Vikan


Vikan - 02.11.1972, Side 23

Vikan - 02.11.1972, Side 23
FANGI f BANGLA DESH Framhald af bls. 15. Ég svaf Vel um nóttina, vaknaði ekki fyrr en klukkan ellefu. Ég skammaðist min og gekk út á veröndina, þegar ég var komin á fætur. Lágt blisturshljóð kom mér til að fara inn i herbergi næst veröndinni og þar sá ég þrjá unga menn sitja við borð. — Við erum frá Mukti Bahini, sagði einn þeirra. — Hversvegna eruð þið hér? Ég fékk ekki tækifæri til að svara. Einhver hrópaði á bengölsku og ungu mennirnir þrir stukku út um gluggann. Einn presturinn kom þjótandi og sagði mér að fara strax inn i herbergið mitt, það væri eftirlitssveit frá Pakistönum fyrir utan. Ég flýtti mér, en áður en' sekúnda var liðin, var barið að dyrum. Fyrir utan stóð hermaður frá Pakistan með byssu i hönd. Hann sagði á ensku: — Halló, systir. Andartak datt mér i hug að hann héldi mig vera nunnu, en svo kom skynsemm til skjalanna. Nunnur ganga ekki i gallabuxum. Eftir að hermennirnir voru búnir að rannsaka farangur okkar, skipuðu þeir okkur Gordon að koma með þeim til yfirheyrslu. Við biðum fyrir utan trúboðs- stöðina i hálftima. meðan varðliðarnir söfnuðu saman mönnum sinum og ekkert, sem ég hafði upplifað fram að þessu, var neitt i samanburði við þá angist sem heltók mig meðan ég beið. Þarna sá ég byssu i fyrsta sinn og var umkringd vopnuðum mönnum. Hermennirnir voru sveittir.og taugaveiklaðir að sjá. með byssu til reiðu. Ég var sannarlega ekkert hetjuleg, ég var hreinlega steinrunnin af hræðslu. Við Gordon vorum flutt á stórum herbil, með vélbyssu á pallinum, til Jessore, þar sem við vorum kærð fyrir að koma ólöglega inn i Austur — Pakistan, en það sem eftir var dagsins yrti enginn á okkur. Það var orðið framorðið, þegar viö vorum flutt i fangelsið. Mér var leyft að hafa með mér föt til skiptanna og snyrtiáhöld, en þótt ég grátbændi verðina um að levfa mér aö halda giftingarhringnum mlnum, var það útilokað, þeir þóttust ekki heyra til min. Við Paul höfum verið gift I átján mánuði. Högsanir mlnar 'voru i einum hrærigraut. Hvar var Paul . . .var hann heill á húfi? Myndum við geta farið heim saman? Hve lengi yrði mér haldið þarna? Gordon var settur I karlafangelsi, en ég I 'kven- naklefa. Reyndar var það likara Framhald á bls. 35. Hvorki þér né Ajax þurfið sjálfvirka þvottavél til að fá gegnhreinan, hvítan þvott því Ajax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Með Ajax - efnakljúfum verður Þvotturinn gegnhreinn og blæfallegur. Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staðizt. Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efnið, ef leggja Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. 44. TBL. VIKAim 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.