Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 32
Skozki leikarinn Sean Connery, sem fyrir þremur árum lýsti því yfir, að aldrei framar myndi hann leika James Bond, var um jólin viðstaddur frumsýninguna á nýjustu myndinni um þennan ofurhuga, „Demantar eru eilífir". JAMES BOND SNÝR AFTUR Eftir að Sean Connery hafði Ieikið titilhlutverkið í fimm James Bond-kvikmyndum, sagði hann að ALDREI framar myndi hann leika þennan „blóðþyrsta leiðindaskarf“. Hann vaeri búinn að fá meira en nóg af James Bond, hann Iiti á sjálfan sig sem raunveru- legan leikara og hlutverk Bonds byði ekki upp á neitt sem kæmi nálægt raunverulegum Ieik. En um síðustu jól var frum- sýnd í Bandaríkjunum „Dia- monds Are Forever“, byggð á sögu Ians Flemming um James Bond og aðalhlutverkið leikur Sean Connery, miðaldra Skoti, sem er aðeins farinn að missa hár og grána í vöngum. Þeir sem muna eftir honum í upp- hafi Ieikferils hans — sem með- lims í kór í söngleik, er sett- ur var upp í West End í Lond- on — eiga erfitt með að átta sig á, að þetta sé einn og sami maðurinn. Sean Connery þótti ekki mikill leikari til að byrja með, og því vann hann fyrir sér á margvíslegan hátt: hann var módel, mjólkursendill, starfsmaður við sundlaug — og spilaði golf hvenær sem tæki- færi gafst til þess. Og nú er Sean Connery far- inn að Ieika James Bond aftur og í þetta skiptið ánafnaði hann 400.000 pundum (88 millj. ísl. kr.) í sjóð, er ætlað er að styrkja fátæk börn í Skotlandi til náms. Tæplega væri hægt að búast við slíkum höfðings- skap af hrotta eins og James Bond er í eigin persónu, en sannleikurinn er sá, að Conne- ry hefur gert Bond miklu manneskjulegri og mannúð- legri en Ian Flemming ætlaðist til. Við lestur fyrstu James Bond-bókarinnar l'ékk maður á tilfinninguna, að Bond væri einvörðungu venjulegur bófi, en nú, þegar sjötta myndin kemur á markaðinn, er Bond crðinn hinn bezti maður. Sean Connery er fertugur og miklu þægilegri maður en Bond. Hann hefur fitnað eitt- hvað og hárið hefur þynnzt, svo sem áður er sagt. Hann tal- ar með sterkum, skozkum hreim, og er miklu alþýðlegri við blaðamenn en hann var þegar 007-æðið var í hámarki. Það kostar töluvert erfiði að fá hann til að brosa, en hann er þó sagður hafa þolanlega kímni- gáfu og því hefur verið haldið fram — hvað ákafast af hon- um sjálfum — að hann meti heiðarleika umfram allt annað. Almenningur skildi hann nokk- uð vel þegar hann fyrir þrem- ur árum sór þess dýran eið að leika aldrei í'ramar James Bond og því kom það mörgum á óvart er hann hóf störf í Las Vegas — þar sem „Diamonds Are Forever" var tekin að mestu leyti — og skömmu eft- ir að töku myndarinnar lauk, setti hann nær hálfa milljón sterlingspunda inn á banka- reikning sinn. Auðvitað var hann spurður um ástæðuna fyrir hugarfarsbreytingu sinni. „Ég hefði verið fífl að neita slikri upphæð,“ sagði Connery, „svo ég tali nú ekki um eftir að, ég var búinn að hugsa mér hvað ég ætlaði að gera við þessa peninga. Þessi krakkagrey í Skotlandi eiga þetta skilið og með svona mikla upphæð til að byrja með, er ómögulegt ann- að en að þessi sjóður beri sig og ávaxtist.“ 32 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.