vinstri) og Natalie, þrettán og tíu ára, eru þrátt fyrir ungan aldur teknar að stunda vændi. Þær segja að hvítir túristar vilji hafa þær sem yngstar. Land þar sem ástarsorg cr ckki til þetta hljómar eins og beint úr ævintýrum. Þar hefur ekki svo lengi sem elztu menn muna verið framið sjálfs- morð út af vonbrigðum í ásta- málum, og þjóðsögur og munn- mæli kunna ekki heldur frá neinu slíku að greina. Þar er lifað eftir gömlum orðskvið: Engin kona er ætluð einum manni aðeins. í því landi er einn kven- mannsbelgur metinn á tiu geit- ur, en í einstaka tilfellum á heila höll, en þá verður lika að vera um að ræða konu, sem finnur náð fyrir augum sjálfs forseta landsins. Þetta land er Fílabeinsströnd- in i Vestur-Afríku, og forset- inn þar, nú rúmlega hálfsjö- tugur að aldri, heitir Felix J-Iouphuet-Boigny, franskmennt- aður (Fílabeinsströndin var til skamms tíma frönsk nýlenda og franska er þar opinbert mál) eins og bezt gerist og sagður einn siðmenntaðasti þjóðhöfð- ingi í Afríku. 1952 kynnti elzti sonur hans fyrir honum unn- ustu sína, stúdínu að nafni Thérése. Vildi hann fá sam- þykki föður síns til að kvæn- ast stúlkunni. Forsetinn hafði síður en svo á móti vali sonar síns, þvert á móti leizt honum svo vel á unnustu hans að hann ákvað umsvifalaust að eiga hana sjálfur, hvað hann ekki lét lengi bíða. Áður skildi hann við þá konu sem hann átti fyr- ir, og er hann þó kaþólikki. í sárabætur lét forsetinn byggja handa syni sinum ein- hverja skrautlegustu höllina i aliri Afríku. fjörutíu herbergja slot með þremur sundiaugum, sjálfsagt fyrir peninga sem hann hefur fengið frá Vestúr- löndum sem þróunarhjáip. Son- urinn hefur þó verið tregur til að fyrirgefa kallinum brúðar- ránið og kveður svo rammt að ólundinni i honum að hann hef- ur til þessa neitað að stíga fæti í höllina, sem stendur því ónot- uð. Ibúar Fílabeinsstrandar eru um fjórar miiljónir, og er tæp- ur helmingur þeirra konur. Að flatarmáli er landið eitthvað álíka stórt og Frakkland. Þar eru níu konur læknar, ein sendiherra, seytján háskóia- kennarar, tvær dómarar, þrjár þingmenn og tvær háttsettir embættismenn. Ein þessara framakvenna er Madame Ang- hini Hortense Aka. Hún er þingmaður og lyfsali og gift stjórnarembættismanni. Hún segir: Þetta þykir sjálfsagt ósköp bágborið á evrópskan mælikvarða, en við erum stolt af því. þótt það sé ekki meira. Við verðum að hafa i huga að hér er ekki ennþá almenn skólaskylda, og það er ekki riema áratugur síðan konur fengu fyrst aðgang að háskól- um. Madame Aka klæðist á afr- íska vísu, en notar hins vegar evrópskan andlitsfarða og ek- ur BMW 2000. Um einkalíf sitt vill hún ekki ræða. „Mannin- um mínum likar það ekki,“ segir hún. „Og ég geri vita- 18 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.