Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 13
stæAilega löngun til ;iö drekka þessa stóru vinbikara í botn og borða brauð með smjöri og hrá- um lauk. Ég stóðst ekki freist- inguna að slást i liópinn og skildi við innisetumennina. Kannski hef ég verið svolit- ið slompaður, ég skal játa það. en þess var skammt að bíða. að ég varð blindfullur. Ég hafði þrifið í lúkuna á lafmóðri sveitastúlku, og við dönsuðum þangað ti) ég náði varla andanum. Síöan drakk ég vinglas "g svo dansaði ég við aðra. Og ti! þess að svala þorstanum, tæmdi ég fulla ská) af cider. og eftir það dansaöi ég eins og ég væri brjálaður. Ég var liðugur og léttur á mér. ungu piltarnir horfðu á mig með aðdáun og reyndu að stæla öll hoppin og stökkin mín. allar stúlkurnar vildu dansa við mig og hoppuðu jafn íislétt og luglinn. Jæja, eftir að hafa dansað hvern dansinn á fætur öðrum og drukkið talsvert mörg glös af víni og cider. var ég orðinn þannig á mig kominn. að mér var ómögulegt að standa upp- réttur. Þegar é'g hafði gengið úr skugga um þetta, afréð ég að reyna að komast upp í her- bergið mitt. Allir sváfu i höll- inni og allt var hljótt og dimmt. Ég hafði engar eldspýtur og allii' voru háttaðir. bjóst ég viö. Undireins og ég var kominn inn i ársalinn kom yfir mig svimi, ég reyndi árangurslaust að finna handriðið á stiganum: loksins tókst mér að þreifa það uppi, svo settist ég i neðsta stigaþrepið til að reyna að skerpa hugsanirnar svolítið. Herbergið mitt var á annarri hæð. þriðju dyr til vinstri. Ég mundi þetta sem betur fór. Mér óx hugur við að uppgötva. hve minnugur ég var og hóf nú uppgönguna. þrep af þrepi ög hélt báðum höndum dauða- haldi um handriðið til að détta ekki, og staðráðinn i að gera engan hávaða. Það kom ekki fyrir nema þrisvar-fjórum sinnum. að mér vrði fótaskortur og ég dvtti a hnén, en svo var handfestu minni og viljaþreki fvrir að þakka, aö ég valt ekki niður stigann. Loks komst ég upp á aðra hæð og hóf för mína inn gang- inn og þreifaði fyrir mér meö höndunum. Þarna voru dyr. Eitt, taldi ég, en svo fékk ég svimakast og slagaði burt frá þilinu og eftir ýmiss konar sveiflur lenti ég á þilinu hin- um megin. Ég afréð að fara að hinu þilinu aftur í beina þver- línu. Það var löng og erfið ferð. Loks komst ég heilu og höldnu að ströndinni hinum megin. og hélt nú áfram ferðinni inn ganginn og beitti stökustu var- færni og kom loks að öðrum dvrum. Tvö. taldi ég upphátt, til að vera viss um að ég teldi rétt. Svo hélt ég áfram. Loks komu enn dyr, þær þriðju. Þrjú, það er ég, sagði ég og sneri lyklinum. Hurðin opnað- ist. Úr því að hurðin opnast hljóta það að vera mínar dyr, hugsaði ég með mér, þótt rugl- aður væii. Og loks lokaði ég hurðinni á eftir mér ög þreif- aði mig varlega áfrant í myrkr- inu. Ég rak mig á eitthvað mjúkt. Það var sófinn. Og ég flevgði mér strax i hann. Eins og ég var á mig kominn hefði ég veriö lengi að komast að náttborðinu og finna kertið og eldspýturnar. Það hefði (-kki verið minna en tveggja tima verk. Og annan eins timá mundi það taka að fara úr fötunum og ekki einu sinni víst. að mér tækist það. Þannig álvktaði ég. Og svo fór ég bara úr skón- um, svo hneppti ég frá mér vestinu því að það þrengdi að mér, hneppti svo buxnastrengn- um og svo sofnaði ég fast. Það hafa sjálfsagt liðið marg- ir tímar. Ég vaknaði allt i einu við lúðrahljóm, sem skóf innan eyrun í mér. Hvað er að sjá þetta, leti- blóðið þitt. Liggurðu í bælinu enn? Kvenrödd svaraði: .K, er klukkan orðin tiu. Ég var svo þrgytt i gær. í skelfingarangist spurði ég sjálfan mig, hvers konar sam- tal þetta gæti nú verið. Hvar var ég eiginlega stadd- ur? Hvað hafði ég gert? Mér var ómögulegt að fá svar við þessu i allri þokunni, sem var í heilabúinu á mér. Fyrri röddin hélt áfram: Ég skal draga glugga- tjöldin frá. Og svo heyrði ég fótatak. Ég Frcnnhald á bls. 44. \ 10. TBl. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.