Vikan


Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 09.03.1972, Blaðsíða 33
Blaðamaður nokkur spurði hann hvort „come-back“ hans væri þá skátagóðverk og ekk- ert annað. • Er Connery sagður hafa brosað eins og James Bond: „Tja, ég fæ að vísu ein- hverjar krónur handa sjálfum mér, en það sem skiptir mig meira máli er að United Art- ists, fyrirtækið sem framleið- ir myndina, hefur lofað mér því að þeir muni fjárafla tvær kvikmyndir — og hvorug þeirra verður Bond-mynd — sem ég fæ að velja sjálfur og stjórna. Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég hætti við Bond um árið var sú, að ég hafði ekki nokk- urn tíma til að vinna að öðr- um verkefnum sem mér buð- ust. Ég gerði það því að skil- yrði er ég undirskrifaði samn- ingana um „Diamonds Are Forever", að töku myndarinn- ar yrði flýtt, svo ég tapaði ekki einu árinu enn í James Bond. Ég vildi . . . nei, ég VABÐ að fá tækifæri til að sýna fram á, að ég gæti leikið skapgerðar- hlutverk líka.“ Sean Connery gerir sér grein fyrir því, að almenningur ger- kvennafar og hver veit hvað. „Diamonds Are Forever" er hasarmynd fyrir fullorðna, rétt eins og lítil börn hafa gaman af Andrési Önd. Sjálfur hef ég aldrei skilið þennan náunga og ég skil heldur ekki fólk sem hefur gaman af honum. Aftur á móti skil ég hvers vegna fólk heldur mig heimskan og leið- inlegan kvennabósa með krafta- dellu. Ég þykist vita að ég sé maður sem hefur sína galla og jafnframt nokkra kosti. Til þess síðarnefnda telst væntan- lega kímnigáfa, virðing fyrir dánum og peningavit. Meðal gallanna má sjálfsagt finna eig- ingirni, slæmt skap og kann- ski dálitla hégómagirnd en ég er nú leikari. Fólk spyr mig stundum hvers vegna ég leiki. Það er ekki bara fyrir peninga. Maður getur líka þénað pen- ina á fótbolta eða golfi. Það sem mér finnst ánægjulegt við að vera leikari er ímyndunaraflið og innlifunin; maður verður að fara inn í einhvern annan, klæðast hans skinni, ímynda sér persónur, skilja þær, end- urskapa þær.“ ir ekki mikinn greinarmun á honum og James Bond. En hann lítur á sjálfan sig sem al- varlegan leikara og satt að segja lítur hann niður á James Bond, agent 007. „Allt og sumt sem maður þarf til að leika 007,“ segir hann, „eru Iíkamsburðir rug- by-leikara, til að komast heill í gegnum allar þessar barsmíðar, Hér að framan hefur því nokkrum sinnum verið haldið fram að Connery eigi lítið sam- eiginlegt með James Bond, og má nefna sem dæmi, að bak- grunnur þeirra er eins ólíkur og svart og hvítt. Sean Connery fæddist í Ed- inborg þar sem faðir hans ók flutningabíl. Fjölskyldan bjó í tveggja herbergja íbúð í Foun- tainbridge-hverfinu, sem hing- að til hefur ekki verið talið sérlega siðprútt. Þegar hann var 15 ára gamall var hann þekkt- ur sem mikill rumur og fæstir vildu vera andstæðingar lians í fótbolta. Þá var hann hættur í skóla, en vann sér fyrir vasa- peningum sem mjólkurpóstur. Stuttu síðar hækkaði hann í tign og fór að bera út blöð. Tveimur árum síðar var hann kvaddur í Konunglega sjóher- inn til að gera skyldu sína við kóng og föðurland, og eftir að þjónustu hans lauk þar, vann hann við ýmisleg störf; var meðal annars lífvörður við sundlaug, múrari, vann í stál- verksmiðju og slipaði líkkistur fyrir útfararfyrirtæki. Eftir slíka æsku er varla nema skiljanlegt að liann hafi tekið James Bond tveimur höndum. En hann hefur einnig reynt að gera eittlivað gott úr frægð sinni. Þegar ýmis vanda- mál fóru að líta dagsins ljós í skipasmíðastöðvum í Upper Clyde fyrir tveimur árum, vann hann endurgjaldslaust við gerð sjónvarpsdagskrár um tilfinn- ingar og sjónarmið stjórnend- anna og skipasmiðanna við FramhalcL á bls. 46. 10. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.