Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 8
Asl heinir var afnrot Framhaldssaga 2. hluti eftir Pierre Duchenese Samtalið við foreldra hans varð ekki annað en auðmýkjndi togstreita um Gérard. Hvað gat hann gert, annað en að snúa baki við þeim? Einhver fyrirboði óhamingju lá í loftinu ... — ViÖ verðum að vera var- kárari nú, sagði Gérard. Hann beit í samlokuna sína. Hann sá líka að klukkan var orðin fjögur og hann var hungr- aður eins og úlfur. Hann leit í kringum sig og var undrandi yfir því að þau Daniéle voru ein í kaffistofunni, þar sem þau höfðu svo oft hitt alla klíkuna. — Við verðum að fara var- legar nú, sagði hann aftur. Daniéle hristi höfuðið. — Nei, sagði hún ákveðin. Gérard horfði undrandi á hana. — Við verðum að tala við foreldra þína, sagði Daniéle. — Við leggjum þetta fyrir þau og biðjum þau að hjálpa okkur að greiða úr flækjunni. — Þér getur ekki verið al- vara, sagði Gérard og það kenndi eins konar ótta í rödd hans. — Jú, ég vil að við gerum það. — Þau fleygja okkur á dyr, sgaði Gérard. —- Ef þau gera það, þá verð- um við bara að bíða, sagði Daniéle. — Bíða eftir hverju? — Eftir því að þau fái skiln- ing á þessu . . . — Og hvað eigum við að gera á meðan? — Ekkert, sagði Daniéle lágt. — Eigum við þá alls ekki að hittast? Daniéle hristi dauflega höf- uðið. Það var einkennilegur glampi í augum hennar, eins og hún hefði hlegið dátt eða væri um það bil að gráta. —■ Nei, Gérard, sagði hún og rödd hennar var aðeins’ hvísl. Daniéle sat í dagstofu sinni og reykti, starði fram fyrir sig, viðutan. Hún hafði ekki hitt Gérard í þrjá daga. Það var óbærilegt. Hún hafði stöðugan sting í brjóstinu og gat ekki sofið á nóttunni, nema með svefnlyfjum. Það var mjög dimmt úti. Drengirnir voru sofnaðir fyrir góðri stundu. Hún hafði gleymt að loka fyrir plötuspilarann, en tók ekkert eftir því að hann gekk. Það var hringt dyrabjöllunni. Daniéle hrökk við og var næst- um búin að missa sígarettuna. Það var hringt aftur — löng hringing. Daniéle flýtti sér til dyranna. — Hver er það, spurði hún. — Það er ég. Það var rödd Gérards. Daniéle lokaði augun- um. — Ég var búin að biðja þig að koma ekki hingað, sagði Daniéle örvilnuð. Þungur dynkur og hurðin hristist. Svo brakaði í karmin- um. Gérard hafði kastáð sér á hurðina. Svo heyrðist brothljóð og dyrnar létu undan og það mun- aði minnstu að Daniéle gæti forðað sér. Hún starði, skelf- ingu lostin, á Gérard. — Þráðir þú svona mikið að hitta mig, sagði hún og það kenndi viðkvæmni í röddinni. Gérard lokaði augunum og þreif hana í faðm sinn. Höfuð hans féll niður á öxl hennar, eins og hann væri að leita skjóls, en um leið þrýsti hann henni að sér. Daniéle lokaði líka augunum og ætlaði að segja eitthvað, en lokaði munn- inum aftur og vafði örmunum um háls unga mannsins. — Fyrirgefðu, hvíslaði hann í eyra henni . . . Leguen bóksali hafði farið úr skónum og lá á hnjánum í bókaglugganum. Hann var bú- inn að taka allar bækur eftir og um Lenin, Mao og Marcuse úr glugganum. Nú auglýsti hann aðallega bækur um sum- arferðalög og framandi lönd, handa þeim sem voru að fara í sumarleyfi. Það heyrðist fótatak í búð- inni yfrir aftan hann. Frú Le- guen stakk höfðinu inn í gluggann. Hún var róleg og glöð á svipinn. — Komdu nú, pabbi, þeir eru að fara. Leguen skreið út úr glugg- anum, burstaði af hnjánum og fór í skóna. Við hlið Gérards stóð magur og mjór piltur, bjartleitur og opineygur. Báðir voru piltarnir klæddir galla- buxum og jökkum. Tveir út- troðnir bakpokar stóðu á gólf- inu. Herra Leguen rétti magra piltinum hönd sína. Hann tók hressilega í hönd bóksalans og brosti, nokkuð barnalega. Frú Leguen var mjög glaðleg á svip. — Ég treysti þér, Roger, þú manst að þú ert eldri, sagði hún. Ég gleymi því ekki, sagði Roger, nokkuð furðulegur á svip. Gérard lyfti upp bakpoka sínum og Roger fylgdi dæmi hans. Þeir gengu út á götuna. Foreldrar Gérards vildu endi- lega fylgja þeim að vagnstæð- 8 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.