Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 41
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphon© lykillinn að nýjum heimi ENSKA, ÞVZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA. RÚSSNESKA. GRlSKA. JAPANSKA o. fl. Verð adeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKIIMMAR Tungumalamimíhtió á hljómplölum tðu tegulböndumt Hljódfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 I\ 1 íídi Hollendinnnum fust eft- ir allt hlaupið, þar til á siðustu 100 metrunum. 2 met voru sett. Slijkhuin setti hollenzkt, 8:15,5 oj4 Zatopek tékkneskt 8:21,0. Ahorfendui' föynuðu hlaupur- linum ákaft of> voru himinlif- andi, ekki síður með eóðan ár- angur Zatopeks, Einn var þo ekki alltof ánæf'ður, það var Emil Zatopek sjálfur. Hann sá það einu sinm enn, hve mikið hann átti ólært. Tíminn leið öf> Evrópumótið var framundan, það fyrsta eftir stríðið, það átti að fara fram i Osló i ágúst 1P46. - Hefur þú áhuga a að fara tiI Osló? Nei, svaraði Zato- ptk. Það hefur verið sótt um frí fyrir þig. Þú átt að taka þátt i æfinganámskeiði. - Ég hefi ekki áhuga, anzaði Zatopek. Zatopek hafði að sjálfsögðu mikla löngun til að fara til Osló, hann langaði til að sjá Noreg og fylgjast með stórmóti. En hvaða erindi átti hann til Osló? Nei, þá var betra að halda sig að náminu. En Tékkar vildu senda iþróttamenn til Osló og þakkað hafði yerið fyrir boðið þangað, sem var bindandi. Gengið var frá flestu á siðustu stundu og áður en Zatopek vissi af var hann á leið til Osló i flugvél, ásamt allstórum hóp tékkneskra íþróttamanna og kvénna. ■ Zatopek hafði aldrei fanð lil utlanda fyrr og naut ferðai inn- ar i rikfim mæli, Hann var hi ess og kátur og ávallt mið- punkturinn i flokknum, hans heilbi igða og glaðlega skapgerð ::kóp ágætan félagsanda i flokknum. Setningarathöfnin var áhrifarík i augum tékk- neska íþróttafólksins. Flestir Tékkarnir voru i fyrstu utan- landsferð sinni eftir hin löngu og erliðu striðsár. Allir Tékk- arnir voru komnir til að læra og margir bundust traustum '.ináttuböndum. Zatopek var óþreyjufullur að hitta hina fiægu keppinauta sína. Hann sá íljótlega, að þetta voru ósköp venjulegir menn a.m.k. ntan hlaupabrautarinnar. Hann sá Englendinginn Sidney Wooder- son, líklegan sigurvegara í 5000 m hlaupinu. Hann lá makinda- lega við húsið, þar sem enski flokkurinn bjó og las. — Halló'. kallaði Zatopek glaðlega og V?ooderson heilsaði honum vin- gjarnlega. Zatopek kunni strax vel við Wooderson. Hann sá einnig Slijkhuis sem hann þekkti frá mótinu i Prag og Svíann Nyberg, sem kunni álíka vel við sig á dansgólfinu og á hlaupabrautmni. Ekki var hann sérstaklega hrifinn af Belgiu- manninum Reiff. Og ekki má glevma Finnanum Heinol Viljo Heino, finnski mejstarinn og heimsmethafinn. Hann sigráði i 10 km fyrsta dag mótsins. Að vísu setti hann ekki heimsmet i þvi hlaupi, en timi hans 29:50 var stórkostlegur og honum var allsstaðar fagnað. Zatopek nálgaðist meistarann í auð- mýkt og horfði með aðdáun á hmn hávaxna Finna Tékkneska flokknum fannst hann vera ut- anveltu. Þeir voru eins og oln- bogabörn ef svo má segja. Það liafði ekki einu sinni gefist tími tii að útvega flokknum bún- irga, þeir tóku þátt i keppninm i eigin æfingabúningum. En allir voru ákveðnir i að gera sitt bezta. Zatopek tók fyrstur þátt í keppni á mótinu af hálfu Tékkana og hafði það mikið að segja, hvernig honum myndi ganga. Gengi honum vel, myndi það hafa góð og hvetjandi áhril' á landa hans. I fyrsta sinn stóð Zatopek við viðbragðslínuna i alþjóðlegri keppni og hann fann spenninginn hríslast um sig. Wooderson, Wooderson var kallað og annar hópur kallaði Heinó, Heinól! Á mótum heima var hann ávallt rólegtir rétt fyiir hlaup, en nú titraði hann og var einkennilega máttlaus i hnjáliðunum, I dag hljóp hann f\rir land sittl Hlaupararnir 23 voru nu komnir til viðbragðs. Allir vildu ná góðum árangri i þessari skemmtilegu grein. Viðbúnir! hrópaði ræsirinn. Það var alger þögn á leikvanginum nokkur augnablik. Skotið reið af og haráttan hófst. Nokkrir hlaup- aianna hlupu ótrúlega hratt i upphafi. Hvilikur hraði, hugs- aði Zatopek og svipaðist urn eftir Woodersou. Hann var langt á eftir himuni og hinn ró- legasti. Zatopek var i vafa, hvað hann ætti að gera. Átti hann að elta Wooderson? En ef he.nn hefði nú misreiknað sig? Án frekari umhugsunar ákvað hann að elta þá sem fyrstir fóru. Röð fremstu manna var sífellt að breytast og hlaupið var mjög skemmtilegt. Um tíma var Zatopek fimmti. en nokkra stund þriðji. Slikjhuis var fyrstur eftir 3 km, millitimi hans var 8:33,0. Þetta þótti frá- bær millitími og áhorfendur fögnuðu ákaft. Wooderson hafði greikkað sporið og var nú ann- ar, rétt á eftir Hollendingnum. Á síðasta hring jók Slijkhuis hraðann og bilið breikkaði um nokkra metra. En Wooderson var á verði. Hann hélt bilinu óbreyttu. Hann treysti á sinn óviðjafnanlega endasprett, sem allir blaupararnir töluðu um og óttuðust fyrir hlaupið. Þegar t\'ö hundruð metrar voru eftir hófst endasprettur Englendings- ins. útreikningur hans stóðst. Hann fór fram úr Slijkhuis og sigraði á næstbezta tima. sem náðst hafði 14:08,6 heimsmet Hággs frá Svíþjóð var 13:58.2 n'ín. Zatopek vakti einnig at- hygli i sinu fyrsta stórmóti. Hann barðist um þriðja sæti við hina frægu hlaupara Heino og Svíann Nyberg og þeir sigruðu hann naumlega, en timi Zato- ptks var 14:25,8 min. Framfar- ir hans voru miklar. Allt hlaup- ið var hann i fremstu röð. Af- rtk hans kom ekki aðeins Tékk- unum á óvart, heldur öllum áhorfendum í Osló og íþrótta- sérfræðingum Allir spáðu hoti- um glæsilegri framtíð sem hlaupara. Góður árangur Zato- peks smitaði út frá sér. landar hans losnuðu við minnimáttar- kenndina og segja má, að tékk- neski flokkurinn hafi staðið sig mun betur, en nokkur hafði búizt við. Zatopek var samt ekki fullkomlega ánægður eft- n hlaupið, enn einu sinni sá hann, hve mikið hann átti ó- lært. Sérstaklega varð hann að auka hraðann. Hann varð einn- 'g að spara kraftana i upphafi. til að eiga eitthvað eftir i enda- sprettinn. Nauðsynlegt var að þekkja keppinautana vel og þejrra aðferð og miða við það í keppni framtjðarinnar. Zato- pek vfirgaf Osló glaður í bragði. en reynslunni ríkari. Tólf klukkutinnun síðar hófst starf- ið i skólanum, hann var þreytt- úr og hvíld hefði verið kær- komin, en samvizkusemi hans og dugnaður vai' yfirsterkara . . Vilt þú vera fulltrúi Ték.kóslóvakiu á íþróttanióti herjanna, sem sigruðu i heims- styrjöldinni? Þessari spurningu var beint til Zatopek og i þetta sinn svaraði iiann samstundis játandi.' Hann hélt áleiðis tii Berlinai á föstudegi. en þar átti mótið að hefjast daginn eftir Seint um kvöldið kom hann til Dresden. Ljót var borgin eftii allar loftárásirnar, nánast iuúga af hrundum húsum. Hann rcyndi að þreifa .sig áfram I rústunum. Það var niðamyrkur og regnið streymdi í gegnum húsarústirnar. Göturnar voru tnannlausar. Zatopek vissi ekki hvert hann álti að snúa sér. Loks hitti hann rússneskan liðsforingja. Hann fór með Zatopek í einskonar upplýsingabiðstofu hermanna. Einkennisbúningur hans, seni var óþekktur í Dresden, vakti athygli. En það var ekki tími ti! skrafs og ráðagerða. Hann varð að fá nokkurra tíma svefn. ef hann átti ekki að koma ósof- 10. TBL VIKAN 4 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.