Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 9
HESTAR VEIDDIR TIL HDNDfl FÆDU Ennistoppar þeirra, fax og tagl eru síð og flókin. Litarháttur þeirra er af öllum regnbogans litum, svart, gult, rjómagult, rauðbrúnt, brúnt, rykgrátt, blátt, apalrautt. Útlit þeirra ber ekki vott um, hvorki veru- lega þjálfun eða greind. En þú k°ms+ bT-átt á aðra skoðun. Einhver aðvörun hefur þeim þegar borizt. Gildur graðhest- ur, sem hélt sig ofurlítið afsíð- is, rykkir upp hausnum, frýs- ar og ranghvolfir augunum. Nasvængirnir titra. Hann snar- snýr sér. Hræðsla grípur hópinn. Þeir hvía evmdarlega og hætta að bíta. Hryssurnar kalla á fol- öldin, sem hlýða þegar og þyrp- ast saman. Hestarnir hnusa af iörðinni fullir grunsemda. Graðhesturinn frýsar hátt og sniallt í annað sinn og síðan í h-i*Sia. Eneinn skepna er eins alvöld í hópi ættingja sinna eins og villihesturinn. Sérhver v^irforinei mætti öfunda þenn- an af því, hvernig hann talar til flokks síns á sínu hrossa- máli. Þeir þjappa sér enn fast- ar saman. Graðhesturinn er enn að skima eftir hættunni, þegar sagt er rólegri röddu: „Af stað!“ Við yfirgefum skógar- skjólið, þeysum út á grasmó- ann á harðaspretti. Villihestarnir taka viðbragð og stefna á skarð í fjöllunum. Tveir af veiðimönnunum þjóta eins og byssukúlur yfir móann í veg fyrir þá. Það brakar og smellur í hófum, þegar hópur- inn, með gamla kviðsíða hryssu í broddi fylkingar, víkur und- an þessari hótun. Graðhestur- inn, sem heldur sig aftan við hópinn, glefsar í silakeppina. Þótt okkar eigin hestar taki á öllu, sem þeir eiga til, draga þessi flókahross samt undan, er þau hendast yfir stórþýfið. Þau hlaupa með hnarreist höf- uð. Sé til nokkuð, sem nefna mætti glæsilegt undanhald, þá er það þetta. En nú gerist nokkuð óvænt. Þegar við þeysum niður síð- asta hæðarhrygginn, virðist hryssan ætla að taka stefnu, ásamt þeim, sem fylgja henni, niður á sléttuna, þar sem veiði- girðingin er. Heppni, ef til vill, en ekki eintóm heppni. Skepn- urnar vilja hafa svigrúm fyrir nýjar brellur og herbrögð. Véiðimenn raða sér til beggja hliða, til þess að hindra gresju- hestana í að klofna í smá hópa á flóttanum. Fylkingin þéttist aftur, en það stendur ekki lengi. Þegar fremstu hestarnir koma á móts við dæld, sem liggur í boga til baka, hneggjar hryss- an og snöggbeygir til hægri, ásamt 12 öðrum, og reynir að fara þá leið til undankomu. En flóttahestarnir komast ekki langt þá leið, því að einn veiði- maðurinn bíður í dældinni og lokar leiðinni, þar sem hann hafði búizt við þessum útúr- dúr. Hættan á að missa hópinn fer nú vaxandi. Hin langa brekka niður er æðótt eins og laufblað, með dældum og grunnum giljadrögum. Og þessir hestar eru ákveðnir í að nota hverja útgöngusmugu, sem býðst. Þessi æðisgengni sprettur, svo mílum skiptir, hefur ekki dregið úr þeim kjark eða kraft. Við höfum enn ekki misst þá, þótt oftast munaði aðeins hársbreidd. Veiðimennirnir fjórir, sem látnir voru halda sig fyrir aft- an hópinn, höfðu nú náð okk- ur, svo að við vorum nú allir á hælum þeirra. Og að lokum nálgumst við girðinguna, og hlíðarvængir hennar eru skammt framundan eins og út- réttir armar. Þá gerist það, sem uppgjafa hestaveiðarar hafa oft séð ger- ast áður. Tæpa hálfa mílu frá hliðum girðingarinnar, hneggj- a- graðhesturinn skyndilega, snýst á hæli og þýtur til baka með fjórar hryssur á hælun- um. Þessi fimm geysast á milli okkar eins og eldibrandar. Þau eru svo fjarri því að vera upp- gefin, að þau hendast upp brekkuna eins og spretturinn á þessum morgni hafi aðeins verið góð æfing. Það er stór- kostlegt brotthlaup. Með hrópi og köllum eru þessir 16 másandi hestar, sem eftir urðu, reknir inn í girð- inguna. Hliðunum er lokað. Marrið í hjörum þeirra er vott- ur þess, að nú hafa skepnur misst frelsi sitt, sem ekki geta án þess lifað. Ef þú sæir þá núna, þyrftir þú ekki að vera neinn sérstakur hestavinur, til þess að fyllast meiri dapurleika en orð fá lýst. Villtu föngunum okkar geng- Framhald á bls. 48. 14. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.