Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 46
an ég kynntist þessu fólki, vil ég ekki hverfa aftur heim til þorpsins míns. Þegar ég skrapp þangað síðast, æptu allir á mig: „Mademoiselle Indépendance" (Ungfrú Sjálfstæð) eða það sem verra var: „Mademoiselle Singe Blanc“ (Ungfrú Hvítur api). Og ég hafði þó ekki gert annað af mér en að vera í pínu- pilsi.“ Lúxusbílar og einkennis- klæddir þjónar. Yfirstéttarkonurnar, sem skipta við Madame Fabiani, klæðast allar fötum frá Dior og Yves Saint-Laurent. Just- ine hefur nærri ellefu þúsund krónur í kaup á mánuði. „Það er meira en faðir minn vinnur sér inn á þremur mánuðum," segir hún hreykin. Madame Fabiani segir hana frábæra í sinni grein, enda hafi hún sent hana til Parísar til náms, þar sem hún dvaldi um árs skeið. Þingmaðurinn Hortense Aka er ekki hrifin af þeim sið að láta ala gáfaðar afrískar stúlk- ur upp í Evrópu. „Við viljum ekki vera neinar svartar Evr- ópukonur," segir hún, „heldur nýtízkar Afríkukonur." En löndur hennar taka ekki ýkja mikið mark á henni. Konur ráðherranna senda dætur sín- ar í ballettskóla þegar þær eru sex ára. í listaháskólanum í Abidjan dansa námsmeyjarnar annan hvern dag eftir tónlist Tjaíkovskís. Ballettmeistarinn, sem er frönsk, segir námsmeyj- arnar ekki skorta hæfileika, en henni ofbýður lúxusinn, sem þær eru látnar vaða í. Þeim er ekið í skólann í lúxusbílum, sem einkennisbúnir bílstjórar stýra, og bíða þeir eftir þeim meðan skólinn stendur yfir, það er að segja þrjár stundir. Og heimili þeirra eru loftkæld- ar villur. Eins og nærri má geta búa ekki allir Fílabeinar svo vel. Til dæmis ekki Ugura og Nata- lie, þrettán og tíu ára dætur yfirvarðstjóra hjá lögreglunni. Þótt faðir þeirra hljóti að vera betur settur efnahagslega en þorri múgamanna, hafa dætur hans, þrátt fyrir ungan aldur, þegar gerzt vændiskonur og hafa hvíta túrista að sérgrein. Áður var vændi svo lítt þekkt hjá ættbálkum Fílabeinsstrand- ar að þeir eiga ekki orð yfir það í tungumálum sínum. „En í dag,“ segir Svisslendingurinn Martin Kohn, sem rekur bar í fátækrahluta Abidjan, „er þriðja hver afrísk kona hóra. Svo að segja hver einasti kven- maður hér er falur fyrir pen- inga.“ ' Martin Kohn ætti að vita þetta; barinn hans er ein helzta vændismiðstöð í Afríku. Hann gerðist barstjóri sem hér seg- ir: „Ég kem hér við á ferðalagi og ætlaði aðeins að doka við í fáeina daga, hjá vinkonu minni, sem rak þá þennan bar. Hún er líka svissnesk. Hún bað mig þá að sjá um barinn fyrir sig í mánuð, meðan hún skryppi til Sviss í viðskiptaerindum." Að mánuði liðnum fékk Kohn bréf frá fangelsi í Zúrich. Þar stóð að vinkona hans hefði ver- ið tekin föst fyrir tilraun til hvítrar þrælasölu. Hún mælt- ist til þess að Kohn ræki fyrir hana barinn unz hún yrði frjáls á ný. Nánari fréttir bárust smám saman: „Vinkona mín hafði reyrtt að ráða tli sín hvítar stúlkur. Hvítar stúlkur fyrir negra — það hefði slegið allt út. En því miður lánaðist það ekki.“ Síðan eru þrjú ár liðin. Kohn rekur enn barinn fyrir vinkonu sína, sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. „Svartar mellur,“ segir hann, „geta aldrei verðlagt sig eins hátt og hvítar. Þær verða að bæta það upp með fjöldanum.“ Og fjöldann vantar ekki. Þær þyrpast að barnum í torfum, sultarlegar þrettán til tuttugu ára stúlkur, ekki einungis fíla- beinskar, heldur og víðar að: frá Gana, Tógó, Márítaníu. Flestar hafa þær hlaupizt á brott frá eiginmönnum sínum, sem börðu þær, þrælkuðu og sveltu. Martin Kohn segir: „Hér ráfa þær um í þúsundatali og hafa ekkert að bjóða nema líkam- ann, sem naumast nokkur vill.“ Fílabeinarnir hafa eiginkonur sínar, og evrópsku og amerísku túristarnir þora varla að koma nærri svörtu vændiskonunum af ótta við kynsjúkdóma. Al- þjóðleg .rannsókn hefur sem sé leitt í ljós, að áttatíu og fimm af hundraði allra afrískra kvenna séu með kynsjúkdóma. Afríkumenn kenna Evrópu- mönnum um það, eins og raun- ar flest annað slæmt. Á hinn bóginn eru vændis- konur ekki fyrirlitnar í Afríku, líkt og í Evrópu. Fílabeinskir eiginmenn skammast sín ekk- ert fyrir að segja frá því að konur þeirra starfi sem vænd- iskonur. „Ég giftist ekki nema hvítum manni.“ Afríska kvenþjóðin í dag býður upp á mikla fjölbreytni. Við getum nefnt til dæmis Jacqueline Assamoi, tuttugu og átta ára gamla. Hún rekur stór- virðulega tízkuverzlun. í Abi- djan, og meðal viðskiptavin- anna eru sendiherrafrúrnar og dóttir forsetans. Hún segir: „É'g tek Pilluna, á sportbíl og er í París þrjá mánuði á ári.“ Marie Vera, tuttugu og fimm ára sýningarstúlka, hefur einn- ig leikið í kvikmynd. Hún er ógift, en á sjö ára gamlan son og lætur ala hann upp í París. „Ef ég giftist einhvern tíma,“ segir hún, „kemur aðeins hvít- ur maður til greina." Marcelline Aléssé, tuttugu og tveggja ára, lærir leiklist í lista- háskólanum í Abidjan. Hún dýrkar Beethoven, Shakespeare, Goethe og Sophiu Loren. Faðir hennar er verkamaður og get- ur naumast skrifað nafnið sitt. Það var franskur kennari, sem uppgötvaði Marcelline og út- vegaði henni styrk til náms. Á næsta ári stendur til að leik- húsi verði komið upp í Abi- djan, og þar ætlar Marcelline að vinna. „É'g get grátið, þegar ég hugsa um kvenfólkið hérna,“ segir hún. „Fjórar af hverjum fimm þeirra lifa nákvæmlega sama lífi og formaður þeirra á síðustu öld. Þær eru sálar- lausar. Þær eru seldar eins og búpeningur. Hvenær læra afr- ískir karlmenn eiginlega að það er ekki hægt að kaupa hamingj- una?“ Vissar tilraunir eru að vísu gerðar til að hífa fílabeinskar konur upp úr aumingjaskapn- um. Stofnað hefur verið í Abi- djan kvenfélag, sem heldur skóla til að kenna konum að lesa, skrifa og reikna. Fimm hundruð konur á aldrinum átján til fjörutíu ára sækja þann skóla. Forstöðukona skól- ans, Madame Madeleine Lam- bin, eiginkona ritara í fjármála- ráðuneytinu, segir: „Þegar þessar konur, sem nú koma með börnin með sér í skólann, útskrifast úr skólan- um eftir þrjú ár, verða þær ekki ólæsar framar — líkt og menn þeirra verða þá ennþá. Þær geta lesið blöðin og til dæmis sagt mönnum sínum hvernig veðrið verði á morgun —• eftir að hafa séð veðurfrétt- irnar í blöðunum. Það hefur í för með sér byltingu á mörg- um heimilum.“ ☆ JAMES BOND Framhald af bls. 33. stöffvarnar. Fékk dagskrá þcssi, sem var meff mjög alvarlegum undirtón, góffa dóma og ekki sízt hjá verkamönnunum, sem venjulega kalla ekki allt ömmu sina. Frægt nafn hans veitti myndinni áhrif sem ella hefffu líklega ekki veriff fyrir hendi. Nýlega barffist hann mikilli baráttu fyrir því aff nýjasta kvikmyndin hans (þ. e. sú á undan DIAMONDS), „The Anderson Tapes“, yrði frum- sýnd í Edinborg í staff London. Helztu rök hans voru þau, aff Edinborg þyrfti meira á frum- sýningu aff halda en London. Skozk þjóffernisstefna Conn- erys hefur orffiff fyrir affkasti og þá einna helzt fyrir þaff, aff hann hefur alls ekki búið í Skotlandi aff staðaldri síffan hann var strákur. Síffan hefur hann affallega veriff á ferða- lagi viff aff leika James Bond. En samt sem áður er þessi þjóffernisstefna hans einlæg og sagt er, aff á handlegg hans séu tattóveruff orðin: „Scotland Forever”. Connery gefur dauff- ann og djöfulinn í gagnrýnend- ur sína: „Ég hef alltaf veriff Skoti og verff það alltaf. Eins og affrir Skotar er ég dálítill sjálfsskoffari, mér leiffast lygar og ég vil aff fólk komi blátt áfram fram viff mig. Ég hef mitt heita og mikla skap, en ég reyni aff halda aftur af mér og æsi mig yfirleitt ekki nema þegar einhver sýnir fádæma kjánaskap eða þegar mér geng- ur illa í golfi.“ Sean Connery fór fyrst frá Skotlandi til Lundúna upp úr 1950 til aff taka þátt í keppn- inni um titilinn „Mr. Universe“, þar sem honum höfffu safnazt dágóð vöðvaknippi vi® múr- verkiff, stálvinnuna og kistu- slípunina. Aff vísu vann hann ekki keppnina, en hann fékk stöðu í kórnum í „South Paci- fic“, sem þá var veriff að sýna í London og í kórinn þurfti hóp af kraftalegum, ungum mönn- um, sem áttu aff leika banda- ríska sjóliða. Síffar kom í ljós, aff fyrir utan útlitiff hafði Conn- ery töluverffa leikhæfileika og því fékk hann æ fleiri hlut- verk í sjónvarpsleikritum og smávægilegum kvikmyndum. En enginn reiknaffi meff, aff hann fengi lilutverk 007, þegar menn eins og Richard Burton, Trevor Howard, Peter Finch og James Mason voru helzt álitnir koma til greina. Þetta var árið 46 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.