Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 48
hún hafði líka leikið á móti hinum laglega Peter Lawford. Hún hafði líka dansað við Philip prins í London. Eitt sinn heyrði einn af umboðsmönnum hennar hana segja að hún væri eins og barn í líkama fullorð- innar konu. Eftir nokkra daga mátti lesa þessi ummæli henn- ar í blöðum og tímaritum um allan heim. Gat hjónaband frelsað hana undan miskunnarlausu oki móðurinnar og kvikmyndafé- lagsins? Elizabeth var ekki fjarri því. í öruggri höfn hjóna- bandsins myndi hún geta ráðið sér sjálf og fengið að njóta ein- hvers af því sem annað heil- brigt, ungt fólk áleit svo sjálf- sagt. Og svo varð Elizabeth Taylor ástfangin og auðvitað var það í ungum ríkum manni og þau komu sér jafnvel saman um að opinbera trúlofun sína. Ungi maðurinn setti það sem skil- yrði að hún hætti að leika í kvikmyndum, þega'r þau væru gift. Hún lofaði því, þar sem hún var orðin hundleið á því lífi, sem hún varð að lifa. En þetta var nú ekki svo einfalt. Móðir hennar og forráðamenn kvikmyndafélagsins lögðu að henni að leika í einni kvik- mynd í viðbót og Elizabeth hafði ekki töggur í sér til að standast fortölur þeirra, hún gerði það sem þau sögðu og ungi maðurinn hvarf á braut. FYRSTA HJÓNABANDIÐ Nokkru eftir að slitnaði upp úr trúlofun hennar, birtust myndir í blöðunum af ungu og hamingjusömu pari — Eliza- beth Taylor og Conrad Nichol- as Hilton, sem var sonur hins auðuga hóteleiganda. Liz var þá átján ára og Nicky, sem var gerspilltur glaumgosi, var tutt- ugu og þriggja ára. Þetta hent- aði auglýsingafólkinu prýðilega og hvert sem þau fóru voru myndavélarnar alltaf til taks. Reyndar voru smá meinbugir á hjúskap milli þeirra; Hilton var kaþólikki. En fyrr en varði var kvikmyndafélagið búið að kippa þessu í liðinn, einfald- lega með því að gera Liz kaþ- ólska í skyndi. Þetta var árið 1950 og það stóð í öllum blöð- um þegar Nicky Hilton kvænt- ist Liz og að þau fóru í langa brúðkaupsferð til Evrópu og urðu samferða hertoganum og hertogafrúnni af Windsor. Nú var Elizabeth Taylor laus við kvalara sína og gat notið lífsins í ríkum mæli. En hvern- ig átti hún að njóta þessa ný- fengna frelsis? Sjálf hafði hún minnst af öllum hugmynd um það. Það var svo mikill regin- munur á lífi hennar undir járn- aga móðurinnar og kvikmynda- fólksins, sem alltaf hafði sagt henni hvað hún átti að gera og hvað hún ætti að segja við öll tækifæri og hjónabandinu með hinu svokallaða frelsi, að það bar hana ofurliði. Þegar hin langa brúðkaupsferð var um garð gengin, þá vissi hún alls ekki hvernig hún átti að skipu- leggja þessa nýju tilveru sína. Og hún kunni heldur engin ráð til að mæta hinni ofsalegu öf- und sem eiginmaður hennar lét í Ijós gagnvart stjörnuferli hennar. Eftir mikið rifrildi, marga að- skilnaði og sættir, skildu þau loksins samvistum fyrir fullt og allt. Elizabeth Taylor var því bæði gift og fráskilin, þegar hún var nítján ára. Líf hennar undir ofurvaldi móðurinnar og kvikmyndafé- lagsins hafði verið hrein mar- tröð. Hjónaband hennar varð áfall, vegna þess að Elizabeth, hin dáða stjarna, var raunar ekki annað en óþroskað en viljasterkt barn, falleg brúða, sem aldrei hafði þurft á sjálf- stæði að halda, aldrei verið ábyrg gerða sinna og hafði lít- ið sem ekkert lært um mann- legt gildi. Þegar skilnaðurinn var um garð genginn, stóð þessi unglingur uppi, vonsvik- inn með dýrkeypta reynslu að baki og ofurseldur biturleikan- um. En eitt vissi hún, hún var laus við vald móðurinnar. Hún ákvað að nota þetta nýfengna frelsi vel. Nú var lífið raun- verulega að byrja . . . _______Framhald í nœsta blaSi. LlKÚR JÖKLINUM Framhald af hls. 7. metra hæð komu þau hjón sér upp bækistöð. Elena var þá mjög þreytt, og maður hennar gat talið liana á að híða sin þarna. Sjálfur liélt César liærra með öðrum leiðangurs- mönnum. Sextánda ágúst, eftir ])riggja daga erfiða göngu, komust þeir upp á tindinn. César var svo hreykinn að liann fann hvorki til kulda né þreytu, er hann reisti stöng með spænska fánanum í snjón- um. Leiðin niðrímóti var ekki síður erfið og liættu- leg, og þegar César loks- ins komst niður í bæki- stöðina, steinuppgefinn, komst hann að því að kona hans var orðin liættulega veik. Og nokkur hundruð metrar voru niður að næsta þorpi. Pérez hraðaði sér þang- að, en hjálpin kom of seint. Kona hans var þá látin úr þarmábólgu. César Pérez varð að jarða konu sína í framandi jörð. Hann vant- aði útbúnað lil að flytja líkið með sér, og þar að auki grunaði bann að skrif- stofubákn pakneska rikis- ins mvndi ekki leyfa það umsvifalaust, að lík væru flutt út úr landinu. En eftir þrjá mánuði kom César Pérez aftur, í það skiptið með vinum sín- um Alfonso Rodriguez Cboren og Rieardo Amich Castro. Ferðin uppeftir í jeppanum varð enn erfið- ari i þetta skiptið en hið fyrra, og veltan niður brekkuna liefði vel getað orðið þeim öllum að ald- urtila. En þeir sluppu allir ómeiddir að kalla. Þeir biðu af sér bylinn óg ýttu síðan bílnum upp á veg- inn. Nokkrum dögum sið- ar komu þeir til þorpsins Cbitral, neðarlega i fjalls- hlíðinni. Þar létu þeir smíða likkistu. Lögreglu- foringi á slaðnum gaf þeim leyfi til líkflutnings. Þeir lóku á leigu nokkra burð- armenn og fluttu svo kist- una með sér upp í þrjú þúsund og niu hundruð metra hæð, upp i svonefnt Chagrumm-skarð, þar sem leiðsögumaður að nafni Abdul Rajaman beið þeirra. Hann átti að fylgja þeim til grafar Elenu. Eftir þreytandi göngu móti snarbratta i snjó og kulda komast mennirnir að gröf Elenu, sem merkt er með óbrotnum trékrossi. Likið er grafið upp og sett í kistuna. Svo hefst ferðin niður brattann, yfir báskalegan jökul með ótal sprungum. Mennirnir eru tólf saman, og bera kistuna til skiptis á öxlum sér. Þeir komast slysalaust niður fjallið. I lieimabæ þeirra lijóna, Higueras á Spáni, hefur Elena de Pérez nú verið jörðuð öðru sinni. Því nær allir bæjarbúar fylgdu lienni til grafar. í kistuna við hlið hennar var lagður spænskur fáni. ☆ KONA UM BORÐ Framháld af bls. 22. Hann þagnaði andartak, svo sagði hann lágt: — Hefur mér heppnazt þetta, Jacky? Hún svaraði ekki. En ég sá að hún fékk tár í augun af meðaumkun, — eða ást? Jonathan andvarpaði. — Nei, ég sé mér hefur ekki tekizt það. En ég get ekki látið þig fórna öllu mín vegna. Þess vegna verð ég að deyja. Með Snöggri hreyfingu sneri hann byssuhlaupinu að sér. — Nei! öskraði Jacky. — Gerðu þetta ekki, Jonathan! Hún þaut til hans. Og þetta var það sem hann beið eftir. Hann greip í hárið á henni með vinstri hendi og sveiflaði henni fram fyrir sig og sneri byssunni í þeirri hægri, svo hlaupið þrýsti á bakið á henni. — Ó, Jacky! stundi ég með sjálfum mér. Jacky, Jacky ... ! — Takk, ástin mín, sagði Jönathan. — Ég vissi að þú gætir ekki staðizt töfra mína. En þetta var svolítið vafasamt og spennandi. Ég vissi að ég var svolítið illa settur. Ég gat ekki haft ykkur öll á valdi mínu í einu með byssunni. Eða hvað haldið þið? Við Querol færðum okkur báðir fram eitt skref, en urð- um að nema staðar, þegar Jonathan öskraði: — Hægan, annars skýt ég hana! Querol átti ekki annarra kosta völ en að hlýða. Hann var reiður og hjálparvana og kallaði til Jacky: - Ég varaði þig við honum! Ég sagði þér að 48 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.