Vikan

Tölublað

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 05.04.1973, Blaðsíða 4
Ef bi trf að: ba ifttn viO í litaveri. bvi lað befur ávallt loraaö sta Símar 32262-30280 oa 30480 Grensásveoi 22 - 24 P0STURINN Svar til Glinglu Umsjónarmaður Póstsins er hinn mesti fólki í fjórmálum og þor- ir ekki fyrir sitt litla líf að ráð- leggja í þeim efnum. Líklega eru þó einhvers konar verðbréf lausnin fyrir ykkur, en hafið endilega samráð við lögfræðing um það. Krabbi og bogmaður eiga aldeilis Ijómandi vel sam- an, og til hamingju með að fá að búa og starfa á þessum ynd- islega stað. Svar til einnar 17 ára í hringiðu „Við erum trúlofuð sitt í hvora áttina" segir þú, og svo virðist, að vinur þinn vilji ekki breyta því, þó svo að þú hafir eifthvert líkamlegt aðdráttarafl fyrir hann, fyrir nú utan þetta „rosalega andlega samband" ykkar á milli. Framkoma ykkar er óheiðarleg oagnvart hinum aðilunum, og það er áreiðanlega meining vin- ar þíns, og úr því er hann að reyna að bæta. Farðu að hans dæmi oq snúðu þér að kærast- anum þínum, ef ykkar samband hefur einhverja þýðingu á ann- að borð, að öðrum kosti er ykk- ur fvrir beztu, að því sé slitið. Dúkka í lamasessi Kæri Póstur! M;n langar til þess að spyrja þig að smáræði, ég vona, að ég fái svar við þv/. Svo er mál með vexti, að ég á dúkku, sem mig langar mjög mikið til að láta gera við, en ég veit ekki, hvar það er hægt. Getur þú, elsku Póstur, sagt mér það? Og svo er annað, hvernig á maður að skrifa í Lög unga fólksins, svo að kveðjan komi fram? Að lok- um þakka ég fyrir allt gott efni í Vikunni, með ósk um að bréf- ið lendi ekki í dallinum. Hvað lestu úr skriftinni? Ein kúnstug. Þetta voru vissulega kúnstugar spurningar, og Póstinum verð- ur að þessu sinni svarafátt. Þú nefnir ekki einu sinni, hvort það er einhver mekanismi í dúkk- unni þinni, sem þarfnast við- gerðar, eða hvort hún er bara rifin, fótbrotin eða hausbrotin. Við höfum aldrei heyrt talað um dúkkuviðgerðir, enda mun yfirleitt til þess ætlazt, að leik- föngum sé fleygt, þegar þau hafa lifað sitt fegursta. En viti einhver lesenda okkar betur, eru upplýsingar vei þegnar. Skrif- aðu svo bara eitt súperfyndið bréf og biddu um óvenjulegt lag og vittu, hvort stjórnandi óskalagaþáttar unga fólksins stenzt það. Úr skriftinni má lesa fljótfærni og fjörlyndi. Viðtöl við fréttamenn Kæri Póstur! Geturðu frætt okkur um, hvert við eigum helzt að skrifa til að fá nöfn okkar birt í færeyskum blöðum, okkur langar nefnilega til að eignast pennavini þar. Svo er einnig annað, sem okkur liggur á hjarta. Það er, hvort þið hafið ekki í huga að birta viðtöl við þá, sem lesa fréttirn- ar í sjónvarpinu, þegar þið er- uð búnir með viðtölin við þul- ina? Að endingu svo þetta sí- gilda, hvernig er skriftin, og er eitthvað hægt að lesa út úr hrafnasparkinu? Millý og Maggý. C—^ Við vísum öllum Færeyjavinum á stærsta blað þeirra Færeyinga, Dimmalætting. Vikan hefur þeg- ar gert þeim Omari Ragnarssyni og Magnúsi Bjarnfreðssyni nokk- ur skil, en við tókum kipp og pöntuðum viðtal við einn frétta- manninn enn, svo þið sjáið, að það er tekið mark á ykkur. — Skriftin er nokkuð góð og lýsir örlæti og hreinskilni. 3 dagar eöa vika Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig að því, hvernig standi á því, að þegar ég var 12 ára fór ég fyrst að fara á túr, eins og flestar stelpur á þessum aldri, og var alltaf 3 daga í hvert skipti, þar til ég varð 15 ára, en eftir það hef ég alltaf verið viku og er enn þann dag í dag. Hvernig stendur á þessari breytingu? Ég vona, að þú hendir þessu ekki í ruslakörfuna, því mig vantar svarið anzi mikið. S.S. 4 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.