Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 19
m HBBN AND THE MEDICINE SHOW Hver man ekki eftir laginu Silvies mother, einu alvinsælasta lagi s.l. árs? Þeir sem það fluttu, Dr. Hook and the Medicine Show, hafa nú sent frá sér aðra litla plötu, The Cover of Rolling Stone, Forsiðan á Rolling Stone . . . Rolling Stone er eitt útbreiddasta músik-timarit i Bandarikjunum og eins og gefur að skilja, kemst ekki hver sem er á forsiðu þess blaðs. Dr. Hook, sem er hér á myndinni með lappann fyrir auganu, sá sér góðan leik á borði, þegar hann sendi frá sér þessa nýjustu plötu. Textinn er einhver sá hæðnasti, sem lengi hefur heyrst. Fjallar hann um afstöðu hljómsveitar, sem gæti verið hvaða hljómsveit sem er. til forsiðu Rolling Stone. Peningarnir streyma inn, þeir eru frægir, en þeir fá ekki mynd af sér á forsiðu Rolling Stone. Platan eða réttara sagt lagið var það fyrsta, sem bannað var til flutnings opinberlega i Banda- rikjunum á árinu 1973. Það var ekki að sökum að spyrja, Dr. Hook fékk mynd af sér á forsiðu Rolling Stone. JETHRO TULL Það linnir ekki öldunum i kringum Jethro Tull. Það var fyrir nokkru tilkynnt i London, að hljómsveitin myndi alls 'ekki halda hljómleika i Englandi á þessu ári. Eðlilega urðu þegar uppi háværar raddir, mótmæli, sem að visu eru ekki óvenjuleg i Bretlandinu þessa dagana. Ástæöan fyrir þessari ákvörðun hljómsveitarinnar var sú, að i april mánuði nk. heldur hljóm- sveitin i hljómleikaferð til Ameriku. Þeir ætluðu að hvila sig og hafa það gott þangað til. En þeir urðu að láta undan að- dáendum sinum i Englandi. Þeir munu halda eina hljómleika áður en þeir halda utan. Þeir hafa nú nýlokið við að leika inn á nýja L.P. plötu. Ber hún heitið Passion Play eða Astriðuleikur. Verður hún væntanleg á markað hérlendis innan skamms. Myndin hér til hliðar er svo af þessum sivinsæla söngvara og flautublásara hljóm- sveitarinnar og gott ef hann heitir ekki Ian eitthvað. 14. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.