Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 5
[ Verzlunarskólann,' dugir ekki miðskólapróf? Jæja, og að lokum, hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þakklæti. Ein bráðlát. _________A. ..... ^ Nei, landspróf mun ekki gert að skilyrði fyrir inntöku í Verzlun- arskólann, en hins vegar þarf að ganga undir sérstakt inntöku- próf. Ur skriftinni má lesa tals- verða skrautgirni. Pabbi minn kæri Kæri Póstur! Mig langar til að bið|a þig að birta fyrir mig textann af lag- inu sem byrjar svona: „Æ, pabbi minn kæri, æ, komdu með mér heim, því klukkan er senn orðin eitt". Hvernig eiga Drekinn og Bogmaðurinn saman og hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Askrifandi. ^ (===} Kvæðið sem þú nefnir er enskt upprunalega en ort upp á ís- lenzku af Sig. Júl. Jóhannessyni. Það var birt í Pósti 15. tölublaðs Vikunnar síðastliðið ár; það blað kom út 15. apríl. Ef þú átt ekki það tölublað, ættirðu að reyna að hringja í afgreiðslu Vikunnar og spyrja um það. Bogmaður og Sporðdreki eru frekar óskyldrar náttúru. Ymis- legt dregur þá þó saman; báðir vilja endilega vera óháðir og eru þyrstir í ævintýri. Skriftin gæti bent á taugaóstyrk, en annars er erfitt að lesa nokk- uð ákveðið úr henni. Þrettán ára rithöfundur Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig um hvert ég ætti að snúa mér til að fá, eða reyna að fá útgefna bók. Ég hef samið bók fyrir börn á aldrinum níu til þrettán ára. Ég er reyndar ekki alveg búin með hana. Ég er þrettán ára. Væri ráðlegt að nefna aldurinn, ef ég sendi bókina? Jæja, ég vona að ég fái eitthvert heimilisfang. Ég þakka allt gamalt og gott úr Vikunni. Ég vona að dallurinn ykkar sé of fullur til að bréfið komist í hann. Hvað lestu úr skriftinni? Þarf að prenta hand- ritið? TIL PÓSTSINS: Flestir þakka þér fyrir efnið sem í þér er. Og eins er fyrir mér. í þér eru orð sem fyrir augu bar og ber. Þessa línu ég sendi þér vegna þess að hún er frá mér. N. (=£=> Flettu upp í símaskrá á blaðsíðu fjörutíu og fimm, þar er á blaði heillangur listi af bókaútgáfum í Reykjavík. Þar að auki má nefna Bókaforlag Odds Björns- sonar, Hafnarstræti 88b, Akur- eyri. Vel mætti vera að eitthvert þessara fyrirtækja hefði áhuga á bókinni þinni, allavega sakar ekki fyrir þig að skrifa þeim og spyrjast fyrir. Ekki ætti það að saka neitt að geta aldursins; það gerir bókina aðeins forvitnilegri að höfundur skuli vera svo ung- ur, að því tilskildu auðvitað að bókin sé sómasamlega úr garði gerð. Auðvitað þarftu að ganga sem bezt frá handritinu og helzt vél- rita það. Og að síðustu: Við þökkum þér ástsamlega fyrir bæði bréfið og Ijóðið; það er ekki á hverjum degi að kveðnar eru til okkar vísur. En sannast sagna vantar talsvert á að bréfið sé vel stílað og mikið máttu enn læra í Ijóðlist til að teljast sæmi- legt skáld. Ætlir þú þér að verða rithöfundur, sem er ekki nema lofsverður metnaður, verð- urðu fyrst og fremst að læra málið vel. Skriftin er dálítið óskipuleg, en bendir á næmt hugmyndaflug og listrænar tilhneigingar. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Bók með alhliða upplýsingum um knattspyrnu 10. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.