Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST ÉG ÞORI VARLA AÐ SÝNA MIG A GÖTU Jane-Anne Pepler í Pretoriu er sautj- án ára og hún hefur haft við margt að stríða: Fyrst var aðaláhyggjuefni henn- ar, að hún var of feit, nú er hún of dökk á hörund. Þetta er hræðileg raun fyrir unga stúlku og það á þessum stað, þar sem fólk er flokkað eftir hörunds- lit. Það var eftir nýrnahettuaðgerð, sem hörund Jane-Anne tók að dökkna og verða slík tilvik einstaka sinnum og er það hormónaskortur, sem veldur því. Þetta er reyndar eitt afbrigði af Addisonsveikinni. Jane-Anne, sem er af stoltum Suður-Afríku-mönnum komin, finnst hún vera orðin lægra sett „eins og Kaffi“. Nú hafa læknarnir gefið henni von um að þeir geti varn- að því að hún verði ennþá dekkri, með Röntgengeislum og hormónagjöfum. ETHEL KENNEDY fer ekki varhluta af kjaftasögum, frekar en svilkona hennar, Jacqueline. Það er sí og æ verið að finna nýjan tilvonandi eiginmann handa henni og nú er það einn af framleiðendunum hjá ABC. Hann sér um. íþróttamynd- irnar og hefur mikinn áhuga á alls konar íþróttum, svo nú þykir það sennilegt að hún sé búin að finna þann rétta. Hann heitir Roone Pinckey Ar- ledge og hann skildi við konu sína ár- ið 1971. Hér á myndinni eru þau stödd á veitingahúsinu Sardi á Manhattan. FYRST KEMUR BRÚÐAR- KISTAN, SÍÐAN BIÐLARNIR, SEGIR EVA Eva Forsmalm í Gautaborg er hyggin stúlka, sem hugsar um framtíðina. I mörg ár er hún búin að safna í búið alls konar hlutum, allt frá teskeiðum, knipplingum, eldhúsáhöldum, yfirleitt allt, sem hún hefur dottið niður á og haft augastað á. Hún geymdi alla dýr- gripi sína í herbergi sínu, en fljótlega sá hún að nauðsynlegt var að fá ein- hverja geymslu og þá datt henni í hug að fá sér brúðarkistu að gömlum sið. Það er nú þegar orðið þröngt í kist- unni og Eva hefur ekki ennþá valið brúðguma. Hún á nefnilega erfitt með að ákveða sig. En Eva er aðeins nítján ára, svo það er ekki öll nótt úti. Eva segist ekkert hafa á móti því að fá biðilsbréf, henni finnst gaman að bréfaskiptum. LITLU ENGLARNIR er þessi telpnakór kallaður og þær eru frá Koreu. Nú hefur fyrsta plötu- albúmið þeirra komið út og þær syngja allt frá Chirpy Chirpy Cheepp Chepp til gamalla Koreu þjóðlaga og þær syngja eins og englar. Þær voru nýlega á ferð í London og reyndar víðar og alls staðar vekja þær mikla aðdáun. Þetta eru í allt þrjátíu stúlkur á aldrinum átta til fimmtán ára og það er nokkuð svipað fyrir- komulag á kórnum og kór Vínardrengj- anna. Það eru tíu ár, síðan kórinn (sumar leika á hljóðfæri) var stofnað- ur og á ferðum þeirra og heima í Ko- reu eru alltaf kennarar og annað fólk til að hugsa um þær. Þegar þær koma heim, verður búið að koma á laggirn- ar einkaskóla fyrir þær, sem heitir Little Angels Aacdemy. Fram að þessu eru þær búnar að ferðast meira en 135.000 mílur flugleiðis, en í eðli sínu eru þær mjög heimakærar. Þær hafa sitt eigið eldhús meðferðis og oft má finna ilm af austurlenzkum réttum bak við tjöldin, þar sem þær eru á ferð. — Það er eins og ég sé ekki til, síðan þú fékkst þennan einkennisbúning!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.