Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI HRINGUR 1 ÞREMUR PÖRTUM Kæri þáttur! Eg ætla að senda draum þennan í von um, að hann verði ráðinn. Ég hef sent hann áður, en þá var honum ekki sinnt. Ég hef sagt frænku minni hann, og hún vill ráða hann þann- ig, að ég eigi eftir að verða þrígift. Draumurinn er svona: Mér fannst ég vera að halda brúðkaup systur minnar. Ég var frammi í eldhúsi. Það var eitthvað lítið um leirtau og annað dót, sem benti á veizlu. Ég var að tala við móður- systur mína. Hún var að óska mér til hamingju með trú- lofunina og spurði, hvað kærastinn héti. Ég vildi ekki kann- ast við, að ég væri trúlofuð. Þá segir frænka mín: „Ætli það sé ekki F.“ Mér leizt nú ekki á það, þar sem sá maður er frændi minn og þar að auki kvæntur. Hún bað mig þá að setja ekki fyrir mig ruglið í sér. Ég fór aftur að þvo upp og var að hugsa um, hverjum ég væri eiginlega trúlofuð. Þá tók ég eftir því, að hringurinn minn varð svartur í vatninu. É'g tók hann af mér og byrjaði að fægja hann með þurrkustykkinu, en missti hann þá í gólfið. Snúran hrökk af honum og hringurinn brotnaði í þrjá parta. Snúran var gulllituð og heil. Fvrsti parturinn af hringn- um var svartur, annar silfurlitaður og sá þriðji rauður. Ég tók brotin upp og fór. með þau inn í stofu, þar sem gestirnir voru, fleygði þeim á gólfið og sagði: „Andskotinn hafi það, ég er ekkert trúlofuð." Mónikka. . Ráðning frænku þinnar er líklega mjög nálægt sanni. Við teljum þó, að þú munir ekki giftast nema einu sinni. Hins vegar verðurðu ástfangin þrisvar. Samband þitt og fyrsta mannsins varir skammt og endar illa, en þér tekst að gleyma honum að fullu og öllu. Samband þitt við annan manninn fer líka út um þúfnr, en af fjarska smávægilegri ástæðu. Þú sérð eftir lionum, munt liugsa til hans oft síðar og al- drei geta gleymt lionum. f þriðja skiptið fer allt vel og úr verður löng og liamingjurík sambúð. KÖNGULÖARVEFIR í KÖPAVOGI Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, ef hann þá merkir eitthvað. Ég var á leið til ömmu og afa. sem búa í Kópavogi. Þegar ég kom að pósthúsinu, sá ég systur mína standa þar. Hún hélt á ungbarni, sem mér fannst ég hafa fundið og gefið henni. Hún bauð mér að halda á barninu, en ég neitaði því. Ég hélt síðan áfram, og þegar ég kom til móts við hús- ið, þar sem afi og amma búa, var afi þar fyrir utan að bóna nýian rauðan Volkswagen. Ég fór nú inn til að heilsa ömmu. Ég gekk inn um úti- dyrnar, en þegar ég ætlaði um innridyrnar voru þær svo þröngar, að ég varð að fara á hlið inn um þær. Inni var allt skítugt og kóngulóarvefir upp um veggina. En þegar ég kom þangað inn í stofu, var þar allt hreint og eins og nýþvegið. Þangað inn var komin ný kommóða, rauðbrún á lit, en kantarnir voru dökkbrúnir og útskornir. Inni í stofu sátu amma, systir mín, sem hélt á barninu og ung kona, sem ég þekkti ekki. Ilún var ófrísk. Eftir svo- litla stund ætlaði konan að fara úr kjólnum. En hvernig sem hún reyndi, gat hún ekki komið hægri hendinni úr kjólnum, svo að hún varð að fara í hann aftur. Og þar endar draumurinn. Með fyrirfram þökk. Þessi draumur er býsna margbrotinn og erfitt að átta sig á honum. Táknin eru mörg og ósamstæð. Eitt er þó ljóst, og það er, að liann boðar óvænt tíðindi, sem í fyrstu valda miklum óþægindum og ótta, en síðar kemur í ljós, að um ávinning er að ræða. AÐ VELJASÉR KONU Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann er svona: Ég var stödd í gríðarstórum sal. Þar var margt manna og fólkið kom allt úr suðurátt, bæði karlar og konur. Tilefni þessarar samkomu var fjarska skemmtilegt: Karlmennirnir áttu að velia sér konu! Ekki langt frá mér var strákur, sem ég er hrifin af. Við vinnum á sama stað. Við vorum alltaf að horfa hvort til annars, en í hvert skipti sem hann renndi til mín augum, leit ég undan. Mér fannst ég sitja á einhverju, sem ég man ekki hvað var. Ég vonaði, að hann færi að koma til min. En allt í einu fannst mér mikil ókyrrð færast yfir mannfjöldann. Fólkinu fækkaði ört, og karlmennirnir virtust flýta sér eins og þeir gátu að velja sér konu. Loksins voru aðeins nokkur hjú eftir í kringum mig, og ekki kom strákurinn að velja mig, eins og ég hafði vonað og beðið eftir. Ég var farin að örvænta. Skyndilega sé ég hvar hann tekur á rás og gengur út í austurátt. Hann var með sveinbarn, sem hann leiddi með annarri hendinni, ég held þeirri hægri. Strákurinn var á að gizka 4—5 ára, og ég áleit þetta vera bróður hans. Hins vegar á hann engan bróður í raunveruleikanum. Og þá vaknaði ég. Þökk fyrir ráðninguna. S. P.S. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig og gerir það fljótlega. Ég er áskrifandi að Vikunni og mér líkar hún vel. Samkvæmt þessum draumi er bersýnilegt, að þið farið að vera saman og umgangizt hvort annað mikið, ef þið er- uð þá ekki þegar byrjuð á því. En að nokkrum tíma liðn- um hleynur snurða á þráðinn. Það verður fátt um kveðjur, þegar þið skiljið. Fyrr en varir er þetta rifrildi þó gleymt og grafið og þið farið að vera saman aftur —■ með miklu betri árangri en fyrr. HREIÐUR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi síðastliðna nótt, að ég sæi langa röð af hreiðrum meðfram vegarbrún, og svona fet á milli þeirra. í hverju hreiðri var eitt egg, nema í einu. í því voru þrjú egg. Hreiðrin líktust mjög kríuhreiðrum. Þakka ráðninguna. Sveitakona. Hreiður eru yfirleitt talin vera fyrir barneignum. En við skulum vona að svo sé ekki í þessum draumi. Við teljum. að draumurinn tákni, að ykkur muni mjög vel famast á nýja staðnum. Búið mun blómgast og vaxa á skömmum tíma, og líklega verður alltaf margt í heimili hjá ykkur. Pólka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.