Vikan


Vikan - 02.11.1972, Síða 13

Vikan - 02.11.1972, Síða 13
Ég skildi hvað hann fór og glotti. Mér var ljóst, að fáir menn mundu leggja i hann, meðan hann liti svona út. En þrátt fyrir allar viðræður okkar þennan dagviðána, þá vissi ég, að um eitt yrði ég aldrei sannfærður: Ned frændi minn var meistari.... hann ætti þar nokkra sök á, — og það næsta hálfa mánuöinn. — Hún ætti að hafa meira vit. Mér fannst þú alltaf vera að segja, að hún gengi aldrei út. Mamma stakk bréfinu i svuntu- vasa sinn og strauk á sér kinnina en það var ávani hjá henni þegar hún þurfti að hugsa sig vandlega um. — Þaö er ekki nema satt,að hún sagöist aldrei ætia að giftast. Hún var eindregiö andvlg öllu hjóna- bandi. Sagði, að það væri alveg þýöingarlaust að vera aö giftá sig, nema þá ná i virkilegan karlmann til að vernda sig. — Fyrir hverju þurfti hún vernd? sagði pabbi. — Kannski gegn hundsbiti? — Þú þarft ekki að reyna að vera fyndinn, Villi. Þið karl- mennirnir getið aldrei skiliö tilfinningar kvenna. May vildi fá einhvern meö snyrtilega fram- komu og sæmilega krafta I kögglum, sem gæti variö hana, ef einhver færi að gerasl nærgongull i orði eða æði. Flestir hér ufti slóðir voru frekar kærulausir á þvi sviði. Einu sinni var hún farin að spásséra með manni, sem hét Arthur. — Hann var svo sem nógu laglegur og prúður, fannst okkur öllum. En svo fór hún á Gúttó- skrall i nýjum hvitum kjól, og allir héldu, ab nú ætluðu þau Arthur aö fara aö opinbera. . Mamma þagnaði og leit fast á pabba, sem virtist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á þessu, en syrgöi bara fótboltann sinn i hljóði. — Manstu ekki eftir honum Arthur Bilkin: Fremur kubbs- legur, en auövitað gat hann ekki að þvl gert. Hann hafði góöa atvinnu og hefði getab séð vel fyrir henni May. Hversvegna giftist hún honum þá ekki? spurði ég. Mamma tók af sýrópsdósina, sem ég var búin að kaffæra þrjá brauðbita I. — Það var vegna þess, sem kom fyrir á Gúttóskrallinu. Ein- hver hafði láumaö inn nokkrum flöskum af bjór og falið þær inni á karlasalerninu. Náunginft fór þangab og ' skellti i sig úr flöskunum, kom svo inn I dans- salinn og þreif til hennar May I fylliriinu og fór að kyssa hana. — Og hvað meira? spurði ég forvitinn. Hún öskraði á Arthur að hjálpa sér, én hann stóö eins og þvara og hafðist ekki að. Hló bara. Þa var hann alveg búinn að ver» í hjá henni. Seinna sagðist hún aldrei ætla aö giftast, ef hún fengi ekki virkilegan karlmann, senv gæti verndað hana. Næstu dagana vorkenndum við pabbi hvor öðrum I hljóði, meðan verið var að þræla okkuf út I vorhreingerningunni, jafnskjótt sem við stigum fæti inn fyýir dyr. Pabbi dokaði meira að segja við i hðamnni Qg sagðist vera' i yfir- vinnu, en kom fyrir ekki, Mamma reif allt níður og reyndi að gera það flnt. En jafn- vel endalausar tilraunir hennar og þrælavinnan okkar megnuöu ekki að gera ibúöina að neinu skrauthýsi, samboðnu nýgiftum hjónum. Skapið hjá pahba var oröiö meira en vont, þegar hann llmdi og málaði og lagöi nýjan dúk og setti upp lampa _yfir hjónarúminu. Ég velti þvl fyrir mér, hvort, May frænka mundi vera álika nöldurgefin eiginkoga o g mamma, og hvenær maðurinn hennar færi að iörast þess að hláupa I að giftast konu, sem var öfugu megin við hálffertugt. Daginn sem þau komu var ég látinn skrópa I skólanum, til þess að hlaupa I snattferðir og fara slðan á stöðina meö mömmu- Viö komum klukkutima of snemma á stöövarpallinn, og þó að mig laneaði mest , til að sitja Pabbi tók gestakomunni vel og sýndi aldrei nein svipbrigði. biðsalnum og lesa skritlublað, þá lét hún mig stika fram og aftur -með sér. Hún var I miklum laugaæsingi, og allt út af þessum jrfanni hennar May. Mamma var óðamála og hnykkti á orðunum, án þess að geta þagnab og gleymdi sjálfri sér svo mjög, að hún gaf mér túskildings súkkulaðistykki úr sjálfssala, og sagbi mér að ata mig ekki út á þvi. Ég var bæöi stirður og óeðlilegur -þennan föstudag, I Sparifötunum minum og með húfuna, sem þrýsti fast að eyrunum á mér, og svo reyndist súkkulaðið óþverri, sem skildi eftir óbragð i munninum. — Hvernig skyldi hann llta út? sagði mamma. — Areiðanlega vel stæður og virkilegur karlmaður. Astralskur og þá auðvitað. stör. Nú strauk hún allt I einú kinn- ina, er henni datt nokkuö nýtt I hug. — Heyröu Tumi, helduröu, að hjónarúmið okkar sé nógu langthandahonum? Efmaðurinn hennar frænku þinnar er meira en þriggja álna maður, getur hann i ekki rétt úr sér. Ég hefði átt að biðja hann pabba þinn að taka látúnsstöngina úr fótagaflinum. Það lá við, að ég vorkenndi mömmu þegar hún hélt áfram að nöldra og ef óskir minar hefðu getað stytt Ned frænda eitthvað Framhald á bls. 38. 44.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.