Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 35
r RAFMAGNS- ELDAVÉLASETT MIÐSTÖÐVARKETILL Við Qðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar BANGLA DESH HLJÓMLEIKAR Framhald af bls. 27. ana í lagi sinu ,.Wah Wah", umkringdur hafsjó af tónlist- armönnum. Hljómsveitin var svo sterk i fyrsta laginu, að rödd Georges heyrðist tæplega, enda varla við öðru að búast: Vinstra meg- in við Harrison stóð Eric Clapton með gítarinn sinn og rétt fyrir aftan hann hamraði Leon Russell á píanó. Ringo Starr og Jim Keltner voru fyrir aftan með tvö trommusett, Billy Preston var við orgelið hægra megin við George, þar hjá var þ:iðji gítarleikarinn, Jesse Da- vis (áður með Taj Mahal) og rétt fyrir aftan hann stóð mað- urinn sem hefur verið kallaður ,,nýi BítiUinn11, bassaleikarinn Klaus Voorman. Öðru megin á sviðinu voru meðlimir hljómsveitarinnar Badfinger, en jafnvel þótt þeir hafi ekki verið ýkja skemmti- legir í Laugardalshöllinni sl. haust, eru Bítlarnir mjög hrifn- ir af þeim og má til dæmis benda á að George hefur haft yfirumsjón með hljómplötu- upptökum þeirra; þeir spiluðu allir á kassagítara sem ekki heyrðist í. Við hlið þeirra var sjö-manna hornaflokkur undir stjórn Jim Horns og hinum megin á sviðinu. fyrir aftan Preston og B-3 Hammond org- elið hans, var níu-radda söng- flokkur. George þeysti um sviðið og leit við öðru hvoru til að fylgjast með að öll ,,áhöfnin“ væri á sínum stað. Hann virtist taugaóstyrkur — „Bara tilhugsunin fær mig til að skjálfa", sagði hann fyrir hljómleikana — en allt hljóm- aði rétt eins og ætlast var til. Stærsta rokkhljómsveit í heim- inum var saman komin í þetta eina skipti. Án þess að stoppa fóru þeir út í ,,My Sweet Lord“. Áheyr- endur tóku því eins og við var að búast, með tvískiptu klappi: í fyrra skiptið þeir sem þekktu fyrstu tvo tónana og síðan þeir sem tóku við sér um leið og George byrjaði að syngja. Rödd Harrisons var ákveðin og ör- ugg, hann hreyfði sig í takt við tónlistina og virtist skemmta sér hið bezta. Kórinn söng hallelúja út í myrkrið og áheyr- endur stóðu stífir af hrifningu. Án þess að segja orð hélt Ge- orge áfram og söng „Awaiting on You All“ og hljómsveitin spilaði sem einn maður, „Næst langar okkur að flytja lag . . . eftir einn meðlim hljóm- sveitarinnar . . .“ sagði George og kynnti Billy Preston, sem flutti stórfenglega útgáfu af lagi sinu „That’s the Way God Planned It". George fór yfir i rythma og lét Clapton og Davis um sólógítarinn. Billy söng tvö vers og fór síðan út í rólegt millispil, ekki ósvipað kirkjuorgelleik, í dúet við Clapton, sem gerði það svo vel að stór hópur af fólki hélzt ekki við í sætum sinum og dansaði um gólfið fyrir framan sviðið. Blásturshljóðfærin komu inn í sm'átt og smátt og á end- anum stökk Billy upo, klædd- ur leðurfötum frá hálsi og nið- ur úr (á höfðinu var hann með fjólubláa orjónahúfu), og dans- aði villtur fyrir framan hljórn- sveitina. Þegar lokatónninn var slcginn (eða blásinn) dansaði allur salurinn. Áður en fólk hafði náð and- enum var ljósgeisla beint að trommusettinu og þar sat Ringo brosandi í gegnum skeggið. Hann brosti mestallan tímann som hann söng lag sitt. „It Don’t Come Easy“, lék sjálfur á trommurnar og missti aldrei tempóið, en hjó sönginn dálít- ið. B'agr.aðarlætin voru.gifurleg Geoi-ge róaði salinn með þvi að syngja „Beware of Dark- ness", og um leið og greina mátti kyrrðina sem var að fær- ast yfir, sneri hann sér við og að hljóðnemanum stökk Leor. Russell sem hélt áfraVn með lagið. Fagnaðar- og undrunar- óp gusu upp í salnum; Russell hafði ekki sézt það sem af var laginu og fólkið fór að gera sér grein fyrir því, að geta þessarar hljómsveitar var ó- takmörkuð. „While My Guitar Gently Weeps", gamla lagið sem Bítl- arnir voru með á hvíta albúm- inu, setti áheyrendur svo að segja alveg úr skorðum, en þó voru allir hljóðir á meðan Ge- orge, Jesse og Eric skiptu með sér gítarleiknum; sá síðast- nefndi lék sólóið eins og hann gerði einnig á plötu Bítlanna. Gítararnir og hornin töluðust við undir lokin og þessi „end- urfæðir.g“ tónlistar hinna einu og sönnu Bítla hafði svo mikil áhrif á áheyrendur, að margir grétu af hrifningu. Leon Russell lagði eitt and- artak frá sér sígarettuna, strauk sítt hárið frá augunum og hamraði byrjunina á „Jumpin Jack Flash“ svo kröftuglega á 10. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.