Vikan


Vikan - 02.11.1972, Síða 6

Vikan - 02.11.1972, Síða 6
SIÐAN SÍÐAST PETER USTINOV hefur haft ýmislegt annað á prjón- unum en að taka við góðgerðarfé, hann hefur, sem sagt, kvænzt í þriðja sinn. Sú lukkulega er af frönskum ættum, Helene Du Lau D'Allemans. Þau giftu sig í kyrrþey á Korsíku, en fóru svo til London, þar sem þau ætla að búa. Þúsundþjalasmiðurinn Ustinov er nú orðinn 52 ára. „barnið mitt heyrir KRÚNUNNI TIL“ Fabiola drottning leggur blíðlega höndina á öxl Philippes prins, sem er bróðursonur Belgakonungs og er orð- inn tólf ára. Móðir drengsins, Paola prinsessa, stendur afsíðis og hún verð- ur að horfast í augu við það að hinn ljóshærði sonur hennar er stöðugt í fylgd með konungshjónunum við há- tíðleg tækifæri. Drengurinn er ríkis- erfingi, þar sem konungshjónin eru barnlaus og það er ekki seinna vænna að venja hann við skyldustörfin, sem bíða hans. Paola er farin að róast og nú virðist eining innan fjölskyldunn- ar. Hún sættir sig við þetta fyrirkomu- lag og segir: „Ég verð að láta mér þetta lynda, barnið mitt heyrir krún- unni til.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.