Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 10
EINIÞATTTAKANDI LANDS SÍNS ÖRN EIÐSSON SKRIFAR AÐRA GREIN UM ZATOPEK Hinir glæstu flokkar gengu hver af öðrum inn á leikvanginn og stilltu sér upp á grasflötinni. Öllum flokkunum var fagnaS meS innilegu lófataki. En þegar Zatopek birtist á hlaupabrautinni sem eini þátttakandi Tékkóslóvakíu, kvaS viS dynjandi hlátur. Kvikmyndavélunum var beint til hans, allir vildu sjá hann. Zatopek leið illa sem von var og var gramur út í áhorfendur. En þeir hlógu ekki, þegar lokaathöfn mótsins fór fram ... Daginn eftir hringdi síminn og honum var tilkynnt að búið væri að auglýsa mettilraun í 3000 m hlaupi á laugardaginn. Zatopek reyndi að komast hjá því að hlaupa, en það var til- gangslaust. Honum var sagt, að frétzt hefði af æfingahlaupinu og þetta væri ákveðið. Aldrei hafði hann verið eins tauga- óstyrkur. Metið í 3000 m hlaupi var 8:42 og bezti tími hans 8:56,0 mín. Það voru aðeins 50 áhorfendur er hlaupið fór fram, en þetta gekk allt vonum fram- ar og tíminn 8:38,8 mín. var nýtt met. Íþróttasíður dagblað- anna í Prag sögðu frá afrekinu í smáklausu, e.t.v. voru þeir tortryggnir að þetta væri rétt. íþróttafréttamennirnir þekktu Zatopek og vissu að hann var góður, en met — það var ótrú- legt. Þjálfarinn Hronem sendi honum skeyti sem í stóð: „Hvað um loforðið í vor?“ Leiðtogarnir í Bata íþrótta- félaginu vildu hamra járnið meðan það var heitt og það var auglýst mettilraun í 5000 m hiaupi næsta laugardag. Vinir hans voru farnir að líta æfing- araðferðir hans öðrum augum. Met Hoseks í 5000 m hlaupi var 15:14,0. Gat Zatopek slegið það? Það verður erfitt, svaraði Zato- pek, þegar hann var spurður. Hann ofmat sig aldrei, en lagði sig allan fram. Áhorfendur voru mun fleiri á mótinu að þessu sinni, og margir höfðu aldrei áður verið viðstaddir frjáls- íþróttamót. Og Zatopek olli engum vonbrigðum — tími hans var 14:55,00 hann bætti met Hoseks um 19 sek. Það var líf í tuskunum á ritstjórnar- skrifstofum dagblaðanna og fréttin kom í útvarpinu. Hann fékk fjölmörg heillaskeyti, enda fyrsti Tékkinn, sem hljóp 5000 m á betri tíma en 15 mínútum. Sá, sem mest var undrandi, var Zatopek sjálfur. Þessu hefði hann aldrei trúað. í einu bréf- inu var honum boðið til íþrótta- móts í Prag, það átti að reyna við metið í 2000 m hlaupi. Þessi för til Prag var ekki að öllu leyti ánægjuleg fyrir Zatopek. Á brautarstöðinni sagði maður nokkur: Þeir taka góða tíma í Z}in. Hvernig gekk þetta, hvernig mældu þeir brautirn- ar? Aðrir komu með svipaðar athugasemdir. Ég hafði ekki hugsað mér, að reyna við met á þessu ári, sagði Zatopek, en forystan í Zlin vildi þetta. Gamli vinur, það eru betri hiauparar en þú þarna í Zlin, þó að þeir setji engin met. Það er rétt, hugsaði Zatopek, en þeir æfa ekki rétt og þessvegna batnar árangur þeirra ekki. Zatopek var ákveðinn fyrir áð- urneft hlaup í Prag, að sýna hinum hrokafullu höfuðstaðar- búum, að þeir hefðu rangt fyr- ir sér. — Árangurinn? 5:35 mín. og nýtt met — það þriðja á keppnistímabilinu. Nú efað- ist enginn lengur. Ferskir vorvindar léku um leikvanginn í Zlin. Sólin skein, en þó var enn kalt í lofti. Zato- pck skokkaði rólega um leik- vanginn, en af og til tók hann sprett. Hann hafði eymsli í fæti. í vetur, þegar snjórinn var mestur og hann gat ekki æft úti, var tekið til við æfing- ar innanhúss. Á einni slíkri æfingu varð Zatopek fyrir ó- happi og meiddi sig. Hann var lengi að ná sér eftir meiðslin. Veturinn hafði verið erfiður, víglínan færðist nær bænum og það voru gerðar loftárásir, en samfara þessu var vonin um, að stríðinu lyki bráðlega. íþróttamennirnir komu saman og áttu góðar stundir. Þeir röbb- uðu um íþróttir, æfingarn- ar og hið skemmtilega í sam- bandi við keppni og ferðalög. Zatopek æfir sig fyrir Evrópumeistaramótið í Bern 1954. Hann hljóp maraþonvegalengd á hverjum degi í snjónum. 10 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.