Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 19
Allt fína fólkið á Fílabeinsströnd sendir dætur sínar á ballettskóla. Dr. Anghini Hortense Aka rekur stærstu lyfjabúð i Abidjan og er ein af þremur konum sem eiga sæti á þingi Fílabeinsstrandar. skuld ekkert sem honum fell- ur miður.“ Muninn á evrópskum og afr- ískum konum segir hún lítinn. „Líkamir kvenna í báðum heimsálfunum eru eins,“ segir hún, „tilfinningarnar sömuleið- is. Hörundsliturinn er því nær hið eina, sem er ólíkt. Og svo erum við enn að mestu laus við þessa evrópsku geðveiki, sem heitir ástarsorg. Fram til þessa hefur engin stúlka hér á Fílabeinsströndinni drepið sig út af pilti. En það kemur áreið- anlega að því. Stúdínurnar okk- ar læra það áreiðanlega með öðru á háskólum í Evrópu." Þetta er mála sannast. Þeg- ar unga fólkið á Filabeins- strönd horfir á franska kvik- mynd af manni, sem grætur út af stúlkunni sinni, springur það nálega af hlátri. Myriam Ciss- oko, nítján ára stúdína og dótt- ir póstmálaráðherrans, sá Love Story-myndina fyrir skömmu í París. „Ég botnaði yfirleitt ekk- ert í þessu,“ sagði hún. „Hvað eftir annað gat ég ekki annað en skellt upp úr, og þá helzt yfir atriðum sem hvítum vin- konum mínum þóttu hvað sorg- legust. Og alveg finnst mér for-' kastanlegt að þau í myndinni skyldu gifta sig gegn vilja for- eldranna. Ég efa ekki að faðir minn finni fyrir mig þann rétta, þegar þar að kemur.“ „Við eignumst sjálfsagt tuttugu börn.“ Á Fílabeinsströnd velja feð- urnir ekki einungis dætrunum maka, heldur og sonunum. Maður að nafni Belem Hor- onna, ættaður úr frumskógun- um í norðurhluta landsins, hafði farið suður til einnar borgarinnar og farið þar að vinna í húsi. Syo var það einn dag, þegar hann var tuttugu og fimm ára, að faðir hans sendi honum skilaboð um að koma þegar heim til þorpsins. „Ég hef valið þér konu,“ stóð í skilaboðum karls. Belem Horonna hraðaði sér þegar heim. „Farðu til húss Hula og litastu þar um,“ skip- aði faðir hans. „Og ég fór til húss Hula og beið þar átekta," segir Belem Horonna frá. „Vin- ir mínir höfðu farið á undan mér og sagt við stúlkuna: „Líttu út, það er kominn gestur, heils- aðu honum!“ Svo kom stúlkan, nam stað- ar frammi fyrir mér og heils- aði með höfuðhneigingu. Svo gekk hún á brott. Ég sá hvern- ig hún var vaxin og reyndi að horfast í augu við hana, en hún stóð of stutt við til að tími gæf- ist til þess. Við föður minn sagði ég: „Þú hefur valið vel.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Belem Horonna sá brúði sína, og síðan liðu tvær vikur til brúðkaupsnæturinnar. Á þeim tíma máttu hjónaleysin ekki ræðast við. Þau máttu jafnvel alls ekki vera tvö ein saman. Þegar Belem Horonna hafði lýst ánægju sinni yfir brúðar- valinu, fóru þeir feðgar báðir saman á fund föður brúðar- innar. Tengdafaðirinn tilvon- andi spurði Belem þrívegis: „Vilt þú eiga hana Sarötu?“ Og Belem svaraði jafnskjótt: „Já, ég vil eiga hana Sarötu." Á Fílabeinsströnd er litið á konur sem eign og þær því keyptar líkt og búpeningur. Belem varð að greiða tengda- föður sínum sem svarar seytj- án hundruð krónur fyrir stúlk- una og móður hennar um sjö hundruð. Þar að auki vildi fað- irinn fá „boubou“, það er að segja hátíðabúning, sem kost- aði um þúsund krónur. Og of- an á það varð hann að kaupa konuefninu skartgripi upp á Framhald á hls. 44. Aminata Diarra, sjónvarpsþula, er ógift en á eitt barn. Filabeinska sjón- varpið sendir sex klukkustundir daglega, og sjónvarpstæki í notkun eru um fimmtán þúsund. Eldhús hjá me'ðalfjölskyldu í Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandar. Þar er allt gert á gólfinu. Algengasti rétturinn er foutou, flatkökur úr maníok og banönum, og út á þær er hellt ýmsum sósum. 10. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.