Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 43
A CREME ÝFRAICHE mosa Cocktailsósa: j2 dl af tómatsósu í dós af sjrðum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sjrðum rjóma. Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rœkju o.fl. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK inn og lerkaður til keppninnar á morgun. En fyrst varð hann að útskýra tilgang ferðar sinn- ar. — Jáhá, svo þú ert hlaup- ari. Lestin átti að fara af stað til Berlínar kl. 3 um nóttina. Zatopek lagði sig á harðan bekk í járnbrautarstöðinni í nokkra klukkutíma. Öruggt er að eng- inn þátttakendanna á þessum svokölluðu hermanna-Olympíu- leikum hefur haft eins lélegan náttstað fyrir átökin. Hann kom til Berlínar síðdegis á laugar- dag, þreyttur og svangur. Hann fór beina leið á íþróttaleikvang- inn, og var hræddur um að verða of seinn í hlaupið. Hon- um til hugarléttis frétti hann þá, að keppnin átti ekki að hef j - ast fyrr en degi síðar. Eftir langa leit fann hann loks stað- ir.n, þar sem hægt var að skrifa hann niður sem fulltrúa Tékkó- slóvakíu í þessa keppni. — ONLY ONE? hváði banda- ríski liðsforinginn, undrandi. Aðeins einn keppandi. Hann hristi höfuðið, en skrifaði Zato- pek niður sem þátttakanda í 5000 m hlaupið. Til þess að vera öruggur, spurði liðsforing- inn Zatopek um bezta tíma hans á vegalengdinni. Zatopek svaraði eins og satt var — 14:25,0 mín. — Eruð þér galinn, maður minn, sagði Bandaríkjamaður- inn og hló. Zatopek reyndi að útskýra þetta fyrir manninum og þegar honum loks skildist, að hann hefði fengið þennan tíma á Ev- rópumótinu í Osló, kom annað hljóð í strokkinn. Það var eng- inn leigubíll til, svo að Zatopek fékk far með vörubíl til hótels- ins, þar var loks matur á boð- stólum og það sem var jafnvel meira virði — svefn. Mótið var sett með mikilli viðhöfn. Bandarískir hermenn báru spjöld með nafni hvers þátttökulands og á eftir þeim komu þátttakendur í stafrófs- röð landa sinna. Zatopek tókst að finna glaðlegan hermann, sem bar nafnspjaldið Tékkó- slóvakía. Hermaðurinn var eitt spurningarmerki og vonbrigðin leyndu sér ekki. — Aðeins einn? Zatopek kinkaði kollá. Greinilegt var, að hermannin- um fannst sér misboðið að bera spjaldið fyrir þennan eina þátt- takenda. f þessu hófst lúðra- blásturinn og Bandaríkjamað- urinn muldraði til Zatopeks, — komdu þá. Hinir glæstu flokkar gengu hver af öðrum inn á leikvang- inn og stilltu sér upp á gras- flötinni, Öllum flokkunum var fagnað með innilegu lófataki. En þegar Zatopek birtist á hlaupabrautinni sem eini þátt- takandi Tékkólsóvakíu kvað við dynjandi hlátur. Kvikmynda- vélunum var beint til hans, all- ir vildu sjá hann. Zatopek leið illa sem von var og var grámur út í áhorfendur. Viðutan hlust- aði hann á setningarræðuna, en að henni lokinni var olympísk- ur eldur tendraður. Að þessu leknu fékk hann sér sæti á áhorfendapöllunum og fylgdist með keppninni. Þar sem hann sat þarna kom hermaður nokkur til hans og spurði í hvaða grein hann ætl- aði að taka þátt í. 5000 m hlaup- inu, anzaði Zatopek. — En það er tvívegis búið að kalla kepp- endur til viðbragðs, sérðu ekki að þeir eru raða sér upp við við- bragðslínuna maður. Zatopek hafði ekki haft hugmynd um, hvað fór fram. Það munaði engu, að hann hefði farið í þessa erfiðu ferð til einskis. Hann hljóp eins og kólfi væri skotið yfir knattspyrnuvöllinn, afklæddist æfingabúningnum á leiðinni, baðaði út höndum og hrópaði. — Ætlar þú að vera með í hlaupinu? Hvað er nafn- ið? Hvaðan ertu? Þeir leituðu. Nafn hans var ekki í skránni. Liðsforinginn, sem tók á móti þátttökutilkynningu hans hafði gleymt að koma nafni hans til réttra aðila. En nokkrir hlaup- aranna þekktu Zatopek og báðu eindregið um, að hann fengi að vera með. — Allt í lagi, reyndu að finna stað í annarri röð. En Zatopek var ekki ánægður með það, hann hélt því fram, að vegna árangurs síns ætti hann rétt á að vera í fremstu röð. Hinir hlaupararnir, sem allir vissu, að hann var langbeztur þeirra, höfðu ekkert á móti því. Ræsirinn lét undan. Zatopek var í góðri æfingu og hóf hlaup- ið með miklum hraða og ekki leið á löngu, þar til hann var orðinn fyrstur og eftir tvo til þrjá hringi, hafð, hann náð þeim síðustu. Áhorfendur, sem voru um 80 þúsund risu nú á fætur. Zatopek sýndi þeim dá- lítið, sem sjaldan sést í alþjóða- keppni. Eftir skamma stund hafði hann farið tvívegis fram úr öllum hlaupurunum. Eftir því sem hinir hlaupararnir urðu þreyttari, virtist hann stöðugt auka hraðann. Brátt voru allir áhorfendur á hans bandi og dómararnir einnig. — Tveir hringir eftir, kallaði bandaríski hringvörðurinn. Til þess að vera öruggur um, að Zatopek skildi táknið veifaði hann hönd- unum svo ákaft, að Zatopek varð að víkja til hliðar, svo að hann fengi ekki fingur hans í augun. Áhorfendur öskruðu og fögnuðu af kæti. 80 þúsund raddir hrópuðu nafn hans í takt: —i Zatopek, Zatopek, Zatopek... — Síðasti hringur, hrópaði hringavörðurinn og ræsirinn skaut eins og óður væri með byssu sinni út í loft- ið. Zatopek jók enn hraðann og kom mörgum hringjum á undan næsta manni í mark. Tími hans var 14:31,0 mín. Þeir sem næst- ir honum voru, umkringdu hann, og litu á hann sem yfir- náttúrlega veru. Nokkrir reyndu að klæða hann í æfinga- fötin, og aðrir vildu aðeins snerta hann. Zatopek var ljós- myndaður frá öllum hliðum og spurningunum rigndi yfir hann. — Hefur þú tekið þátt í hlaupi áður, var spurt. Zatopek reyndi að róa þá, sem næstir honum voru. Hann sagðist hafa tekið þátt í EM og þá hefði hann náð betri tíma en í dag. Þeir fóru að líta á hann eins og venju- legan mann aftur. En sá sem gladdist mest yfir árangri Zatopeks var hinn auð- mýkti hermaður, sem bar nafn- spjald Tékkóslóvakíu við setn- inguna. Komið var að lokaat- höfninni, og aftur gekk Zatopek inn á leikvanginn. Að þessu sinni hló enginn. Hann kom auga á hermanninn með nafn- ppjaldið úr nokkurri fjarlægð. Bandaríkjamaðurinn fagnaði honum með hamingjusömu brosi. Hann hljóp til Zatopeks og reyndi á allan hátt að gefa til kynna hve glaður hann væri yfir árangri Zatopeks. Þegar hermaðurinn gekk inn á leik- vanginn skömmu síðar með Zatopek rétt á eftir, var eng- inn spjaldberi jafn hreykinn og glaður. Framhald í nœsta blaði. 10. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.