Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 26
n I ! BANGLA DESH HLJOMLEIKAR Ömar Valdi heyra „ra ma .-* ^P tlW^.T-Tr1 - .<• ______¦_§,'^___l BMrV ^^^H £ Á Bf_______________«3r - ^ fíT, r Fyrir ofan er Bob Dylan, hægra megin við hann er Ravi Shankar, hér að neðan er Ringo Starr og hægra megin við hann er Leon Rjssell. ítarleg grein um Bangla Desh-hljómleika þá er George.Harrison stóð fyrir í New York í fyrrasumar, í tilefni þess að út er komið þriggja platna sett með tónlistinni af hljómleikunum. Óumdeilanlega voru Bangla Desh-hljómleikarnir sem Ge- orge Harrison og Ravi Shankar stóðu fyrir í Madison Square Garden í New York 1. ágúst síðastliðinn, einn merkasti tónlistarviðburður síðari ára. Ekki eingöngu vegna spenn- ingsins og glysins í kringum þá, ekki eíngöngu vegna stór- kostlegs tónlistarflutnings og ?kki einu sinni vegna ,,risanna" sem voru þar saman komnir, heldur vegna þess að á þessum hljómleikum komu fram þeir menn sem mest áhrif hafa haft á tónlist siðari hluta þessarar aldar; eins vegna þess að 40.000 ungmenni, ásamt hópi manna sem oft hafa verið kallaðir „eínskís nýtir hippar og dóp- istar" sýndu í verki, að æsku heimsins stendur ekki á sama um sveltandi börn í Bangla Desh og að þetta sama unga fólk lætur sér ekki nægja að tala um hlutina. Það er fyrir löngu búið að gera nóg af því. Það er þegar orðið að eins- konar orðatiltæki að halda fram, að Bítlarnir og Bob Dyl- an hafi verið meðal áhrifamestu einstaklinga síðasta áratugs. Meira en nokkrir aðrir hafa þeir hjálpað okkur til að eign- ast sameiginlegan sjóndeildar- hring, en nú upp á síðkastið hefur virzt sem það sem þeir sungu um — ást, friður og hugrekkið til að skoða okkar eigin hugi — hafi orðið að eitthverju fjarrænu sem engar stoðir á í raunveruleikanum. Hljómleikarnir vöktu þessa gömlu drauma upp og við skul- um vona að það verði ekki tímabundin uppvakning. Dylan söng „A Hard Rain's A-Gonna Fall" og meinti það'jafnvel enn meira en þegar hann sendi það fyrst frá sér fyrir nokkrum ár- um. George söng lag sitt „Bangla Desh", hálf-klökkur, og með þvi eina lagi fékk hann alla til að gera sér grein fyrir tilefni hljómleikanna hafi ein- hver ekki gert það áður. Vissu- lega má gera ráð fyrir að marg- 26 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.