Vikan


Vikan - 02.11.1972, Qupperneq 7

Vikan - 02.11.1972, Qupperneq 7
MIG DREYMDI GISTING I KIRKJU f RÓMABORG í FULLRIALVÖRU AÐ HAGRÆÐA SANNLEIKANUM Kæri draumráðandi! Ég sendi þér einn draum til að glíma við, og hér kemur hann. Mér fannst ég vera að fara í ferðalag með fólki, sem ég passaði hjá síðastliðið sumar. Jæja, og við fórum til Róma- borgar. Við gistum í kirkju þar, en hún var eins og nokkurs konar danssalur. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir, kom gömul kona og bað okkur að leyfa sér að vera. Við leyfðum henni það. Ég fer inn í herbergi með henni og sýni henni, hvar hún eigi að sofa. Hún leggst út af og biður mig að bjóða sér góða nótt með kossi. Ég geri það, og hún kyssir mig á munninn. En hún var svo mikið máluð, að mér fannst ég verða öll klístruð á munninum. Síðan ætlaði ég út að skemmta mér, en fannst ég ekkert eiga til að fara í. Konan, sem ég var með, átti hins vegar bleikan, stuttan pels, sem ég bið hana að selja mér. Hún seldi mér hann á 6000 krónur, og ég borgaði hann út í hönd. Það næsta sem ég man var það, að mér fannst ég vera með einhverjum strák úti á götu. Ég var í pelsinum. Við leiddumst, og hann ætlaði að kyssa mig. En í því vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein sem aldrei hefur skrifað þér fyrr. Að sofa í kirkju getur táknað lát góðs vinar. En nú háttar svo til í þínum draumi, að þér finnst kirkjan vera eins kon- ar danssalur, og danssalur táknar mikinn hagnað. Og síðan eru öll táknin í þessum skrítna draumi þínum jákvæð, svo að við teljum, að draumurinn sé fyrir góðu. Það boðar ein- læga vináttu að kyssa gamla konu, jafnvel þótt þú hafir öll orðið klístruð á munninum, og bleiki pelsinn táknar lík- lega góða atvinnu næsta sumar. Og þá er ekki, annað eftir en að tengja saman-koss gömlu konunnar og strákinn, sem ætlaði að kyssa þig. Niðurstaðan verður því þessi: Þú kynn- ist bráðlega strák og með ykkur tekst náið samband og mikil vinátta. Það kæmi okkur ekki á óvart, þótt þú giftist honum síðar meir! ENDURSENDING f JÓLAPAPPÍR Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Hann er svona: Mér fannst ég fá sendan pakka í rauðum og hvítum jóla- pappír. Ég varð í fyrstu fjarskalega ánægð og byrjaði að opna pakkann full eftirvæntingar. Þá kemur í Ijós, að pakk- inn er frá strák, sem ég var með síðastliðinn vetur, og er enn mjög hrifin af. í pakkanum finnst mér hafa verið lítill kassi undan skart- grip. Á samri stundu er ég viss um, að þarna sé ég að fá hjarta og hring, sem ég á hjá honum. En ég gáði ekki að því. Þarna var líka veski, brúnt að lit, og fannst mér það vera peningaveski, sem hann er að gefa mér. Að síðustu finn ég svo bréf, sem ég hafði skrifað honum. Mér fannst þetta mjög furðuleg sending og varð ákaflega leið, þegar ég sá bréfið. Ég vona, að þú fáir einhvern botn í þennan draum. Með fyrirfram þökk. Ein forvitin. Það er býsaia erfitt að átta sig á þessum draumi. En eitt er samt vist: Þú munt bafa eitthvað af þessum strák að segja og það fyrr en síðar, hvort sem samband ykkar verður aftur jafn náið og gott og áður var. Alltaf öðru hverju kemur upp opinberlega al- varlegur ágreiningur um mikilsverð málefni. Þá bregzt það sjaldan, að bvor aðili um sig haldi fast við sinn málstað og telji tiann tiinn eina rétta, en málstað andstæðinganna alrangan. Almenningi gagnar litið að kaupa og lesa öll blöðin í leit að sannleikanum. Hann er eftir sem áður ráðvilltur og getur ekki vitað með vissu hver bafi rétt fyrir sér, nema bann láti sér nægja að trúa málflutningi „sinna“ manna. Þetta er því bagalegxa, þar sem oft er um að ræða málefni, sem vai'ða hug og beill almennings. Berlegast kemur þetta í ljós í orrahríð kosninga Þá fer ekki bjá því, að þeirri hugsun skjóti ósjálf- rátt upp, þegar blýtt er á málflutning frambjóð- enda, að enginn þeirra segi í raun og veru satt og rétt fi’á. Frambjóðendur vii’ðast hagræða sannleik- anum bver sem betur getur í þeirri von, að bann falli kjósendum i geð og þeir láti ánetjast. I þessu sambandi er vert að minnast á hugmynd, sem kom fram í einu dagblaðanna fyrir siðustu kosningar. Hún var á þá leið, að stofnuð yrði eins konar kjósendasamtök, sem störfuðu á svipaðan tiátt og neytendasamtök. Þessi hugsanlegu samtök ætlu að hafa það hlutverk með höndum að rann- saka, livað er rétt og livað ekki í opinberum mál- flutningi stjórnmálamanna. Þessi hugmynd kann að koma spánskt fyrir sjón- ii’, en við nánari atbugun befur bún margt sér til ágætis. Hún gæti sluðlað að því, að menn liættu að haga seglum eflir vindi og hagræða sannleikan- um að eigin vild. Þegar búast má við, að alger- lega hlutlaus stofnun rannsaki deilumál og birti síðan skýlausar niðurstöður, þá verður erfiðara um vik að segja bálfan sannleika eða breinlega ósatt. Vel má vera, að bér sé um óframkvæmanlega bugmynd að ræða, hugsjón, sem ekki fær staðizl í veruleikanum. Það kostar þó ekkert að veltabenni fyrir sér lítillega. Og eitt er víst Það yrðu næg vei’kefni fyrir slika stofnun, öðru eins nxoldviðri áróðui’s og ósanninda, sem þyrlað er upp á opinberum vettvangi — oft og einatt um málefni, sem vai’ða beill alþjóðar og bag hennar í framtíðinni. G.Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.