Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 22
«c Hann talaði í svo innilegum og mildum tón, að það var erf- itt að hugsa sér að þetta, sem var svo áríðandi fyrir hann, var að myrða sinn eigin bróður. Jacky smurði meira kex með osti. Ég gaut augunum til Que- rols. Hann hafði hrukkað enn- ið og ég hugleiddi hvort hann væri að hugsa það sama og ég; að þetta væri alltof auðvelt. Jonathan hlaut að vita að við vorum með ákveðin áform á prjónunum. Mér fannst and- rúmsloftið titra. Querol settist snögglega upp. Hann gat ekki afborið að liggja svona lengur. Jonathan leit til hans, en Jacky sagði: — Sjáðu, er þetta ekki nóg handa hon- um. Rödd hennar var svo ann- arleg, að Jonathan virti hana fyrir sér. Hún tók diskinn og gekk til dyra. — Megum við ekki hita kaffi, við þurfum að fá eitthvað heitt! — Eldurinn er úti, sagði Jonathan. — En hann er kulnaður. Má Ross hjálpa mér við að kveikja hann aftur? — Já, í öllum bænum. Nú varð ég fyrst alvarlega hræddur. Þetta var alltof auð- velt! Jacky gekk til dyranna með diskinn í hendinni og mér fannst hún hreyfa sig alltof hratt. Ég reis rólega á fætur og mér fannst sem augu hinna brenndu mig í bakið, þegar ég fylgdi eftir henni. Querol, drengurinn ,Mooney og Jona- than, allir fylgdu okkur með augunum. Loksins náði ég til dyranna. Ekkert skeði. Þetta var ekki gildra, ekkert bragð af Jonathans hálfu, hann leit ekki út fyrir að grúna okkur um græzku. Það var farið að rigna. Ég settist á hækjur við eldinn. Jacky var komin að þrepunum og farin að fikra sig upp. Storm- urinn blés regninu í andlitið á mér og það var ískalt. Leigh skaut skerminum fyrir ljósið og það varð koldimmt um stund, sex sekúndur. Þegar ljósið kom aftur, sá ég að Jacky var komin upp á pallinn. Leigh beygði sig til að taka við disk- inum. Hann hélt sömu stöðu í fimm sekúndur, meðan ljósið skein. Síðan rétti hann úr sér og byrgði ljósið. Hafði Jacky ekki getað mútað honum? Sex sekúndna myrkur. Svo kom skært ljósið aftur. Jacky stóð ennþá uppi á pallinum. Mér fannst hún vera að fálma eitthvað við töskuna sína. Leigh beygði sig aftur áfram og það liðu fimm sekúndur . . . sex . . . sjö . . . — Leigh, þú heldur ekki taktinum! öskraði Jonathan. Leigh rétti strax úr sér og skaut skerminum fyrir lamp- ann. Það var augljóst, Jacky hafði ekki tekizt að múta honum. í næsta sinn sem ljósið kom, sá ég að Jacky var á leið nið- ur. En þá gerði Leigh sig lík- legan til að fara á eftir henni! Hann beygði sig niður og ég sá greinilega þegar hann beygði annað hnéð og leitaði eftir efsta þrepinu með hinum fætinum. — Farðu strax að lampan- um! öskraði Jonathan. Á næsta augnabliki heyrðist hár hvellur. Mín fyrsta hugsun var að Jonathan hefði hleypt af byssunni, en svo sá ég hvað skeð hafði. Lampinn hafði sprungið. Ljósið blossaði upp, ótrúlega sterkt, eitt andartak og svo varð kolsvart myrkur. Ég sá fyrir mér það síðasta sem skeði: Leigh, sem varð ur.drandi yfir þessari spreng- ingu, missti jafnvægið, baðaði út handleggjunum og steyptist fram af pallbrúninni. Querol kom þjótandi út með stormluktina í hendinni. Dreng- urinn og Mooney voru á hæl- um hans. —• Hvað er þetta? spurði hann. ^Var það skot? Nei, lampinn sprakk. Það hlýtur að hafa verið regnið, sem orsakaði það, kallaði ég til hans og leit um öxl. Ég var kominn af stað á leið til vit- ans. Þegar ég kom þangað, stóð Jacky hreyfingalaus og fyrir framan hana lá lífvana líkami Leighs. — Farðu burt! bað ég hana, eða réttara sagt skipaði ég henni, en hún hreyfði sig ekki úr stað. —- Hann ætlaði að koma niður, hvíslaði hún lágt. — Hann var búinn að lfoa að gera það sem við vild- um. Querol kom til okkar. — Er hann dáinn? Það var út í hött að spyrja þannig, en Querol leit út fyrir að trúa ekki sínum eig- in augum. — Hvernig gat hann dáið af þessu falli, það var ekki svo hátt! — Hann datt ofan á stein- steypuna, benti ég honum á. Hinir voru nú líka komnir, Jonathan síðastur. Við stóðum þarna öll, kringum látna mann- inn og störðum á hann, án þess að gera nokkuð. Jonathan var ofsareiður. — Komið honum í burtu héðan! Hann getur ekki legið þarna. Takið hann burt! — Hann getur alveg eins legið þarna, eins og einhvers staðar annars staðar, tautaði Querol. Með óvenjulega snöggri hreyfingu fleygði Jonathan frá sér hækjunni, settist á stein- pallinn og mundaði byssuna. — Flytjið hann burt, annars skýt ég ykkur! Ég beygði mig niður og greip í Leigh, til að draga líkið í burtu, en ég gat ekki hreyft það. Þá fyrst skildi ég hvers vegna Leigh hafði dáið sam- stundis. Ég varð að snúa mér við, til að vinna bug á flökur- leikanum, sem greip mig. — Hvað er þetta? spurði Querol. — Fjandinn hafi það, farið í burtu. Komið Jacky í burtu. Hann er gegnstunginn af járn- bútunum. É'g verð að lyfta hon- um upp af þeim. Það voru ryðguðu járnbút- arnir, sem stóðu upp úr stein- pallinum, sem höfðu stungizt í gegnum líkama Leighs. Mooney varð kyrr og hjálp- aði mér að lyfta líkinu. Við bárum það bak við vitann, svo enginn þyrfti að horfa á þetta. Við snerum steinþegjandi til hinna og biðum eftir að ein- hver opnaði munninn, að ein- hver segði eitthvað, sem gæti afmáð þessa hræðilegu mynd. Jonathan hafði risið á fætur, studdi sig við hækjuna með annarri hendinni en hélt byss- unni í hinni. Það var Jacky sem fyrst lét heyra í sér: — Hvað gerum við nú? — Ekkert, sagði Querol. — Við förum inn í skýlið og reyn- um að sofa. Þegar birtir reyn- um við að finna Rita Rina. Jonathan leit um öxl og sagði með háðsglotti: •— Þeir sökktu Rita Rina. Ég sagði Ross það. — Já, hann trúði því kann- ski þá, en ekki nú, sagði Que- rol. — Hann er ekki brjálaður. - En það er ég, sagði Jona- than. Haltu kjafti. Þú ert ekk- ert brjálaðri en ég, sagði Que- rol. — Þú skalt fá að standa fyrir máli þínu, þegar við kom- um í land! Það varð þögn um stund. Ég gaut augunum til Jonathans og svipur hans lofaði ekki góðu. Um varir hans lék lymskulegt glott en augun voru draum- kennd. Hvað var hann að hugsa? Við þögðum öll um stund. Þá leit Jonathan loksins upp. — Langar ykkur ekki til að vita hvers vegna ég hef gert þetta? — Við vitum að þú ætlar að drepa bróður þinn, sagði Que- rol snöggt. — Það er okkur nóg. - Jæja, sagði Jacky það? — Hún vissi það ekki. sagði Querol. — Það var Ross, sem gat þess til. — Drottinn minn! sagði Jona- than háðslega. — Hvílíkur snillingur! Og hann heldur auð- vitað að ég geri þetta til að hefna min? En það er ekki öll skýringin. Þið haldið öll að þið skiljið þetta, en það er nú síð- ur en svo. Já, ég viðurkenni að ég vil fá hefnd. En þetta var nú samt allt vegna Jacky. — Vegna Jacky? hafði Que- rol upp eftir honum, reiður og tortrygginn. — Hún á enga sök á þessu. — Ég vildl veita henni frelsi. sagði Jonathan lágt. — Hún elskaði mig og hún elskar mig ennþá. En ef ég gæti full- vissað hana um að ég gæti gert slíkt níðingsverk, þá myndi hún snúa við mér baki með við- bjóði, og þá myndi ást hennar snúast upp í hatur. Hann talaði með svo miklum sannfæringarkrafti að við urð- um öll dolfallin. Hann hélt áfram: — Þegar óhamingjan dundi yfir mig, reyndi ég af alefli að láta ekki biturleikann ná valdi á mér. É'g hef alltaf verið hrifinn af alls konar íþróttum. En ég reyndi að haga mér eftir aðstæðum, reyndi að fá áhuga á einhverju öðru: hljómlist, bókmenntum, list... Ég reyndi jafnvel að mála. Og Jacky studdi mig með ráðum og dáð. í fyrstu var ég þakk- látur fyrir það að hún sneri ekki við mér baki. Ég elskaði hana svo heitt. En síðar komst ég að því að þetta var vonlaust. Fyrir hana, á ég við, ekki fyrir mig sjálfan. Ég gat ekki látið hana fórna lífi sínu fyrir kryppling. Þess vegna varð ég að finna upp á einhverju sem gat komið henni til að hafa andstyggð á mér og það reyndi ég að gera. Framhald á bls. 48. 22 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.